Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur

Hrefnu­veið­in í ár verð­ur miklu meiri en í fyrra þeg­ar 29 hrefn­ur voru veidd­ar. Þröst­ur Sig­munds­son hóf hrefnu­veið­ar í vor og eru nú rek­in tvö hrefnu­veiðifyr­ir­tæki á Ís­landi en Gunn­ar Berg­mann Jóns­son rek­ur hitt. Leyf­ið fyr­ir veið­un­um fylgdi hval­veiði­skip­inu sem Þröst­ur keypti.

Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur
Leyfið fylgdi bátnum Silja Dögg Gunnarsdóttir, eiginkona hrefnuveiðimannsins Þrastar Sigmundssonar, segir að leyfið til að veiða hrefnurnar hafi fylgt bátnum Hafsteini þegar hann var keyptur í fyrra. Báturinn heitir Rokkarinn í dag og hefur Þröstur veitt tíu hrefnur á honum það sem af er sumri.

„Við kaupum bátinn með leyfinu. Þess vegna keyptum við bátinn. Annars hefðum við ekki haft neitt með þennan bát að gera því við eigum engan þorskkvóta eða neitt slíkt,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og eiginkona Þrastar Sigmundssonar, hrefnuveiðimanns í Reykjanesbæ, sem hóf hvalveiðar í vor á hvalveiðibátnum Rokkaranum. Þröstur bættist þar með í hóp með Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar þingmanns, sem stundað hefur hrefnuveiðar um árabil með misjöfnum efnahagslegum árangri þar sem kjötið er allt selt á Íslandi og er verðið á því lágt miðað við til dæmis lamba- og nautakjöt. Einungis tvö hrefnuveiðifyrirtæki eru því á Íslandi öllu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár