Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur

Hrefnu­veið­in í ár verð­ur miklu meiri en í fyrra þeg­ar 29 hrefn­ur voru veidd­ar. Þröst­ur Sig­munds­son hóf hrefnu­veið­ar í vor og eru nú rek­in tvö hrefnu­veiðifyr­ir­tæki á Ís­landi en Gunn­ar Berg­mann Jóns­son rek­ur hitt. Leyf­ið fyr­ir veið­un­um fylgdi hval­veiði­skip­inu sem Þröst­ur keypti.

Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur
Leyfið fylgdi bátnum Silja Dögg Gunnarsdóttir, eiginkona hrefnuveiðimannsins Þrastar Sigmundssonar, segir að leyfið til að veiða hrefnurnar hafi fylgt bátnum Hafsteini þegar hann var keyptur í fyrra. Báturinn heitir Rokkarinn í dag og hefur Þröstur veitt tíu hrefnur á honum það sem af er sumri.

„Við kaupum bátinn með leyfinu. Þess vegna keyptum við bátinn. Annars hefðum við ekki haft neitt með þennan bát að gera því við eigum engan þorskkvóta eða neitt slíkt,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og eiginkona Þrastar Sigmundssonar, hrefnuveiðimanns í Reykjanesbæ, sem hóf hvalveiðar í vor á hvalveiðibátnum Rokkaranum. Þröstur bættist þar með í hóp með Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar þingmanns, sem stundað hefur hrefnuveiðar um árabil með misjöfnum efnahagslegum árangri þar sem kjötið er allt selt á Íslandi og er verðið á því lágt miðað við til dæmis lamba- og nautakjöt. Einungis tvö hrefnuveiðifyrirtæki eru því á Íslandi öllu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár