Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur

Hrefnu­veið­in í ár verð­ur miklu meiri en í fyrra þeg­ar 29 hrefn­ur voru veidd­ar. Þröst­ur Sig­munds­son hóf hrefnu­veið­ar í vor og eru nú rek­in tvö hrefnu­veiðifyr­ir­tæki á Ís­landi en Gunn­ar Berg­mann Jóns­son rek­ur hitt. Leyf­ið fyr­ir veið­un­um fylgdi hval­veiði­skip­inu sem Þröst­ur keypti.

Eiginmaður þingmanns hefur veitt tíu hrefnur
Leyfið fylgdi bátnum Silja Dögg Gunnarsdóttir, eiginkona hrefnuveiðimannsins Þrastar Sigmundssonar, segir að leyfið til að veiða hrefnurnar hafi fylgt bátnum Hafsteini þegar hann var keyptur í fyrra. Báturinn heitir Rokkarinn í dag og hefur Þröstur veitt tíu hrefnur á honum það sem af er sumri.

„Við kaupum bátinn með leyfinu. Þess vegna keyptum við bátinn. Annars hefðum við ekki haft neitt með þennan bát að gera því við eigum engan þorskkvóta eða neitt slíkt,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og eiginkona Þrastar Sigmundssonar, hrefnuveiðimanns í Reykjanesbæ, sem hóf hvalveiðar í vor á hvalveiðibátnum Rokkaranum. Þröstur bættist þar með í hóp með Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar þingmanns, sem stundað hefur hrefnuveiðar um árabil með misjöfnum efnahagslegum árangri þar sem kjötið er allt selt á Íslandi og er verðið á því lágt miðað við til dæmis lamba- og nautakjöt. Einungis tvö hrefnuveiðifyrirtæki eru því á Íslandi öllu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár