Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meintur stríðsglæpamaður snýr aftur til starfa

Níg­er­íski hers­höfð­ing­inn Ahmadu Mohammed er snú­inn aft­ur til starfa eft­ir ásak­an­ir um að hafa stað­ið fyr­ir af­tök­um á 640 föng­um.

Meintur stríðsglæpamaður snýr aftur til starfa
Hershöfðingi Amnesty fer fram á rannsókn á aðild Ahmadu Mohammed að stríðsglæpum. Mynd: Amnesty

Nígeríski hershöfðinginn Ahmadu Mohammed hefur snúið aftur til starfa eftir tímabundið leyfið frá störfum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa vakið athygli á þessu en að þeirra sögn sýnir sá gjörningur fram á algjört vanhæfi ríkisvaldsins til að taka á stríðsglæpum. Mohammed hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á dauða ríflega átta þúsund gæslufanga.

Amnesty hefur kallað eftir rannsókn á framferði níu hershöfðingja í nígeríska hernum, þar á meðal Mohammed, til að kanna ábyrgð þeirra á dauða þúsunda gæslufanga frá árinu 2011. Mohammed var æðsti yfirmaður þess herafla sem sagður er hafa myrt um 640 óvopnaða gæslufanga, vígamenn í hinum herskáu samtökum íslamista, Boko Haram. Amnesty leggur áherslu á að þrátt fyrir voðaverk þeirra samtaka sé það mannréttindabrot að myrða óvopnaða fanga. Her Nígeríu hefur verið sakaður um ólöglegrar aftökur og pyntingar í baráttu sinni við samtökin. Amnesty bendir á að slík lögbrot ríkisvaldsins auðveldi liðsöfnun Boko Haram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár