Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Með kótilettu í kokinu - Druslugangan 2015

Á að troða matn­um of­an í fólk ef það hætt­ir við að borða hann? Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að hætta við kyn­líf án þess að verða fyr­ir of­beldi?

Með kótilettu í kokinu - Druslugangan 2015

Stundin birtir einn kafla á dag úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem miðar að því að eyða ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viðfangsefni bókarinnar er kynbundið ofbeldi, það er ofbeldi þar sem meirihluti brotaþola eru konur og miðast dæmin við það. Höfundur tekur þó fram að kynferðisofbeldi getur verið beitt af öllum kynjum og beinst gegn fólki af öllum kynjum.​

Háttalag

Í apríl 2007 birti Morgunblaðið niðurstöður úr skýrslu Amnesty International og upplýsingamiðstöðvar fyrir karla í Noregi. Þar kom fram að „annar hver norskur karlmaður telur að daðurgjarnar konur geti sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað.“ Síðar í sömu frétt stóð: „Töldu 48% þátttakenda í könnun að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.“ 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bókin Á mannamáli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og Samfélagsverðlaunanna. Hún vann Fjöruverðlaunin og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Enn og aftur verður afstætt hugtak á vegi okkar. Það sem sumir telja til daðurs finnst öðrum vera sjálfsögð kurteisi. Konur sem eru brosmildar að upplagi gætu talist daðra í augum karlmanna sem eru óvanir slíku. Konur sem eru ófeimnar og eiga auðvelt með að hefja samræður við ókunnuga gætu komið sumum fyrir sjónir sem mjög daðurgjarnar konur. Stundum er fólk hreint ekki að daðra þótt einhverjum öðrum finnist það. Frænka mín á sögu af slíku. Hún fór eitt sinn á skemmtun, þá orðin gift kona með barn. Eiginmaður hennar var fjarri góðu gamni en hún vildi engu að síður dansa. Maður nokkur kom aðvífandi og dansaði við hana nokkur lög. Þegar ballinu lauk kvaddi frænka mín manninn og þakkaði honum fyrir. Hann hafði greinilega misskilið hvað var á seyði og, eins og frænkan orðaði það, „gekk hann nánast berserksgang“. Honum hafði augljóslega fundist hún vera að daðra við sig með dansinum, þótt það hafi komið henni í gersamlega opna skjöldu. Hún hafði alls ekkert slíkt í huga. 

Þegar kynlíf er annars vegar hefur fólk óskertan rétt á að draga samþykki sitt tilbaka hvenær sem er

Þegar kynlíf er annars vegar hefur fólk óskertan rétt á að draga samþykki sitt tilbaka hvenær sem er og án nokkurs fyrirvara. Þetta gildir algerlega burtséð frá hvort viðkomandi hafi daðrað opinskátt, hæfilega eða ekki neitt. Það gildir líka burtséð frá því hvort líkamleg atlot hafi átt sér stað eða ekki. Það er ekki ólöglegt að missa lystina. Hins vegar er ólöglegt að virða það ekki ef rekkjunautur manns dregur samþykki sitt tilbaka. 

Aðrar frumhvatir, að kynlífi undanskildu, eru þörfin fyrir hvíld, næringu og úrgangslosun. Sami skýlausi réttur til ákvarðanatöku gildir fyrir allar þessar hvatir. 

Maður nokkur kemur heim úr vinnunni eftir erfiðan dag og segir konu sinni að hann sé svangur. Konan bregst lipurlega við og hefst þegar handa við að elda staðgóðar lambakótilettur. Þegar rjúkandi maturinn er kominn á borð fyrir manninn, snýst honum skyndilega hugur og hann kveðst ekki lengur vera svangur. Ef til vill væri skiljanlegt að konunni myndi sárna þessi hegðun. En væru ásættanleg viðbrögð hjá henni að bretta upp ermarnar, halda manninum föstum og þvinga kótilettunni ofan í kokið á honum? 

Kona nokkur biður um að fá að gista hjá vinafólki sínu eftir matarboð þar sem vín var haft um hönd. Vinafólkið játar því og býr um konuna á sófanum. Þegar hún gerir sig líklega til að halla sér, fyllist hún skyndilega löngun að komast í sitt eigið rúm og ákveður að panta sér leigubíl heim. Væru þá eðlileg viðbrögð hjá vinafólkinu að taka konuna hálstaki svo hún missti meðvitund og svæfi úr sér á sófanum? Ef ég bið um að fá að nota salernið heima hjá vinkonu minni, en hætti svo við, mætti hún ráðast á mig, rífa mig úr að neðan og skella mér á setuna? Fróðlegt væri að athuga hvort 48% norskra karlmanna fyndist í lagi að svipta fólk réttinum yfir eigin frumhvötum ef búið er að gefa í skyn hungur, þreytu eða þörf fyrir úrgangslosun. Staðreyndin er sú að það gildir einu hversu eindreginn vilji var gefinn í skyn, það má alltaf hætta við iðkun kynlífs. Sé sá réttur ekki virtur er um nauðgun að ræða. Svo einfalt er það. 

Háttalag á borð við daður skiptir engu máli. 

Daður er ekki það sama og samþykki til kynmaka. 

Kynmök án samþykkis er nauðgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár