Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Með kótilettu í kokinu - Druslugangan 2015

Á að troða matn­um of­an í fólk ef það hætt­ir við að borða hann? Hvers vegna ætti ekki að vera hægt að hætta við kyn­líf án þess að verða fyr­ir of­beldi?

Með kótilettu í kokinu - Druslugangan 2015

Stundin birtir einn kafla á dag úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem miðar að því að eyða ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viðfangsefni bókarinnar er kynbundið ofbeldi, það er ofbeldi þar sem meirihluti brotaþola eru konur og miðast dæmin við það. Höfundur tekur þó fram að kynferðisofbeldi getur verið beitt af öllum kynjum og beinst gegn fólki af öllum kynjum.​

Háttalag

Í apríl 2007 birti Morgunblaðið niðurstöður úr skýrslu Amnesty International og upplýsingamiðstöðvar fyrir karla í Noregi. Þar kom fram að „annar hver norskur karlmaður telur að daðurgjarnar konur geti sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað.“ Síðar í sömu frétt stóð: „Töldu 48% þátttakenda í könnun að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.“ 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bókin Á mannamáli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og Samfélagsverðlaunanna. Hún vann Fjöruverðlaunin og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Enn og aftur verður afstætt hugtak á vegi okkar. Það sem sumir telja til daðurs finnst öðrum vera sjálfsögð kurteisi. Konur sem eru brosmildar að upplagi gætu talist daðra í augum karlmanna sem eru óvanir slíku. Konur sem eru ófeimnar og eiga auðvelt með að hefja samræður við ókunnuga gætu komið sumum fyrir sjónir sem mjög daðurgjarnar konur. Stundum er fólk hreint ekki að daðra þótt einhverjum öðrum finnist það. Frænka mín á sögu af slíku. Hún fór eitt sinn á skemmtun, þá orðin gift kona með barn. Eiginmaður hennar var fjarri góðu gamni en hún vildi engu að síður dansa. Maður nokkur kom aðvífandi og dansaði við hana nokkur lög. Þegar ballinu lauk kvaddi frænka mín manninn og þakkaði honum fyrir. Hann hafði greinilega misskilið hvað var á seyði og, eins og frænkan orðaði það, „gekk hann nánast berserksgang“. Honum hafði augljóslega fundist hún vera að daðra við sig með dansinum, þótt það hafi komið henni í gersamlega opna skjöldu. Hún hafði alls ekkert slíkt í huga. 

Þegar kynlíf er annars vegar hefur fólk óskertan rétt á að draga samþykki sitt tilbaka hvenær sem er

Þegar kynlíf er annars vegar hefur fólk óskertan rétt á að draga samþykki sitt tilbaka hvenær sem er og án nokkurs fyrirvara. Þetta gildir algerlega burtséð frá hvort viðkomandi hafi daðrað opinskátt, hæfilega eða ekki neitt. Það gildir líka burtséð frá því hvort líkamleg atlot hafi átt sér stað eða ekki. Það er ekki ólöglegt að missa lystina. Hins vegar er ólöglegt að virða það ekki ef rekkjunautur manns dregur samþykki sitt tilbaka. 

Aðrar frumhvatir, að kynlífi undanskildu, eru þörfin fyrir hvíld, næringu og úrgangslosun. Sami skýlausi réttur til ákvarðanatöku gildir fyrir allar þessar hvatir. 

Maður nokkur kemur heim úr vinnunni eftir erfiðan dag og segir konu sinni að hann sé svangur. Konan bregst lipurlega við og hefst þegar handa við að elda staðgóðar lambakótilettur. Þegar rjúkandi maturinn er kominn á borð fyrir manninn, snýst honum skyndilega hugur og hann kveðst ekki lengur vera svangur. Ef til vill væri skiljanlegt að konunni myndi sárna þessi hegðun. En væru ásættanleg viðbrögð hjá henni að bretta upp ermarnar, halda manninum föstum og þvinga kótilettunni ofan í kokið á honum? 

Kona nokkur biður um að fá að gista hjá vinafólki sínu eftir matarboð þar sem vín var haft um hönd. Vinafólkið játar því og býr um konuna á sófanum. Þegar hún gerir sig líklega til að halla sér, fyllist hún skyndilega löngun að komast í sitt eigið rúm og ákveður að panta sér leigubíl heim. Væru þá eðlileg viðbrögð hjá vinafólkinu að taka konuna hálstaki svo hún missti meðvitund og svæfi úr sér á sófanum? Ef ég bið um að fá að nota salernið heima hjá vinkonu minni, en hætti svo við, mætti hún ráðast á mig, rífa mig úr að neðan og skella mér á setuna? Fróðlegt væri að athuga hvort 48% norskra karlmanna fyndist í lagi að svipta fólk réttinum yfir eigin frumhvötum ef búið er að gefa í skyn hungur, þreytu eða þörf fyrir úrgangslosun. Staðreyndin er sú að það gildir einu hversu eindreginn vilji var gefinn í skyn, það má alltaf hætta við iðkun kynlífs. Sé sá réttur ekki virtur er um nauðgun að ræða. Svo einfalt er það. 

Háttalag á borð við daður skiptir engu máli. 

Daður er ekki það sama og samþykki til kynmaka. 

Kynmök án samþykkis er nauðgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár