Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mannréttindafulltrúi Framsóknar æfur út í presta

„Fólk hróp­ar "mann­úð" þeg­ar kem­ur að um­ræðu um hæl­is­leit­end­ur og flótta­menn en í sömu svip­an líta fram­hjá okk­ar minnsta bróð­ur,“ skrif­ar Sveinn Hjört­ur Guð­finns­son. Séra Skúli Sig­urð­ur Ólafs­son seg­ir kirkju­gr­ið ekki bara snú­ast um ut­an­að­kom­andi fólk og fannst of mik­ill há­vaði í Laug­ar­nes­kirkju.

Mannréttindafulltrúi Framsóknar æfur út í presta

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, aðalmaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur vegna stuðnings Laugarneskirkju við írösku hælisleitendurna Ali Nasir og Majed sem vísað var úr landi í lok júnímánaðar. Deilir hann meðal annars áróðursteikningu Morgunblaðsins gegn „ólöglegum innflytjendum“ á Facebook og tekur undir þau skilaboð sem felast í myndinni. „Fólk hrópar "mannúð" þegar kemur að umræðu um hælisleitendur og flóttamenn en í sömu svipan líta framhjá okkar minnsta bróður,“ skrifar Hjörtur og gagnrýnir prestana Toshiki Toma og Kristínu Þórunni Tómasdóttur harðlega.  

Stundin hefur áður fjallað um harða gagnrýni Brynjars Níelssonar og Ásmundar Friðrikssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, á framtak prestanna. Þá hefur Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, gagnrýnt kirkjuna fyrir að „virða ekki“ löglegar ákvarðanir stjórnvalda og sagt rakalaust að ekki sé forsvaranlegt að senda hælisleitendur til Íraks.

Á Trú.is hafa nokkrir prestar tjáð sig um málið, meðal annars Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem segir kirkjuna ekki geta annað en tekið afstöðu með fólki í neyð. „Þannig högum við okkur í samræmi við kærleiksboðskap kristinnar trúar,“ skrifar hún.

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir tekur í sama streng. „Atburðurinn í Laugarneskirkju var vanmáttug tilraun til að benda á ömurlega framkomu íslenskra stjórnvalda við hælisleitendur, tilraun til að verja vini sína fyrir armi laganna, sem var vissulega í lagalegum rétti, en, að því er við teljum mörg: í siðferðilegum órétti,“ skrifar hún. 

Of mikill hávaði

Séra Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju og eiginmaður lögreglustjórans í Reykjavík, er gagnrýninn á framtak kirkjunnar. 

„Hugsunin var sannarlega kærleiksrík, að bjóða hröktum einstaklingum skjól, sálgæslu og fyrirbæn en í fjölmiðlum og á netinu virtist aðgerðin hafa verið hávaðasöm og særði marga sem töldu sig eiga annað skilið af hálfu kirkjunnar,“ skrifar hann og vísar þar líklega til lögregluþjóna sem yfirvöld sendu inn í kirkjuna. „Kirkjugrið gera miklar kröfur til þeirra sem vilja njóta þess friðar. Þar þarf að gæta þess að rjúfa ekki griðin með fyrirferð og hávaða.“

Kirkjugrið ekki bara fyrir utanaðkomandi

Skúli er þeirrar skoðunar að kirkjugrið snúi ekki bara að þeim sem leita skjóls í kirkju, heldur ekki síður um þá sem eru þegar inni í kirkju. „Áfram þarf að sinna þeim sem standa höllum fæti og mæta fordómum. Um leið þurfum við að gæta þess að valda ekki skaða og hugleiða að kirkjugrið snúa ekki eingöngu að þeim sem standa utan kirkjudyranna og leita inngöngu. Þau eiga ekki síður við um okkur sem stöndum inni í hinu helga rými,“ skrifar hann. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum höfðu hælisleitendurnir Ali og Majed tekið kristna trú áður en þeim var boðið að bíða brottvísunar uppi við altari Laugarneskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár