Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mannekla og fjárskortur á geðsviði

Efla þarf heilsu­gæsl­una til muna, fjölga sál­fræð­ing­um þar, bjóða upp á hug­ræna at­ferl­is­með­ferð í skóla­kerf­inu og al­menna þjón­ustu í nær­­um­hverf­inu. Þannig væri hægt að grípa fólk fyrr, létta á álag­inu á Land­spít­al­an­um og sinna veik­asta fólk­inu bet­ur.

Mannekla og fjárskortur á geðsviði
Stöðugt álag Víðtækur vandi mætir þeim sem starfa á geðsviði Landspítalans, þar sem sjúklingar eru vistaðir í óásættanlegu húsnæði og mannekla er viðvarandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég myndi vilja sjá samfellda þjónustukeðju,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. „Landspítalinn er það sem kallast þriðju línu þjónusta og á að sinna þyngsta, erfiðasta og veikasta hópnum og gera það vel. Til þess að það sé hægt þarf að efla heilsugæsluna og önnur úrræði, ekki síður en geðsvið Landspítalans. Það þarf að stórefla þjónustu við fólk í nærumhverfi þess og fá meiri aðstoð inn á heimilin. 

Á Landspítalanum er opin bráðamóttaka þar sem fólk getur fengið viðtal strax á meðan það þarf að bíða eftir viðtali við lækni á heilsugæslunni. Fyrir vikið fáum við fólk til okkar sem þarf að láta endurnýja lyfseðla eða fá vottorð. Við eigum ekki að sinna slíkum verkefnum. Eins erum við að fá fólk til okkar sem er að koma vegna prófkvíða. Það á að vera sjálfsagt að fá þjónustu við slíkum vanda í nærumhverfi fólks. Ég hefði viljað sjá sálfræðinga í skólakerfinu og þó að ég fagni því mjög að heilsugæslan sé að ráða til sín sálfræðinga þá hefði ég viljað sjá þá mun hraðari þróun í þeim efnum. Nú sjáum við líka að aldraðir sækja mun meira í sálfræðiþjónustu því meðvitundin er að aukast og enginn á að bera harm sinn í hljóði. Þess vegna ætti að vera hægt að bjóða upp á hugræna atferlismeðferð í heilsugæslunni. Reyndar finnst mér að það ætti líka að gera það í skólakerfinu þannig að það sé hægt að hjálpa ungmennum um leið og fyrstu einkennin koma. Af því að það er ýmislegt búið að ganga á áður en fólk stígur þessi þungu skref að leita til okkar en lítil hjálp á leiðinni og jafnvel allt komið í óefni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár