Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mannekla og fjárskortur á geðsviði

Efla þarf heilsu­gæsl­una til muna, fjölga sál­fræð­ing­um þar, bjóða upp á hug­ræna at­ferl­is­með­ferð í skóla­kerf­inu og al­menna þjón­ustu í nær­­um­hverf­inu. Þannig væri hægt að grípa fólk fyrr, létta á álag­inu á Land­spít­al­an­um og sinna veik­asta fólk­inu bet­ur.

Mannekla og fjárskortur á geðsviði
Stöðugt álag Víðtækur vandi mætir þeim sem starfa á geðsviði Landspítalans, þar sem sjúklingar eru vistaðir í óásættanlegu húsnæði og mannekla er viðvarandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég myndi vilja sjá samfellda þjónustukeðju,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. „Landspítalinn er það sem kallast þriðju línu þjónusta og á að sinna þyngsta, erfiðasta og veikasta hópnum og gera það vel. Til þess að það sé hægt þarf að efla heilsugæsluna og önnur úrræði, ekki síður en geðsvið Landspítalans. Það þarf að stórefla þjónustu við fólk í nærumhverfi þess og fá meiri aðstoð inn á heimilin. 

Á Landspítalanum er opin bráðamóttaka þar sem fólk getur fengið viðtal strax á meðan það þarf að bíða eftir viðtali við lækni á heilsugæslunni. Fyrir vikið fáum við fólk til okkar sem þarf að láta endurnýja lyfseðla eða fá vottorð. Við eigum ekki að sinna slíkum verkefnum. Eins erum við að fá fólk til okkar sem er að koma vegna prófkvíða. Það á að vera sjálfsagt að fá þjónustu við slíkum vanda í nærumhverfi fólks. Ég hefði viljað sjá sálfræðinga í skólakerfinu og þó að ég fagni því mjög að heilsugæslan sé að ráða til sín sálfræðinga þá hefði ég viljað sjá þá mun hraðari þróun í þeim efnum. Nú sjáum við líka að aldraðir sækja mun meira í sálfræðiþjónustu því meðvitundin er að aukast og enginn á að bera harm sinn í hljóði. Þess vegna ætti að vera hægt að bjóða upp á hugræna atferlismeðferð í heilsugæslunni. Reyndar finnst mér að það ætti líka að gera það í skólakerfinu þannig að það sé hægt að hjálpa ungmennum um leið og fyrstu einkennin koma. Af því að það er ýmislegt búið að ganga á áður en fólk stígur þessi þungu skref að leita til okkar en lítil hjálp á leiðinni og jafnvel allt komið í óefni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár