Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bára býr í Brussel og segir ástandið „hræðilega sorglegt“

Bára Sig­fús­dótt­ir dans­höf­und­ur býr í Brus­sel og er sleg­in yf­ir at­burð­um dags­ins.

Bára býr í Brussel og segir ástandið „hræðilega sorglegt“

Danshöfundurinn Bára Sigfúsdóttir er búsett St. Gilles hverfinu í Brussel og hefur ákveðið að halda sig heima við í dag vegna hryðjuverkaárásanna í miðborginni í morgun.

Í morgun ollu fjölmargar sprengingar því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á neðanjarðarlestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Bára var sem betur fer ekki nálægt árásunum, en segist heyra mikið í sírenum í hverfinu. Þá segir hún skrítna stemmningu vera í borginni. „Maður er auðvitað mjög sleginn, eins og aðrir. Þetta ristir dýpra þegar að þetta er svona nálægt manni.“ 

„Lífið heldur áfram fyrir þá sem misstu ekki mikið í dag. En maður fær keim af því hvernig fólk hefur það annars staðar í heiminum, þar sem það er ekki er eins öruggt að búa eins og hefur verið hér í Evrópu fram til þessa,“ segir Bára. 

Hún hefur búið í Brussel síðastliðin átta ár. Hún segir þetta vera dásamlega borg og vonar að andinn í borginni haldist sá sami. En núna er ástandið „hræðilega sorglegt allt saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár