Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bára býr í Brussel og segir ástandið „hræðilega sorglegt“

Bára Sig­fús­dótt­ir dans­höf­und­ur býr í Brus­sel og er sleg­in yf­ir at­burð­um dags­ins.

Bára býr í Brussel og segir ástandið „hræðilega sorglegt“

Danshöfundurinn Bára Sigfúsdóttir er búsett St. Gilles hverfinu í Brussel og hefur ákveðið að halda sig heima við í dag vegna hryðjuverkaárásanna í miðborginni í morgun.

Í morgun ollu fjölmargar sprengingar því að minnst 34 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á flugvelli og lestarstöð í Brussel, höfuðborg Belgíu, fyrr í dag. Tuttugu eru sagðir hafa látist á neðanjarðarlestarstöðinni og 14 á flugvellinum. Talið er að mun fleiri hafi særst alvarlega í árásunum.

Bára var sem betur fer ekki nálægt árásunum, en segist heyra mikið í sírenum í hverfinu. Þá segir hún skrítna stemmningu vera í borginni. „Maður er auðvitað mjög sleginn, eins og aðrir. Þetta ristir dýpra þegar að þetta er svona nálægt manni.“ 

„Lífið heldur áfram fyrir þá sem misstu ekki mikið í dag. En maður fær keim af því hvernig fólk hefur það annars staðar í heiminum, þar sem það er ekki er eins öruggt að búa eins og hefur verið hér í Evrópu fram til þessa,“ segir Bára. 

Hún hefur búið í Brussel síðastliðin átta ár. Hún segir þetta vera dásamlega borg og vonar að andinn í borginni haldist sá sami. En núna er ástandið „hræðilega sorglegt allt saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár