Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna til landsins endurspeglast þannig einna best í fjölgun hótela og minjagripaverslana í miðbænum. Minjagripasala hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og sífellt fleiri vilja bita af kökunni. Á sama tíma dregst saman verslun Íslendinga í miðbænum. Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi 153,2 milljónir króna í gjafa- og minjagripaverslunum í apríl síðastliðnum, sem er 43 prósenta hækkun frá síðasta ári.
Lífvænlegur rekstur allt árið
Stundin ræddi við nokkra kaupmenn minjagripaverslana í miðbænum og merkja þeir flestir aukna samkeppni á þessum markaði á undanförnum fáeinum árum. Guðný Helga Guðnadóttir er ein þeirra sem blaðamaður ræddi við en hún er verslunarstjóri hjá Islandiu við Bankastræti. Guðný segir þróun síðustu ára fyrst og fremst felast í aukningu ferðamanna yfir vetrartímann. Aðspurð hvaða vörum ferðamenn séu að leita eftir segir Guðný það helst vera boli, lyklakippur og segla. „Svo eru alltaf einhverjir sem leita að íslensku handverki. Það hefur breyst mikið á undanförnum árum og er orðið mun vandaðra,“ segir hún.
„Mesta aukningin í erlendum ferðamönnum eru þessir „ódýrari“ ferðamenn eða „easy-jet“ ferðamönnum. Þeir vilja ódýrari minjagripi,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans, í samtali við Stundina. Penninn rekur tvær minjagripaverslanir í Reykjavík auk þess sem minjagripir eru seldir í verslunum Pennans.
Umhverfið fjandsamlegt öðrum rekstri
Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir minjagripaverslunum hafi fjölgað verulega á Laugaveginum á sama tíma og aðrir verslunareigendur finna fyrir viðvarandi viðskiptalegum flótta. Umhverfið sé orðið fjandsamlegt öðrum rekstri og kaupmenn séu mjög uggandi yfir minnkandi verslun við Íslendinga. „Miðað við það ástand sem blessaður Laugavegurinn á við að
Athugasemdir