Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lundabúðir og hótel

Minja­gripa­sala hef­ur auk­ist veru­lega und­an­far­in ár. Formað­ur Sam­taka kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg seg­ir um­hverf­ið í mið­bæn­um orð­ið fjand­sam­legt öðr­um rekstri. Borg­ar­ráð hef­ur sett þak á upp­bygg­ingu hót­ela í mið­bæn­um.

Lundabúðir og hótel

Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna til landsins endurspeglast þannig einna best í fjölgun hótela og minjagripaverslana í miðbænum. Minjagripasala hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og sífellt fleiri vilja bita af kökunni. Á sama tíma dregst saman verslun Íslendinga í miðbænum. Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi 153,2 milljónir króna í gjafa- og minjagripaverslunum í apríl síðastliðnum, sem er 43 prósenta hækkun frá síðasta ári.

Lífvænlegur rekstur allt árið

Stundin ræddi við nokkra kaupmenn minjagripaverslana í miðbænum og merkja þeir flestir aukna samkeppni á þessum markaði á undanförnum fáeinum árum. Guðný Helga Guðnadóttir er ein þeirra sem blaðamaður ræddi við en hún er verslunarstjóri hjá Islandiu við Bankastræti. Guðný segir þróun síðustu ára fyrst og fremst felast í aukningu ferðamanna yfir vetrartímann. Aðspurð hvaða vörum ferðamenn séu að leita eftir segir Guðný það helst vera boli, lyklakippur og segla. „Svo eru alltaf einhverjir sem leita að íslensku handverki. Það hefur breyst mikið á undanförnum árum og er orðið mun vandaðra,“ segir hún.

„Mesta aukningin í erlendum ferðamönnum eru þessir „ódýrari“ ferðamenn eða „easy-jet“ ferðamönnum. Þeir vilja ódýrari minjagripi,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans, í samtali við Stundina. Penninn rekur tvær minjagripaverslanir í Reykjavík auk þess sem minjagripir eru seldir í verslunum Pennans.

Umhverfið fjandsamlegt öðrum rekstri

Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir minjagripaverslunum hafi fjölgað verulega á Laugaveginum á sama tíma og aðrir verslunareigendur finna fyrir viðvarandi viðskiptalegum flótta. Umhverfið sé orðið fjandsamlegt öðrum rekstri og kaupmenn séu mjög uggandi yfir minnkandi verslun við Íslendinga. „Miðað við það ástand sem blessaður Laugavegurinn á við að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár