Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lundabúðir og hótel

Minja­gripa­sala hef­ur auk­ist veru­lega und­an­far­in ár. Formað­ur Sam­taka kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg seg­ir um­hverf­ið í mið­bæn­um orð­ið fjand­sam­legt öðr­um rekstri. Borg­ar­ráð hef­ur sett þak á upp­bygg­ingu hót­ela í mið­bæn­um.

Lundabúðir og hótel

Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna til landsins endurspeglast þannig einna best í fjölgun hótela og minjagripaverslana í miðbænum. Minjagripasala hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og sífellt fleiri vilja bita af kökunni. Á sama tíma dregst saman verslun Íslendinga í miðbænum. Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi 153,2 milljónir króna í gjafa- og minjagripaverslunum í apríl síðastliðnum, sem er 43 prósenta hækkun frá síðasta ári.

Lífvænlegur rekstur allt árið

Stundin ræddi við nokkra kaupmenn minjagripaverslana í miðbænum og merkja þeir flestir aukna samkeppni á þessum markaði á undanförnum fáeinum árum. Guðný Helga Guðnadóttir er ein þeirra sem blaðamaður ræddi við en hún er verslunarstjóri hjá Islandiu við Bankastræti. Guðný segir þróun síðustu ára fyrst og fremst felast í aukningu ferðamanna yfir vetrartímann. Aðspurð hvaða vörum ferðamenn séu að leita eftir segir Guðný það helst vera boli, lyklakippur og segla. „Svo eru alltaf einhverjir sem leita að íslensku handverki. Það hefur breyst mikið á undanförnum árum og er orðið mun vandaðra,“ segir hún.

„Mesta aukningin í erlendum ferðamönnum eru þessir „ódýrari“ ferðamenn eða „easy-jet“ ferðamönnum. Þeir vilja ódýrari minjagripi,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans, í samtali við Stundina. Penninn rekur tvær minjagripaverslanir í Reykjavík auk þess sem minjagripir eru seldir í verslunum Pennans.

Umhverfið fjandsamlegt öðrum rekstri

Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir minjagripaverslunum hafi fjölgað verulega á Laugaveginum á sama tíma og aðrir verslunareigendur finna fyrir viðvarandi viðskiptalegum flótta. Umhverfið sé orðið fjandsamlegt öðrum rekstri og kaupmenn séu mjög uggandi yfir minnkandi verslun við Íslendinga. „Miðað við það ástand sem blessaður Laugavegurinn á við að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu