Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lundabúðir og hótel

Minja­gripa­sala hef­ur auk­ist veru­lega und­an­far­in ár. Formað­ur Sam­taka kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg seg­ir um­hverf­ið í mið­bæn­um orð­ið fjand­sam­legt öðr­um rekstri. Borg­ar­ráð hef­ur sett þak á upp­bygg­ingu hót­ela í mið­bæn­um.

Lundabúðir og hótel

Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna til landsins endurspeglast þannig einna best í fjölgun hótela og minjagripaverslana í miðbænum. Minjagripasala hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og sífellt fleiri vilja bita af kökunni. Á sama tíma dregst saman verslun Íslendinga í miðbænum. Erlendir ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi 153,2 milljónir króna í gjafa- og minjagripaverslunum í apríl síðastliðnum, sem er 43 prósenta hækkun frá síðasta ári.

Lífvænlegur rekstur allt árið

Stundin ræddi við nokkra kaupmenn minjagripaverslana í miðbænum og merkja þeir flestir aukna samkeppni á þessum markaði á undanförnum fáeinum árum. Guðný Helga Guðnadóttir er ein þeirra sem blaðamaður ræddi við en hún er verslunarstjóri hjá Islandiu við Bankastræti. Guðný segir þróun síðustu ára fyrst og fremst felast í aukningu ferðamanna yfir vetrartímann. Aðspurð hvaða vörum ferðamenn séu að leita eftir segir Guðný það helst vera boli, lyklakippur og segla. „Svo eru alltaf einhverjir sem leita að íslensku handverki. Það hefur breyst mikið á undanförnum árum og er orðið mun vandaðra,“ segir hún.

„Mesta aukningin í erlendum ferðamönnum eru þessir „ódýrari“ ferðamenn eða „easy-jet“ ferðamönnum. Þeir vilja ódýrari minjagripi,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs Pennans, í samtali við Stundina. Penninn rekur tvær minjagripaverslanir í Reykjavík auk þess sem minjagripir eru seldir í verslunum Pennans.

Umhverfið fjandsamlegt öðrum rekstri

Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir minjagripaverslunum hafi fjölgað verulega á Laugaveginum á sama tíma og aðrir verslunareigendur finna fyrir viðvarandi viðskiptalegum flótta. Umhverfið sé orðið fjandsamlegt öðrum rekstri og kaupmenn séu mjög uggandi yfir minnkandi verslun við Íslendinga. „Miðað við það ástand sem blessaður Laugavegurinn á við að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár