Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglulið sent að Hvaleyrarvatni vegna sögusagna

Lög­regl­an var send að Hval­eyr­ar­vatni við Hafn­ar­fjörð. Stór hóp­ur fólks hef­ur safn­ast þar sam­an vegna óstað­festra full­yrð­inga á sam­fé­lags­miðl­um.

Lögreglulið sent að Hvaleyrarvatni vegna sögusagna

Lögreglulið var sent að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð fyrir skemmstu eftir þrálátar yfirlýsingar á samfélagsmiðlum um líkfund. 

Grímur Grímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík, staðfesti þetta í samtali við Stundina um miðnætti. Hann gat þá ekki staðfest að aðgerðin tengdist leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Hann sagði þó að enginn skipuleg leit, hvorki hjá lögreglu né hjá björgunarsveitunum, hefði átt sér stað á svæðinu. 

Margar óljósar sögusagnir og óstaðfestar fullyrðingar hafa gengið milli fólks um mál Birnu Brjánsdóttur í dag. 

Fjölmennur hópur fólks hefur safnast saman á svæðinu. Hópurinn er hvorki á vegum lögreglu né björgunarsveita. Upplýsingar af lögregluútkallinu voru að öðru leyti óljósar.

Blaðamaður Stundarinnar kannaði málið á vettvangi. Þar er enn mikill fjöldi fólks en engar lögregluaðgerðir. 

Uppfært klukkan 01.15: Lögregla hefur nú kannað málið á vettvangi á grundvelli þess orðróms sem gekk á samfélagsmiðlum um að lík Birnu hefði fundist í Hvaleyrarvatni. Tilkynningin barst ekki í gegnum hefðbundnar leiðir, með símhringingu í gegnum neyðarlínu. Lögreglan hvetur fólk að tilkynna ábendingar um neyðarlínu en láta vera að dreifa sögusögnum á samfélagsmiðlum.

Stundin ræddi við lögreglu fyrir birtingu fréttarinnar og mun halda áfram að birta fréttir af málinu byggðar á staðfestingum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár