Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglulið sent að Hvaleyrarvatni vegna sögusagna

Lög­regl­an var send að Hval­eyr­ar­vatni við Hafn­ar­fjörð. Stór hóp­ur fólks hef­ur safn­ast þar sam­an vegna óstað­festra full­yrð­inga á sam­fé­lags­miðl­um.

Lögreglulið sent að Hvaleyrarvatni vegna sögusagna

Lögreglulið var sent að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð fyrir skemmstu eftir þrálátar yfirlýsingar á samfélagsmiðlum um líkfund. 

Grímur Grímsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík, staðfesti þetta í samtali við Stundina um miðnætti. Hann gat þá ekki staðfest að aðgerðin tengdist leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Hann sagði þó að enginn skipuleg leit, hvorki hjá lögreglu né hjá björgunarsveitunum, hefði átt sér stað á svæðinu. 

Margar óljósar sögusagnir og óstaðfestar fullyrðingar hafa gengið milli fólks um mál Birnu Brjánsdóttur í dag. 

Fjölmennur hópur fólks hefur safnast saman á svæðinu. Hópurinn er hvorki á vegum lögreglu né björgunarsveita. Upplýsingar af lögregluútkallinu voru að öðru leyti óljósar.

Blaðamaður Stundarinnar kannaði málið á vettvangi. Þar er enn mikill fjöldi fólks en engar lögregluaðgerðir. 

Uppfært klukkan 01.15: Lögregla hefur nú kannað málið á vettvangi á grundvelli þess orðróms sem gekk á samfélagsmiðlum um að lík Birnu hefði fundist í Hvaleyrarvatni. Tilkynningin barst ekki í gegnum hefðbundnar leiðir, með símhringingu í gegnum neyðarlínu. Lögreglan hvetur fólk að tilkynna ábendingar um neyðarlínu en láta vera að dreifa sögusögnum á samfélagsmiðlum.

Stundin ræddi við lögreglu fyrir birtingu fréttarinnar og mun halda áfram að birta fréttir af málinu byggðar á staðfestingum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár