Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Héraðsdómur: Lögreglan mátti taka farsíma af manni og þurrka út myndir

Rík­ið sýkn­að af skaða­bóta­kröfu Em­ils Thor­ar­en­sen sem var hand­tek­inn fyr­ir að mynda lög­reglu­mann við störf. Lög­reglu­mað­ur­inn af­máði mynd­ir úr farsíma hans. Dóm­ar­inn tel­ur að und­ir­rit­uð sátt vegna hand­tök­unn­ar skipti máli. Fyr­ir­vari fang­ans við sátt­ar­gerð að engu hafð­ur.

Héraðsdómur: Lögreglan mátti taka farsíma af manni og þurrka út myndir
Stefnandinn Emil Thorarensen stefndi ríkinu vegna þess að lögreglumaður á Austfjörðum þurrkaði út myndir í leyfisleysi. Dómari telur að lögreglu sé heimilt að eiga við farsíma fólks.

Íslenska ríkinu ber ekki að greiða ungum manni bætur vegna þess að lögreglumaður þurrkaði myndir úr síma hans. Sigrún Guðmundsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kvað upp þann dóm en jafnframt var þolandanum ekki gert að greiða kostnað vegna málsins.

Málsatvik voru þau að 12. júlí 2015 var stefnandi, Emil Thorarensen, handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og taka símamyndir á vettvangi. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna óláta og slagsmála á tjaldstæði á Neskaupsstað. Sá sem stefnandi átti í deilu við, hlýddi fyrirmælum lögreglu og fór af vettvangi. Hóf stefnandi að taka upp afskipti lögreglunnar á farsíma sinn. Lögreglumaður á vettvangi krafðist þess að stefnandi léti af myndbandsupptöku. Hann varð ekki við því. Stefnandi var í framhaldinu handtekinn og lokaður í fangaklefa í 40 mínútur. Við handtökuna var farsími hans tekinn af honum og eyddi lögreglumaðurinn myndböndum á meðan eigandi símans var frelsissviptur. Hinn handtekni féllst skriflega á að greiða sekt en setti þann fyrirvara að hann mótmælti inngripum lögreglunnar í símann. Emil gerði í framhaldinu bótakröfu á hendur íslenska ríkinu upp á 800 þúsund krónur sem var hafnað. 

Ríkið verst

Fulltrúi ríkisins benti á að Emil hafi verið handtekinn þar sem hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hafi þannig brotið gegn 19. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Með því að undirrita sáttina hafi hinn handtekni viðurkennt þá háttsemi með því að samþykkja sáttaboð sem liggur fyrir í málinu. Kröfugerð í stefnu sé þannig í andstöðu við þá háttsemi stefnanda að viðurkenna sekt sína með því að undirrita sáttina. Stefndi taldi í vörn sinni að málinu hefði lokið með undirrituninni.

Varðandi eyðingu á upptökum úr síma stefnanda bendir varnaraðili á að lögregla hafi ítrekað óskað eftir því að stefnandi hætti að taka upp en hann hafi ekki sinnt því. Eins og fram komi í lögregluskýrslu hafi þeim upptökum verið eytt úr símanum enda teknar upp andstætt óskum og fyrirmælum lögreglu. Beri að hafa í huga að síminn hafi verið opinn og enn kveikt á myndavélinni er lögregla hafi tekið hann í sína vörslu.

Lögreglu ögrað

Dómarinn féllst á þessi sjónarmið og sýknaði ríkið af kröfum um bætur. Engu skipti þótt stefnandi hefði greitt sektargerðina með fyrirvara. Dómarinn telur að tilgangur stefnanda með myndbandsupptökunni hafi verið sá að ögra lögreglunni og trufla við störf sín. Samkvæmt lýsingunni hafi upptökunni verið beint að andliti lögreglumannsins sem geti varla haft annan tilgang en reyna að hindra lögregluna í störfum sínum.

„Með vísan til alls þess sem að framan greinir hefur stefnandi sjálfur stuðlað, í skilningi síðari málsliðar 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á, og hefur eins og atvikum er háttað fyrirgert rétti til bóta samkvæmt 1. mgr. sömu lagagreinar. Þar fyrir utan er vanreifað af hálfu stefnanda hver miski hans er að hafa ekki andlitsmyndir af lögreglumanni í síma sínum. Að virtri ofangreindri atburðarás er því einnig hafnað að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Því er niðurstaða málsins sú að stefndi er sýknaður af öllum kröfum stefnanda,” segir í dómi Sigrúnar Guðmundsdóttur dómara sem jafnfram úrskurðaði að málskostnaður falli niður.

Til skoðunar er að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár