Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi mannanna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík, birtir myndskeið úr íbúðinni á Facebook. Þá gefur hann í skyn að mennirnir muni leita réttar síns vegna forsíðugreinar Fréttablaðsins af málinu í gær auk þess sem farið verði í hart gegn þeim sem nafngreint hafa mennina og birt myndir af þeim á samfélagsmiðlum.
Lögmaðurinn skrifar: „Í Fréttablaðinu í gær, 9. nóvember 2015, var því slegið upp á forsíðu, að íbúð í Hlíðunum hafi verið útbúin til nauðgana. Hér er myndband af íbúðinni. Dæmi nú hver fyrir sig. Engu að síður kýs aðalritstjóri Fréttablaðsins að berja höfðinu við steininn og segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að Fréttablaðið standi við fréttina. Kærðu neita alfarið sök og styðja gögn málsins og vitnisburðir framburð þeirra. Aftaka kærðu á netinu í gær mun verða íslendingum til vansa um aldir alda. Á því ber Fréttablaðið fulla ábyrgð ásamt hlutaðeigandi mykjudreifurum. Á þá ábyrgð mun reyna.“
Stundin hefur fjallað ítarlega um málið:
Grunaður nauðgari með drottnunarblæti
„Lögreglan getur ekki tryggt öryggi“
Hvetja til ofbeldis gegn meintum nauðgurum
Meintir nauðgarar báðir farnir úr landi?
Meintum raðnauðgurum sleppt
Athugasemdir