Myndlistarkonan Vilborg Bjarkadóttir gaf á dögunum út sína fyrstu ljóðabók, „með brjóstin úti“. Hún eignaðist fyrir nokkrum misserum sitt fyrsta barn, og er bókin einskonar afkvæmi barnsins og Vilborgar. Bókin inniheldur flokk ljóða og myndverka eftir Vilborgu, sem lýsa reynslu konu af meðgöngu og fæðingu barns.
Þó svo að ég sé karlmaður, fannst mér ég fá tilfinningu fyrir því við lestur bókarinnar hversu algjörlega súrrealískt ferli meðganga og móðurhlutverkið er. Vilborg lýsir því hvernig hormón dælast í alla mögulega króka og kima kvenlíkamans til þess að gera hann kláran í barnsburð. Smám saman verður manneskja til innan í kvenlíkamanum. Brjóst, sem fram að þessu hafa aðeins gegnt fagurfræðilegu hlutverki, tútna út og fara að leka brodd. Allt gildnar
Athugasemdir