Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eldar mat sem minnir á mömmu

Í eld­hús­inu er Pattra Sriyanonge bæði und­ir áhrif­um af taí­lensk­um upp­runa sín­um og dönsk­um lífs­stíl. Hún býr í Árós­um ásamt eig­in­manni sín­um, Theó­dór Elm­ari Bjarna­syni, og ný­fædd­um syni þeirra. Hún deil­ir með­al ann­ars með les­end­um minn­ing­um af taí­lensku nauta­sal­ati og súr­deigs­brauði að hætti Dana. 

Eldar mat sem minnir á mömmu
Pattra Sriyanonge Hún er taílensk að uppruna og eldar oft mat sem minnir hana á æskuslóðir og mömmu sína. Mynd: Úr einkasafni

1 Taílenskt nautasalat 

 

 

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og er þar að auki afar vinsæll í matarboðum. Hann er líka býsna auðveldur og fljótlegur. Salatið minnir mig á mömmu en hún var dugleg að elda bragðsterkan taílenskan mat ofan í mig í æsku, eftir að við fluttum frá Taílandi og settumst að á Íslandi. Ég geri þetta aldrei nákvæmlega eins, því ég nota ekki uppskriftir, en í salatinu er tilbúið salatmix með gulrótum í, mynta, kóríander, vorlaukur, rauðlaukur, gúrka, jarðhnetur og baunaspírur. Allt grænmetið er skorið niður og því komið fyrir í skál. Síðan strái ég jarðhnetunum yfir. Þá er komið að því að útbúa dressinguna. Ég blanda saman í skál um það bil 3 matskeiðum af hoisin-sósu, tveimur matskeiðum af sojasósu, fiskisósu og hvítvínsediki. Svo bæti ég við safa úr heilu lime-i og chili eftir smekk. Út í fer svo hvítlauksduft, þurrkað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár