Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eldar mat sem minnir á mömmu

Í eld­hús­inu er Pattra Sriyanonge bæði und­ir áhrif­um af taí­lensk­um upp­runa sín­um og dönsk­um lífs­stíl. Hún býr í Árós­um ásamt eig­in­manni sín­um, Theó­dór Elm­ari Bjarna­syni, og ný­fædd­um syni þeirra. Hún deil­ir með­al ann­ars með les­end­um minn­ing­um af taí­lensku nauta­sal­ati og súr­deigs­brauði að hætti Dana. 

Eldar mat sem minnir á mömmu
Pattra Sriyanonge Hún er taílensk að uppruna og eldar oft mat sem minnir hana á æskuslóðir og mömmu sína. Mynd: Úr einkasafni

1 Taílenskt nautasalat 

 

 

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og er þar að auki afar vinsæll í matarboðum. Hann er líka býsna auðveldur og fljótlegur. Salatið minnir mig á mömmu en hún var dugleg að elda bragðsterkan taílenskan mat ofan í mig í æsku, eftir að við fluttum frá Taílandi og settumst að á Íslandi. Ég geri þetta aldrei nákvæmlega eins, því ég nota ekki uppskriftir, en í salatinu er tilbúið salatmix með gulrótum í, mynta, kóríander, vorlaukur, rauðlaukur, gúrka, jarðhnetur og baunaspírur. Allt grænmetið er skorið niður og því komið fyrir í skál. Síðan strái ég jarðhnetunum yfir. Þá er komið að því að útbúa dressinguna. Ég blanda saman í skál um það bil 3 matskeiðum af hoisin-sósu, tveimur matskeiðum af sojasósu, fiskisósu og hvítvínsediki. Svo bæti ég við safa úr heilu lime-i og chili eftir smekk. Út í fer svo hvítlauksduft, þurrkað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár