1 Taílenskt nautasalat
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og er þar að auki afar vinsæll í matarboðum. Hann er líka býsna auðveldur og fljótlegur. Salatið minnir mig á mömmu en hún var dugleg að elda bragðsterkan taílenskan mat ofan í mig í æsku, eftir að við fluttum frá Taílandi og settumst að á Íslandi. Ég geri þetta aldrei nákvæmlega eins, því ég nota ekki uppskriftir, en í salatinu er tilbúið salatmix með gulrótum í, mynta, kóríander, vorlaukur, rauðlaukur, gúrka, jarðhnetur og baunaspírur. Allt grænmetið er skorið niður og því komið fyrir í skál. Síðan strái ég jarðhnetunum yfir. Þá er komið að því að útbúa dressinguna. Ég blanda saman í skál um það bil 3 matskeiðum af hoisin-sósu, tveimur matskeiðum af sojasósu, fiskisósu og hvítvínsediki. Svo bæti ég við safa úr heilu lime-i og chili eftir smekk. Út í fer svo hvítlauksduft, þurrkað …
Athugasemdir