1Gallette með frönskum geitaosti, valhnetum og hunangi
Þegar ég bjó í París fékk ég mér í fyrstu alltaf crêpes með nutella og banana. Fljótlega fór ég að færa mig yfir í crêpes sem eru ekki eins sæt og eru kölluð gallette og varð háð. Eftir að ég kom til Íslands gat ég ekki annað en að fara aftur til Frakklands til að læra almennilega að gera crêpes.
Ég fór á sveitabæ í krummaskuði á Brittaníuskaga og var þar í viku. Frá morgni til kvölds lærði ég crêpes-gerð, með nýrri uppskrift á hverjum degi. Á leiðinni heim til Íslands keypti ég mér crêpes-pönnu og stofnaði síðan mitt eigið crêperí, Amo Crêpes. Uppáhaldið mitt er ósæt pönnukaka með frönskum geitaosti, valhnetum og hunangi. Svo er gott að setja dass af káli yfir.
2Grænmetislasagnað hennar mömmu
Þegar ég var lítil þurfti mamma að fjarlægja lasagnað …
Athugasemdir