Stolin kókómjólk
Ég á mikla prakkaraminningu um kókómjólk. Þegar ég var í frístund eftir skóla í svona öðrum eða þriðja bekk var fullorðin kona sem sat yfir okkur. Þar gátum við notað miða í skiptum fyrir mjólk í nestistímunum. Léttmjólk fyrir hvíta miða, nýmjólk fyrir bláa og kókómjólk fyrir gula (þetta var áður en Klói varð massaður). Það er nokkuð augljóst hvað litli ég vildi fá að drekka þannig að ég sat tímunum saman með félögunum og föndraði gula miða til þess að svindla út kókómjólk af gömlu konunni. Þetta var minn alvarlegasti glæpur um langt skeið en svikin kókómjólk var frábær.
„Svo horfðumst við í augu, þetta var svolítið eins og svona einvígi í kúrekamyndunum – hver nær að klára kaffið fyrst?“
Kaffi með afa
Ég var 15 ára þegar ég byrjaði að þykjast drekka kaffi. Stundum þegar ég fór og heimsótti afa minn eftir …
Athugasemdir