Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Talar beint í brotna sjálfsmynd þjóðarinnar

Pana­maskjöl­in, flótta­manna­vand­inn og átök inn­an Sam­tak­anna ‘78 eru með­al ann­ars til um­fjöll­un­ar í sýn­ing­unni Sterta­bendu í leik­stjórn Grétu Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur.

Talar beint í brotna sjálfsmynd þjóðarinnar

Þjóðleikhúsið hefur bætt við sýningum á leikverkið Stertabendu, í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur, sem fengið hefur mikið lof gagnrýnenda. Stertabenda var útskriftarverkefni Grétu Kristínar en hún útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. „Það er ótrúlega gaman þegar innsæi manns er staðfest, þegar maður veit að maður er með eitthvað gott í höndunum,“ segir hún um tækifærið sem Þjóðleikhúsið færði henni strax að lokinni útskrift. „Okkur leið þannig í hópnum. Það var mjög góð og sterk tilfinning í leikhópnum þegar við vorum að vinna þessa sýningu og okkur fannst við eiga meira inni. Það er því ótrúlega þakklátt og auðmýkjandi að fá það staðfest og fá tækifæri til þess að klára sýninguna með því að taka hana upp á næsta stig,“ segir Gréta Kristín. 

Stertabenda er upprunalega eftir þýska höfundinn Marius von Mayenburg en Gréta Kristín aðlagaði verkið að íslenskum samtíma. „Við vorum undir miklum áhrifum umræðunnar í kringum Panamaskjölin og reynum að endurspegla það ástand í verkinu,“ segir hún. „Svo tölum við líka um flóttamannavandann og friðþæginguna sem við beitum á okkur sjálf, við setjum bara einhvern í trúðabúning og syngjum „Hjálpum þeim“ í sjónvarpinu. Við komum líka inn á umræður sem voru í Samtökunum ‘78 um hver megi vera með, hver megi vera hinsegin og hver ekki.“    

Fáránlegt starf leikarans

Leikhúsmiðillinn sjálfur er til umfjöllunar í Stertabendu. Unnið með blekkingar leikhússins og sjálfsmeðvitund leikara gagnvart áhorfendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár