Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Talar beint í brotna sjálfsmynd þjóðarinnar

Pana­maskjöl­in, flótta­manna­vand­inn og átök inn­an Sam­tak­anna ‘78 eru með­al ann­ars til um­fjöll­un­ar í sýn­ing­unni Sterta­bendu í leik­stjórn Grétu Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur.

Talar beint í brotna sjálfsmynd þjóðarinnar

Þjóðleikhúsið hefur bætt við sýningum á leikverkið Stertabendu, í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur, sem fengið hefur mikið lof gagnrýnenda. Stertabenda var útskriftarverkefni Grétu Kristínar en hún útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. „Það er ótrúlega gaman þegar innsæi manns er staðfest, þegar maður veit að maður er með eitthvað gott í höndunum,“ segir hún um tækifærið sem Þjóðleikhúsið færði henni strax að lokinni útskrift. „Okkur leið þannig í hópnum. Það var mjög góð og sterk tilfinning í leikhópnum þegar við vorum að vinna þessa sýningu og okkur fannst við eiga meira inni. Það er því ótrúlega þakklátt og auðmýkjandi að fá það staðfest og fá tækifæri til þess að klára sýninguna með því að taka hana upp á næsta stig,“ segir Gréta Kristín. 

Stertabenda er upprunalega eftir þýska höfundinn Marius von Mayenburg en Gréta Kristín aðlagaði verkið að íslenskum samtíma. „Við vorum undir miklum áhrifum umræðunnar í kringum Panamaskjölin og reynum að endurspegla það ástand í verkinu,“ segir hún. „Svo tölum við líka um flóttamannavandann og friðþæginguna sem við beitum á okkur sjálf, við setjum bara einhvern í trúðabúning og syngjum „Hjálpum þeim“ í sjónvarpinu. Við komum líka inn á umræður sem voru í Samtökunum ‘78 um hver megi vera með, hver megi vera hinsegin og hver ekki.“    

Fáránlegt starf leikarans

Leikhúsmiðillinn sjálfur er til umfjöllunar í Stertabendu. Unnið með blekkingar leikhússins og sjálfsmeðvitund leikara gagnvart áhorfendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár