Landsvirkjun á aflandsfélag í Bermúda sem veltir umtalsverðum upphæðum. Um er að ræða félagið Icelandic Power Insurance Ltd. sem var stofnað árið 2003 í þeim tilgangi að lækka tryggingaiðgjöld vegna stærri eigna og áhættu í rekstri Landsvirkjunar. Í dag á félagið hátt í 700 milljónir króna í eigið fé, eða rúmlega 5,5 milljónir Bandaríkjadala.
Í stjórn félagsins sitja forráðamenn Landsvirkjunar, auk heimamanna á Bermúda. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, sat í stjórninni um tíma og sótti meðal annars aðalfund þess til Bermúda. Nú situr Rafnar Lárusson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, í stjórninni.
„Það er mjög algengt að eignamikil fyrirtæki bjóði sjálf út sínar tryggingar til að spara rekstrarkostnað. Mér skilst að það hafi verið
Athugasemdir