Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lagði til að aðgerðir á konum með krabbamein yrðu einkavæddar

Einka­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in ehf. reyndi að ná til sín að­gerð­um á krabba­meins­sjúk­um kon­um af Land­spít­al­an­um og stofna „sér­hæfða brjóstamið­stöð“. Um 1.200 ís­lensk­ar kon­ur eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ingu sem get­ur vald­ið brjóstakrabba­meini og ætl­aði Klíník­in að reyna að þjón­usta þess­ar kon­ur sér­stak­lega.

Lagði til að aðgerðir á  konum með krabbamein yrðu einkavæddar
Aukin einkavæðing stöðvuð Klíníkin, sem er meðal annars í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfélagið EVU Consortium, reyndi að fá leyfi til að gera umfangsmiklar aðgerðir á konum með brjóstakrabbamein en heilbrigðisráðuneytið hafnaði því.

Hér er því lagt til að heimilað verði að þær sérhæfðu brjóstaskurðaðgerðir sem undirritaður hefur sinnt innan LSH verði framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni,“ segir í bréfi frá Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, brjóstaskurðlækni og eins af stofnendum lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, til Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra þann 22. október í fyrra.

Klíníkin er lækningafyrirtæki sem nýverið opnaði í Ármúla 9 sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur, nokkurra lækna og lífeyrissjóða. Lækningafyrirtækið hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar vegna opnunar fyrirtækisins en heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. er einnig í eigu þeirra Ásdísar Höllu, Ástu og tólf lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfyrirtækið EVU Consortium.

Í bréfinu ræddi Kristján Skúli um stofnun „sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar“ á Íslandi sem reka átti utan Landspítalans og sem þjónusta átti konur með brjóstakrabbamein og konur sem líklegar eru til að fá þann sjúkdóm. Kristján Skúli lagði til tvær mögulegar leiðir til að gera þetta en báðar miðuðu þær að því að Brjóstamistöðin, fyrirtæki hans, fengi fjármuni frá ríkinu til að gera aðgerðirnar. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. Annað hvort að samið verði sérstaklega við Brjóstamiðstöðina um tiltekna fyrirfram ákveðna fjárhæð og fjölda aðgerða sem eyrnamerktar eru miðstöðinni eða þá að ofangreindar aðgerðir verði settar á lista yfir þær aðgerðir sem greiddar eru af SÍ í samræmi við rammasamning sérfræðilækna.“

Þrenns konar krabbameinsaðgerðir

Í bréfinu reyndi Kristján Skúli því að sannfæra heilbrigðisráðuneytið um að heimila Brjóstamiðstöðinni, einkafyrirtæki Kristjáns Skúla sem starfa á innan Klíníkurinnar, að flytja brjóstaskurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein frá Landspítalanum og yfir til hins nýja einkafyrirtækis. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerðir á sviði brjóstakrabbameins hjá konum: Aðgerðir á konum sem komnar eru með krabbamein í brjóst sín, skurðaðgerðir þar sem brjóst kvenna eru enduruppbyggð eftir krabbameinsmeðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem ekki eru komnar með krabbameinið en sem gætu fengið í ljósi þess að þær eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar, BRCAI og BRCAII, sem valdið geta brjóstakrabbameini. 

Kristján Skúli hefur hingað til verið eini skurðlæknirinn á Íslandi sem hefur framkvæmt skurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein og svo enduruppbyggt brjóstin í sömu aðgerðinni. Öllum heimildum ber saman um Kristján Skúli sé einstaklega fær skurðlæknir.

Erfitt að „manna þjónustuna“ eftir að Kristján hætti

Landspítalinn hafði framkvæmt þessar þrjár gerðir af skurðaðgerðum á grundvelli samnings við Krabbameinsfélag Íslands en sá samningur  rann út árið 2014 og ekki var hægt að endurnýja hann vegna erfiðleika við að „manna þjónustuna“ eins og segir í svarbréfi ráðuneytisins til Kristjáns Skúla frá 29. apríl síðastliðinn. Í því svarbréfi frá heilbrigðisráðuneytinu er beiðni Kristjáns Skúla um að fá að gera aðgerðirnar og njóta fjármögnunar frá Sjúktrayggingum Íslands hafnað.

Ein ástæða fyrir því að erfitt var að „manna þjónustuna“ var sú að Kristján Skúli hætti á Landspítalanum til að stofna áðurnefnt einkafyrirtæki en hann hafði verið sá skurðlæknir innan Landspítalans sem hafði framkvæmt flestar fyrirbyggjandi brjóstakrabbameinsaðgerðir og eins þær aðgerðir þar sem krabbamein var skorið úr brjóstum kvenna og þau endurbyggð, á spítalanum á árunum 2010 til 2014. Í svari frá Landspítalanum segir um þetta að 21 fyrirbyggjandi aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítalanum á árunum 2010 til 2014 og á sama tíma voru framkvæmdar 115 brjóstnáms- og brjóstauppbyggingaraðgerðir en Kristján Skúli var þá eini skurðlækirinn sem gat gert síðastnefndu aðgerðina. Í svarinu segir um fyrirbyggjandi aðgerðirnar að Kristján Skúli hafi komið að „flest öllum þessum aðgerðum ásamt öðrum sérfræðingum eins og brjóstaskurðlækni og kvensjúkdómalækni“. Þá var framkvæmd alls 1121 skurðaðgerð á Landspítalanum þar sem krabbamein var fjarlægt úr brjóstum kvenna og hefur Kristján Skúli einnig framkvæmt margar þeirra ásamt öðrum sérfræðingum á spítalanum. 

Kristján Skúli var því augljóslega afar mikilvægur starfsmaður innan Landspítalans þar sem sérhæfing hans er mikil. Á þetta benti Kristján Skúli líka sjálfur í bréfi sínu til Kristjáns Þórs í fyrra: „Á undanförnum árum hafa kröfur kvenna til betri útlitslegrar útkomu vaxið og því hefur sérhæfðum aðgerðum fjölgað mikið, en þær fela í sér að skera burt brjóstakrabbamein og byggja upp brjóst (að hluta eða öllu leyti) í sömu aðgerð. Þessar aðgerðir, líkt og aðrar brjóstaskurðaðgerðir, eru nú framkvæmdar innan almennrar skurðlækningadeildar á LSH þar sem undirritaður hefur starfað frá 2007 en á undanförnum 4-5 árum hefur meirihluti þessara sérhæfðu aðgerða á Íslandi verið framkvæmdar af undirrituðum.“

Kristján Skúli var því í góðri stöðu til að taka sína sérþekkingu með sér út af Landspítalanum og bjóða upp á sömu þjónustu í einkareknu lækningafyrirtæki. Eftir að Kristján Skúli hætti á spítalanum hefur Landspítalinn hins vegar þjálfað aðra skurðlækna upp í þessum aðgerðum en að mati sumra brjóstaskurðlækna er jafnvel talið betra að gera tvær aðgerðir í stað einnar þegar krabbamein er fjarlægt úr brjóstum og þau uppbyggð í kjölfarið. Þessi háttur er hafður á nú innan Landspítalans. 

Horft til kvenna með BRCA stökkbreytingar

Í bréfi Kristjáns Skúla ræðir hann umtalsvert um fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRCAI og BRCAII stökkbreytingarnar sem valdið geta brjóstakrabbameini. Þetta er umræðuefni sem Kristján hefur verið tíðrætt um enda er hægt að koma í veg fyrir krabbamein hjá þessum konum með fyrirbyggjandi skurðaðgerðum. Þekktasta dæmið um konu sem farið hefur í slíka fyrirbyggjandi brottnámsaðgerð er bandaríska leikkonan Angelina Jolie. Í viðtali við Kristján Skúla í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom fram að frá árinu 2008 hefðu um fimmtíu konur á Íslandi farið í slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir og tólf síðastliðið ár. 

Í fyrirlestri um brjóstakrabbamein hjá Íslenskri erfðagreiningu síðla árs í fyrra undirstrikaði Kristján Skúli umfang vandamálsins varðandi BRCA-stökkbreytingarnar. „Ef við skoðum allar konur hérna í þjóðfélaginu þá er það ein af hverjum níu sem munu fá brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni, 11 prósent af þessum konum. Æviáhætta þeirra kvenna, sem eru með þessa íslensku stökkbreytingu, BRCAII langoftast, á að fá sjúkdóminn er þá 60 til 80 prósent. Þetta er sjö til áttföld áhætta miðað við venjulega konu.“

Í bréfinu til Kristjáns Þórs sagði Kristján Skúli að hann byggist við að á milli 300 til 400 konur myndu vilja fara í fyrirbyggjandi aðgerð vegna brjóstakrabbameins á næstu árum. „Innan Brjóstamiðstöðvarinnar verður hins vegar lögð áhersla á að sinna forvörnum fyrir konur sem eru í aukinni hættu vegna ættgengis. […] T.d. er ljóst að íslenskar konur vilja vita og munu sækjast eftir því að fá að vita hvort þær séu arfberar stökkbreytinga í BRCAI/BRCA”. Mikilvægt er að skapa faglegan vettvang til að veita þessar upplýsingar auk þess að veita sérhæfða fræðslu, stuðning og ráðgjöf en áætlað er að þetta séu nú um 1.200 konur á Íslandi og þar af eru um 600 heilbrigðar konur á skimunaraldri. Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum (brjóstnám og eggjastokkanám) og er ætlunin að þessar aðgerðir verði framkvæmdar af sérhæfðum skurðlæknum Brjóstamiðstöðvarinnar. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti konum verður veittur aðgangur að þessum upplýsingum en þegar það skýrist mun Brjóstamiðstöðin bjóðast til að starfrækja umrædda móttöku fyrir upplýsingagjöfina og ráðgjöf í framhaldinu.“

Þannig vildi Brjóstamiðstöðin einnig halda utan um viðkvæma upplýsingagjöf um arfgengi brjóstakrabbameins á Íslandi og eftir atvikum miðla þeim til þeirra kvenna sem um ræðir og þá væntanlega einnig ráðleggja þeim varðandi meðferðarúrræði.

„Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum.“

Rannsóknir Decode 

Í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir Kristján Skúli um þann hóp íslenskra kvenna sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRACAII sem valda brjóstakrabbameini. Íslenska erfðatæknifyrirtækið Decode hefur rannsakað þessar stökkbreytingar og býr því yfir mikilli 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
1
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
2
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
4
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
6
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
8
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
10
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
2
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
3
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
8
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
10
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár