Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lagði til að aðgerðir á konum með krabbamein yrðu einkavæddar

Einka­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in ehf. reyndi að ná til sín að­gerð­um á krabba­meins­sjúk­um kon­um af Land­spít­al­an­um og stofna „sér­hæfða brjóstamið­stöð“. Um 1.200 ís­lensk­ar kon­ur eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ingu sem get­ur vald­ið brjóstakrabba­meini og ætl­aði Klíník­in að reyna að þjón­usta þess­ar kon­ur sér­stak­lega.

Lagði til að aðgerðir á  konum með krabbamein yrðu einkavæddar
Aukin einkavæðing stöðvuð Klíníkin, sem er meðal annars í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfélagið EVU Consortium, reyndi að fá leyfi til að gera umfangsmiklar aðgerðir á konum með brjóstakrabbamein en heilbrigðisráðuneytið hafnaði því.

Hér er því lagt til að heimilað verði að þær sérhæfðu brjóstaskurðaðgerðir sem undirritaður hefur sinnt innan LSH verði framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni,“ segir í bréfi frá Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, brjóstaskurðlækni og eins af stofnendum lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, til Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra þann 22. október í fyrra.

Klíníkin er lækningafyrirtæki sem nýverið opnaði í Ármúla 9 sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur, nokkurra lækna og lífeyrissjóða. Lækningafyrirtækið hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar vegna opnunar fyrirtækisins en heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. er einnig í eigu þeirra Ásdísar Höllu, Ástu og tólf lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfyrirtækið EVU Consortium.

Í bréfinu ræddi Kristján Skúli um stofnun „sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar“ á Íslandi sem reka átti utan Landspítalans og sem þjónusta átti konur með brjóstakrabbamein og konur sem líklegar eru til að fá þann sjúkdóm. Kristján Skúli lagði til tvær mögulegar leiðir til að gera þetta en báðar miðuðu þær að því að Brjóstamistöðin, fyrirtæki hans, fengi fjármuni frá ríkinu til að gera aðgerðirnar. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. Annað hvort að samið verði sérstaklega við Brjóstamiðstöðina um tiltekna fyrirfram ákveðna fjárhæð og fjölda aðgerða sem eyrnamerktar eru miðstöðinni eða þá að ofangreindar aðgerðir verði settar á lista yfir þær aðgerðir sem greiddar eru af SÍ í samræmi við rammasamning sérfræðilækna.“

Þrenns konar krabbameinsaðgerðir

Í bréfinu reyndi Kristján Skúli því að sannfæra heilbrigðisráðuneytið um að heimila Brjóstamiðstöðinni, einkafyrirtæki Kristjáns Skúla sem starfa á innan Klíníkurinnar, að flytja brjóstaskurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein frá Landspítalanum og yfir til hins nýja einkafyrirtækis. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerðir á sviði brjóstakrabbameins hjá konum: Aðgerðir á konum sem komnar eru með krabbamein í brjóst sín, skurðaðgerðir þar sem brjóst kvenna eru enduruppbyggð eftir krabbameinsmeðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem ekki eru komnar með krabbameinið en sem gætu fengið í ljósi þess að þær eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar, BRCAI og BRCAII, sem valdið geta brjóstakrabbameini. 

Kristján Skúli hefur hingað til verið eini skurðlæknirinn á Íslandi sem hefur framkvæmt skurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein og svo enduruppbyggt brjóstin í sömu aðgerðinni. Öllum heimildum ber saman um Kristján Skúli sé einstaklega fær skurðlæknir.

Erfitt að „manna þjónustuna“ eftir að Kristján hætti

Landspítalinn hafði framkvæmt þessar þrjár gerðir af skurðaðgerðum á grundvelli samnings við Krabbameinsfélag Íslands en sá samningur  rann út árið 2014 og ekki var hægt að endurnýja hann vegna erfiðleika við að „manna þjónustuna“ eins og segir í svarbréfi ráðuneytisins til Kristjáns Skúla frá 29. apríl síðastliðinn. Í því svarbréfi frá heilbrigðisráðuneytinu er beiðni Kristjáns Skúla um að fá að gera aðgerðirnar og njóta fjármögnunar frá Sjúktrayggingum Íslands hafnað.

Ein ástæða fyrir því að erfitt var að „manna þjónustuna“ var sú að Kristján Skúli hætti á Landspítalanum til að stofna áðurnefnt einkafyrirtæki en hann hafði verið sá skurðlæknir innan Landspítalans sem hafði framkvæmt flestar fyrirbyggjandi brjóstakrabbameinsaðgerðir og eins þær aðgerðir þar sem krabbamein var skorið úr brjóstum kvenna og þau endurbyggð, á spítalanum á árunum 2010 til 2014. Í svari frá Landspítalanum segir um þetta að 21 fyrirbyggjandi aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítalanum á árunum 2010 til 2014 og á sama tíma voru framkvæmdar 115 brjóstnáms- og brjóstauppbyggingaraðgerðir en Kristján Skúli var þá eini skurðlækirinn sem gat gert síðastnefndu aðgerðina. Í svarinu segir um fyrirbyggjandi aðgerðirnar að Kristján Skúli hafi komið að „flest öllum þessum aðgerðum ásamt öðrum sérfræðingum eins og brjóstaskurðlækni og kvensjúkdómalækni“. Þá var framkvæmd alls 1121 skurðaðgerð á Landspítalanum þar sem krabbamein var fjarlægt úr brjóstum kvenna og hefur Kristján Skúli einnig framkvæmt margar þeirra ásamt öðrum sérfræðingum á spítalanum. 

Kristján Skúli var því augljóslega afar mikilvægur starfsmaður innan Landspítalans þar sem sérhæfing hans er mikil. Á þetta benti Kristján Skúli líka sjálfur í bréfi sínu til Kristjáns Þórs í fyrra: „Á undanförnum árum hafa kröfur kvenna til betri útlitslegrar útkomu vaxið og því hefur sérhæfðum aðgerðum fjölgað mikið, en þær fela í sér að skera burt brjóstakrabbamein og byggja upp brjóst (að hluta eða öllu leyti) í sömu aðgerð. Þessar aðgerðir, líkt og aðrar brjóstaskurðaðgerðir, eru nú framkvæmdar innan almennrar skurðlækningadeildar á LSH þar sem undirritaður hefur starfað frá 2007 en á undanförnum 4-5 árum hefur meirihluti þessara sérhæfðu aðgerða á Íslandi verið framkvæmdar af undirrituðum.“

Kristján Skúli var því í góðri stöðu til að taka sína sérþekkingu með sér út af Landspítalanum og bjóða upp á sömu þjónustu í einkareknu lækningafyrirtæki. Eftir að Kristján Skúli hætti á spítalanum hefur Landspítalinn hins vegar þjálfað aðra skurðlækna upp í þessum aðgerðum en að mati sumra brjóstaskurðlækna er jafnvel talið betra að gera tvær aðgerðir í stað einnar þegar krabbamein er fjarlægt úr brjóstum og þau uppbyggð í kjölfarið. Þessi háttur er hafður á nú innan Landspítalans. 

Horft til kvenna með BRCA stökkbreytingar

Í bréfi Kristjáns Skúla ræðir hann umtalsvert um fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRCAI og BRCAII stökkbreytingarnar sem valdið geta brjóstakrabbameini. Þetta er umræðuefni sem Kristján hefur verið tíðrætt um enda er hægt að koma í veg fyrir krabbamein hjá þessum konum með fyrirbyggjandi skurðaðgerðum. Þekktasta dæmið um konu sem farið hefur í slíka fyrirbyggjandi brottnámsaðgerð er bandaríska leikkonan Angelina Jolie. Í viðtali við Kristján Skúla í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom fram að frá árinu 2008 hefðu um fimmtíu konur á Íslandi farið í slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir og tólf síðastliðið ár. 

Í fyrirlestri um brjóstakrabbamein hjá Íslenskri erfðagreiningu síðla árs í fyrra undirstrikaði Kristján Skúli umfang vandamálsins varðandi BRCA-stökkbreytingarnar. „Ef við skoðum allar konur hérna í þjóðfélaginu þá er það ein af hverjum níu sem munu fá brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni, 11 prósent af þessum konum. Æviáhætta þeirra kvenna, sem eru með þessa íslensku stökkbreytingu, BRCAII langoftast, á að fá sjúkdóminn er þá 60 til 80 prósent. Þetta er sjö til áttföld áhætta miðað við venjulega konu.“

Í bréfinu til Kristjáns Þórs sagði Kristján Skúli að hann byggist við að á milli 300 til 400 konur myndu vilja fara í fyrirbyggjandi aðgerð vegna brjóstakrabbameins á næstu árum. „Innan Brjóstamiðstöðvarinnar verður hins vegar lögð áhersla á að sinna forvörnum fyrir konur sem eru í aukinni hættu vegna ættgengis. […] T.d. er ljóst að íslenskar konur vilja vita og munu sækjast eftir því að fá að vita hvort þær séu arfberar stökkbreytinga í BRCAI/BRCA”. Mikilvægt er að skapa faglegan vettvang til að veita þessar upplýsingar auk þess að veita sérhæfða fræðslu, stuðning og ráðgjöf en áætlað er að þetta séu nú um 1.200 konur á Íslandi og þar af eru um 600 heilbrigðar konur á skimunaraldri. Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum (brjóstnám og eggjastokkanám) og er ætlunin að þessar aðgerðir verði framkvæmdar af sérhæfðum skurðlæknum Brjóstamiðstöðvarinnar. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti konum verður veittur aðgangur að þessum upplýsingum en þegar það skýrist mun Brjóstamiðstöðin bjóðast til að starfrækja umrædda móttöku fyrir upplýsingagjöfina og ráðgjöf í framhaldinu.“

Þannig vildi Brjóstamiðstöðin einnig halda utan um viðkvæma upplýsingagjöf um arfgengi brjóstakrabbameins á Íslandi og eftir atvikum miðla þeim til þeirra kvenna sem um ræðir og þá væntanlega einnig ráðleggja þeim varðandi meðferðarúrræði.

„Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum.“

Rannsóknir Decode 

Í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir Kristján Skúli um þann hóp íslenskra kvenna sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRACAII sem valda brjóstakrabbameini. Íslenska erfðatæknifyrirtækið Decode hefur rannsakað þessar stökkbreytingar og býr því yfir mikilli 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Rúmlega 600 milljóna arðgreiðslur af tæknifrjóvgunum á Íslandi frá 2012
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Rúm­lega 600 millj­óna arð­greiðsl­ur af tækni­frjóvg­un­um á Ís­landi frá 2012

Ein­ok­un eins fyr­ir­tæk­is, Li­vio, á tækni­frjóvg­un­um á Ís­landi skil­ar hlut­höf­un­um mikl­um hagn­aði og arði. Fram­kvæmda­stjór­inn, Snorri Ein­ars­son, seg­ir hlut­haf­ana hafa fjár­fest mik­ið í aukn­um gæð­um á liðn­um ár­um. Stærsti hlut­haf­inn er sænskt tækni­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki sem rek­ur tíu sam­bæri­leg fyr­ir­tæki á Norð­ur­lönd­un­um.
Guðbjörg í Ísfélaginu orðin einn stærsti hluthafi og lánveitandi einkarekins heilbrigðisfyrirtækis
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Guð­björg í Ís­fé­lag­inu orð­in einn stærsti hlut­hafi og lán­veit­andi einka­rek­ins heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­is

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Eyj­um, er orð­in eig­andi tæp­lega þriðj­ungs hluta­fjár í einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Evu Consorti­um. Fé­lag Guð­bjarg­ar er auk þess einn stærsti lán­veit­andi Evu og veitti því 100 millj­óna króna lán í fyrra.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
6
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
7
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár