Samtökin Læknar án landamæra hafa ákveðið að hætta að taka við styrkjum frá Evrópusambandinu í mótmælaskyni við stefnu sambandsins gagnvart flóttamönnum.
„Við getum ekki þegið styrki frá ESB eða aðildarríkjum þess á sama tíma og við hlúum að fórnarlömbum stefnu þeirra. Svo einfalt er það,“ segir í Twitter-færslu frá samtökunum.
Í yfirlýsingu sem birtist á vef Lækna án landamæra í dag er sérstaklega vísað til afleiðinga samkomulagsins sem Evrópusambandið gerði við Tyrkland fyrr á árinu, en samningurinn felur meðal annars í sér að flóttamenn sem ferðast hafa frá Tyrklandi til Grikklands og ekki sótt um hæli eða ekki fengið hælisumsókn samþykkta eru sendir aftur til Tyrklands með valdi.
Athugasemdir