Læknadeild Háskóla Íslands hefur ákveðið að óþarfi sé að fram fari óháð rannsókn á plastbarkamálinu innan háskólans. Þetta var niðurstaða fundar um málið sem haldinn var á miðvikudaginn í síðustu viku samkvæmt heimildum Stundarinnar. Skiptar skoðanir voru þó á fundinum um mikilvægi óháðrar rannsóknar en einhverjir af kennurunum við deildina töldu mikilvægt að fara þá leið á meðan aðrir töldu þetta óþarfi þar sem málið væri til rannsóknar í Svíþjóð. Læknadeildin ætlar því að bíða eftir niðurstöðum úr sænsku rannsóknunum sem orðnar eru allmargar en bæði Karolinska-háskólinn og Karolinska-sjúkrahúsið hafa ráðið óháða aðila til að rannsaka málið. Þá er plastbarkamálið til rannsóknar hjá lögreglunni í Stokkhólmi sem mögulegt sakamál sem snýst um mögulegt manndráp eða hugsanlega alvarlega líkamsárás. Tillaga um rannsókn á málinu var það eina sem rætt var um á fundinum hjá læknadeild Háskóla Íslands.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið
Fundaði um málið í síðustu viku þar sem skiptar skoðanir komu fram. Sumir af kennurum læknadeildar vildu rannsaka plastbarkamálið. Deildarforseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon flutti erindi um stofnfrumur á málþingi um aðgerðina og studdi hann það mat að rannsókn væri óþarf. Háskóli Íslands, tveir íslenskir læknar og Landspítalinn tengjast málinu sem sætir mörgum rannsóknum í Svíþjóð.
Mest lesið

1
Drepin af ICE og svo sökuð um hryðjuverk
Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna sakar konu um hryðjuverk sem var skotin í höfuðið þegar hún reyndi að keyra burt frá vopnuðum meðlimum ICE-sveitar í Minneapolis.

2
Sat í stjórn og þrýsti á borgarstjóra en sver af sér hagsmuni
Pétur Marteinsson, sem gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, sat í stjórn lóðafélags í Skerjafirði og þrýsti á borgarstjóra að koma uppbyggingu í farveg. Hann sagði sig úr stjórn þegar blaðamaður spurðist fyrir um málið.

3
Ragnar Þór kemur inn sem ráðherra og Inga færir sig um set
Inga Sæland færir sig um ráðuneyti og Ragnar Þór Ingólfsson kemur nýr inn í ríkisstjórn.

4
Trump boðar helmings hækkun hernaðarútgjalda
Eftir nýlegar árásir, hótanir og yfirtöku á olíu Venesúela boðar Trump meiri vígbúnað.

5
Blaðamenn Morgunblaðsins og mbl í eina sæng
Þær deildir innan ritstjórnar Morgunblaðsins sem sinntu annars vegar skrifum í prentaða blaðið og hins vegar á vefinn mbl.is hafa verið sameinaðar. Sérstakri viðskiptaútgáfu hefur verið hætt.

6
Trump íhugar hernaðaraðgerðir til að ná yfirráðum yfir Grænlandi
„Að sjálfsögðu er það alltaf valkostur fyrir yfirhershöfðingjann að beita bandaríska hernum,“ segir talsmaður Hvíta hússins í yfirlýsingu.
Mest lesið í vikunni

1
Einn látinn skammt frá Þrastarlundi
Alvarlegt umferðarslys milli Selfoss og Þrastarlunds.

2
Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Konu í fæðingarorlofi var sagt upp hjá Austurbrú á Egilsstöðum í nóvember. Konan var á árssamningi eftir að hafa flust búferlum frá Noregi með loforð upp á að samningur hennar yrði framlengdur. Ekki var staðið við það.

3
Stefndi á uppbyggingu í Skerjafirði en er búinn að selja lóðirnar áfram
Pétur Marteinsson segist ekki lengur hafa hagsmuni af því að uppbygging á Skerjafjarðarreitnum verði að veruleika. Félag hans hafi selt reitina áfram.

4
Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
Linda Þorvaldsdóttir er húsamálari sem málar málverk og steypulistaverk í líki dauðans hafa vakið athygli á lóðinni hennar. Undir niðri kraumar þunglyndi sem hefur fylgt henni alla tíð. Sorgina þekkir hún, eftir að hafa misst systur sína en í fyrra lést barnsfaðir hennar þegar hann féll ofan í sprungu í Grindavík. Eftir kulnun hóf hún störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.

5
Banaslys til rannsóknar við Sláturfélag Suðurlands
Kona á fertugsaldri lést í slysi. Litlar upplýsingar fást um atvikið.

6
Þessir stjórnmálamenn hafa komið oftast í Vikuna
Af þeim stjórnmálamönnum sem hafa komið sem gestir í Vikuna hjá Gísla Marteini hafa flestir komið úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Aðeins einn fulltrúi frá Miðflokki, Flokki fólksins og Sósíalistum hefur komið í þáttinn. Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson komu oftast.
Mest lesið í mánuðinum

1
Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?
Algeng gagnrýni í garð Vikunnar með Gísla Marteini er að sífellt bregði fyrir sama fólkinu. En á það við einhver rök að styðjast? Greining Heimildarinnar sýnir að einn gestur hafi komið langoftast í þáttinn, og það sama á við um algengasta tónlistarflytjandann.

2
Sagan öll: Voru á leiðinni út þegar Margrét varð föður sínum að bana
Margrét Halla Hansdóttir Löf beitti foreldra sína grófu heimilisofbeldi sem leiddi til dauða föður hennar. Henni fannst undarlegt að foreldrar sínir hefðu ekki verið handtekin sama dag og faðir hennar fannst þungt haldinn.

3
„Ég var lifandi dauð“
Lína Birgitta Sigurðardóttir hlúir vel að heilsunni. Hún er 34 ára í dag og segist ætla að vera í sínu besta formi fertug, andlega og líkamlega. Á sinni ævi hefur hún þurft að takast á við margvísleg áföll, en faðir hennar sat í fangelsi og hún glímdi meðal annars við ofsahræðslu, þráhyggju og búlemíu. Fyrsta fyrirtækið fór í gjaldþrot en nú horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á erlendan markað.

4
Einn látinn skammt frá Þrastarlundi
Alvarlegt umferðarslys milli Selfoss og Þrastarlunds.

5
Margrét Löf fær 16 ár
Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir skömmu.

6
Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Konu í fæðingarorlofi var sagt upp hjá Austurbrú á Egilsstöðum í nóvember. Konan var á árssamningi eftir að hafa flust búferlum frá Noregi með loforð upp á að samningur hennar yrði framlengdur. Ekki var staðið við það.



































Athugasemdir