Læknadeild Háskóla Íslands hefur ákveðið að óþarfi sé að fram fari óháð rannsókn á plastbarkamálinu innan háskólans. Þetta var niðurstaða fundar um málið sem haldinn var á miðvikudaginn í síðustu viku samkvæmt heimildum Stundarinnar. Skiptar skoðanir voru þó á fundinum um mikilvægi óháðrar rannsóknar en einhverjir af kennurunum við deildina töldu mikilvægt að fara þá leið á meðan aðrir töldu þetta óþarfi þar sem málið væri til rannsóknar í Svíþjóð. Læknadeildin ætlar því að bíða eftir niðurstöðum úr sænsku rannsóknunum sem orðnar eru allmargar en bæði Karolinska-háskólinn og Karolinska-sjúkrahúsið hafa ráðið óháða aðila til að rannsaka málið. Þá er plastbarkamálið til rannsóknar hjá lögreglunni í Stokkhólmi sem mögulegt sakamál sem snýst um mögulegt manndráp eða hugsanlega alvarlega líkamsárás. Tillaga um rannsókn á málinu var það eina sem rætt var um á fundinum hjá læknadeild Háskóla Íslands.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið
Fundaði um málið í síðustu viku þar sem skiptar skoðanir komu fram. Sumir af kennurum læknadeildar vildu rannsaka plastbarkamálið. Deildarforseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon flutti erindi um stofnfrumur á málþingi um aðgerðina og studdi hann það mat að rannsókn væri óþarf. Háskóli Íslands, tveir íslenskir læknar og Landspítalinn tengjast málinu sem sætir mörgum rannsóknum í Svíþjóð.

Mest lesið

1
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
Vilhjálmur Þór Svansson, lögfræðingur og starfsmaður á leikskólanum Nóaborg, bjóst ekki við að hefja störf á leikskóla til að koma dóttur sinni að á leikskóla. Hann segir það hollt fyrir foreldra að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og dýrmætt að fylgjast með dætrum sínum vaxa og dafna í leikskólastarfinu.

2
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla: „Við erum alltaf að gefa afslátt“
Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri á Drafnarsteini, segir það enga töfralausn að foreldrar ráði sig tímabundið til starfa á leikskólum til að tryggja börnum sínum leikskólapláss. Þetta sé hins vegar úrræði sem hafi verið lengi til staðar en hefur færst í aukana síðustu ár. Farfuglarnir mega ekki verða fleiri en staðfuglarnir.

3
Fimm í haldi lögreglu - Áverkar á karlmanni sem lést í morgun
Áverkar á karlmanni sem lést snemma í morgun benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan á Suðurlandi hefur notið aðstoðar þriggja annarra lögregluembætta, auk sérsveitar ríkislögreglustjóra, vegna málsins.

4
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“

5
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
Kári Guðmundsson fékk grætt í sig nýra og bris fyrir átta árum. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið tvö líffæri og náð að hlaupa heilt og hálf maraþon eftir líffæraígræðsluna og það oftar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lítið hreyft sig í gegnum árin en nú hleypur hann og lyftir til að fá aukið úthald og styrk og segist aldrei hafa verið í betra formi, það sýni allar mælingar.

6
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Við erum öll Jesús og Satan
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lært að hún á margt ólært. En hún hefur lært að sorgin og gleðin eru einn og sami hluturinn og að markmiðið er að geta haldið á þeim báðum samtímis.
Mest lesið í vikunni

1
Forstjóri klórar sér í höfðinu vegna hagræðingartillögu
Forstjóri Nýsköpunarsjóðs Kríu gerir sér ekki grein fyrir því hvernig ríkið ætlar að ná 9,7 milljarða hagræðingu með því að leggja niður sjóðinn. Þá telur hún það ekki vita á gott að setja eignir sjóðsins á brunaútsölu.

2
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
Líf Auðar Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings og fjölskyldu tók stakkaskiptum síðasta haust þegar hún sagði skilið við Bráðamóttöku Landspítalans eftir átta ára starf og hóf störf á leikskóla barnanna sinna til að koma yngra barninu inn á leikskóla. „Ég fór úr því að vera í endurlífgun einn daginn yfir í að syngja Kalli litli kónguló hinn daginn.“

3
Sif Sigmarsdóttir
Verðlaun fyrir ræfilsskap
Vísbendingar um uppgjöf Hollywood gagnvart Trump blöstu við löngu fyrir endurkjör hans í embætti forseta.

4
Ég er að reyna að lifa betra lífi
Patryk Lipa kom til Íslands í leit að betra lífi. Leitin stendur enn yfir en allt er á réttri leið.

5
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
Streita er vaxandi vandi í nútímasamfélagi og ekki óalgengt að fólk fari í kulnun. Dr. Ólafur Þór Ævarsson er sjálfstætt starfandi geðlæknir og stofnandi Streituskólans sem er hluti af heildstæðri velferðarþjónustu Heilsuverndar. Hann segir að forvarnir og fræðsla séu mikilvægir þættir til að fólk verði betur meðvitað um eigin heilsu og geti tekið ábyrgð og spornað við streitu en hún getur haft víðtæk áhrif á fólk bæði líkamlega og andlega.

6
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
Veruleiki barnafjölskyldna í Reykjavík einkennist af því að börn eru orðin alltof gömul til að telja aldur í mánuðum þegar þau loks komast inn á leikskóla. Árum saman hefur öllum 12 mánaða gömlum börnum verið lofað leikskólaplássi en raunin er að mánuði barna sem fá pláss er hægt að telja í tugum. Foreldrar hafa gripið til sinna ráða, meðal annars með því að starfa á leikskóla til að fá forgang að leikskólaplássi.
Mest lesið í mánuðinum

1
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

2
Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða fær nýjan samastað
Hjólhýsahverfinu á Sævarhöfða verður fundin ný staðsetning í samræmi við samstarfsyfirlýsingu nýs meirihluta í Reykjavík. Fyrri borgarstjóri sagði slíkt ekki koma til skoðunar þannig að um stefnubreytingu er að ræða. „Okkur finnst mikilvægt að mæta þessum hópi,“ segir forseti borgarstjórnar.

3
Vilja losna við gamla refi úr ríkis stjórnum
Fjármálaráðherra hefur sett nýjar reglur um hvernig staðið er að vali í stjórnir stórra ríkisfyrirtækja. Helmingur stjórnarformanna í þessum fyrirtækjum í dag hefur gegnt trúnaðarstörfum við flokkana sem skipuðu þá.

4
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Okkar besti maður
Þegar kerfin bregðast er vert að skoða hvernig kerfin eru skipuð. Hvað lá til grundvallar niðurstöðu dómnefndar sem mat Brynjar Níelsson hæfastan umsækjenda um stöðu dómara – og það sem er ekki metið.

5
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir fyrir sinn snúð
Bankastjórar íslensku viðskiptabankanna fjögurra fengu samtals 260 milljónir króna í launagreiðslur, hlunnindi og sérstakar árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankarnir þeirra skiluðu myndarlegum hagnaði.

6
Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Eitt orð má aldrei nota á bráðamóttöku Landspítalans og það er orðið rólegt. Nánast um leið og Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir hefur orð á að það sé óvenju rólegt á næturvakt eina helgina dynja áföllin á. Hann hefur rétt komið manni til lífs þegar neyðarbjallan hringir á ný. Síðan endurtekur sama sagan sig.
Athugasemdir