Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið

Fund­aði um mál­ið í síð­ustu viku þar sem skipt­ar skoð­an­ir komu fram. Sum­ir af kenn­ur­um lækna­deild­ar vildu rann­saka plast­barka­mál­ið. Deild­ar­for­seti lækna­deild­ar, Magnús Karl Magnús­son flutti er­indi um stofn­frum­ur á mál­þingi um að­gerð­ina og studdi hann það mat að rann­sókn væri óþarf. Há­skóli Ís­lands, tveir ís­lensk­ir lækn­ar og Land­spít­al­inn tengj­ast mál­inu sem sæt­ir mörg­um rann­sókn­um í Sví­þjóð.

Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið
Óþarfi að rannsaka málið Á fundi læknadeildar Háskóla Íslands í síðustu viku var komist að þeirri niðurstöðu að óþarfi væri að hefja sérstaka innanhúsathugun á plastbarkamálinu. Myndin er frá málþinginu í Háskóla Íslands sem haldið var um sumarið 2011 til að fagna því að eitt ár var liðið frá því plastbarki var græddur í Andemariam Beyene sem stendur fyrir miðri mynd. Honum á hægri hönd eru Tómas Guðbjartsson og Paulo Macchiarini. Mynd: Skjáskot úr Experimenten á SVT

Læknadeild Háskóla Íslands hefur ákveðið að óþarfi sé að fram fari óháð rannsókn á plastbarkamálinu innan háskólans. Þetta var niðurstaða fundar um málið sem haldinn var á miðvikudaginn í síðustu viku samkvæmt heimildum Stundarinnar. Skiptar skoðanir voru þó á fundinum um mikilvægi óháðrar rannsóknar en einhverjir af kennurunum við deildina töldu mikilvægt að fara þá leið á meðan aðrir töldu þetta óþarfi þar sem málið væri til rannsóknar í Svíþjóð. Læknadeildin ætlar því að bíða eftir niðurstöðum úr sænsku rannsóknunum sem orðnar eru allmargar en bæði Karolinska-háskólinn og Karolinska-sjúkrahúsið hafa ráðið óháða aðila til að rannsaka málið. Þá er plastbarkamálið til rannsóknar hjá lögreglunni í Stokkhólmi sem mögulegt sakamál sem snýst um mögulegt manndráp eða hugsanlega alvarlega líkamsárás. Tillaga um rannsókn á málinu var það eina sem rætt var um á fundinum hjá læknadeild Háskóla Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár