Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðganir: „Hvers konar samfélag er það?“

Söng­kon­an Þór­unn Ant­on­ía og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti kynntu sér­stakt pappa­lok fyr­ir drykki kvenna til að koma í veg fyr­ir að þeim verði byrl­að nauðg­un­ar­lyfj­um. Hild­ur Lilliendahl spyr hvort skír­lífs­belti gegn nauðg­un­um séu næst og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir seg­ir það ekki mega verða „kon­um að kenna“ ef þær setja ekki pappa­lok á drykk­inn sinn.

Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðganir: „Hvers konar samfélag er það?“
Verndari verkefnisins Guðni Th. Jóhannesson er verndari verkefnisins sem snýst um að útvega pappalok fyrir drykki kvenna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verkefni, sem Guðni Th. Jóhannesson forseti er verndari fyrir, og snýst um að bjóða upp á pappalok fyrir konur sem eru úti að skemmta sér, svo þeim verði ekki byrluð ólyfjan, vekur upp umræður um hvort rétt sé að fólk breyti hegðun sinni til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi.

Söngkonan Þórunn Antonía leiðir verkefnið, en hún er kynningar- og markaðsstjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Verkefnið snýst um að prenta út 10 þúsund miða, sem hægt er að líma ofan á glös, þannig að ekkert utanaðkomandi komist í glösin. „Örugg skemmtun á að vera í fyrirrúmi í skemmtanabransanum og þannig er það svo sannarlega hjá okkur á Secret Solstice,“ segir hún í samtali við fréttavefinn Vísi.

Hildur SverrisdóttirVarar við því að forsendurnar verði þær að konur eigi að passa upp á að vera ekki nauðgað.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist dást að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd sem felst í verkefninu, en varar við því. „Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna“ ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum.“

Þórunn segist sjálf hafa orðið fyrir því að henni var byrluð ólyfjan, á skemmtistað í London. Þá segir hún hugmyndina hafa kviknað út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er henni afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. Einnig segist Þórunn hafa fylgst með máli Birnu Brjánsdóttur og hafa upplifað að henni hefði verið byrluð ólyfjan. „Það sem sló mig var að ég upplifði að henni hefði verið byrlað þegar ég horfði á myndskeið af henni sem kom í fréttamiðlum, kannski var það ímyndun í mér en það minnti mig á tilfinningu sem ég sjálf hafði upplifað þegar ég var yngri og fékk eitthvað út í drykkinn minn á skemmtistað í London. Þá var fyrsta tilfinning mín þyngsli í fótunum, svo algjört minnisleysi. Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn vann sem dyravörður á skemmtistað þegar ókunnur maður var að bera mig út, sagðist vera kærastinn minn. Hann var stöðvaður og mér komið í örugga höfn. Ég var heppin að þarna var einhver með opin augun. En þetta snýst ekki um mig eða mína sögu, heldur allar þessar sögur sem maður heyrir aftur og aftur.“

„Hvers konar samfélag er það?“

Hildur LilliendahlMeð lokum fyrir drykki kvenna er verið að undirgangast veruleika sem samfélagið á ekki að sætta sig við.

Hildur Lilliendahl er ein þeirra sem gagnrýna á Facebook að átakið skuli snúast um ábyrgð kvenna á því að hindra nauðganir.

„Ég fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu? Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““

Feminíska vefritið knuz.is vekur einnig athygli á þeirri hlið hvað slíkar breytingar á hegðun þýði fyrir samfélagið.

„Er þetta vænlegt til árangurs? Hvers konar samfélag er það þegar konur neyðast til að líma yfir glösin sín til að forðast byrlun og nauðgun?“

Þórunn: Við þurfum að læsa húsum

Þórunn og forsetinnMeð lokin sem líma á yfir glös kvenna til að hindra lyfjanauðganir.

Þórunn segir í samtali við Vísi að fólk eigi ekki að þurfa að óttast að því verði byrljuð ólyfjan, en þannig sé það samt. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði sem er enn þá fáránlegra og flestum algjörlega óskiljanlegt. Rétt eins og við ættum ekkert að þurfa að læsa bílum eða heimilum okkar af ótta við að það brjótist einhver inn, en þurfum samt að gera það. Það er til fólk sem stelur og það er til fólk sem byrlar og nauðgar. Það er sorglegt en satt.“

Árið 2015 skapaðist gagnrýnin umræða um svokölluð kvennastæði í bílakjallara Hörpu. Þar höfðu verið málaðar sérstakar merkingar á bílastæði nálægt inngangi tónlistarhússins úr bílakjallaranum á vel upplýstum svæðum og var ætlunin að einungis konur fengju að nota þau. Yfirlýstur tilgangur var að koma í veg fyrir að ráðist yrði á konur í bílakjallaranum, en gagnrýnendur kvennastæðanna töldu að með þessu væri verið að móta umhverfið með þeim hætti að setja konur í hlutverk fórnarlamba.

Árið 2005 var talið að grunur væri um fimm til sjö lyfjanauðganir á ári. Árið 2010 áætluðu Stígamót í árskýrslu sinni að lyfjanauðganir væru 17. 2013 var tilkynnt um 22 lyfjanauðganir. Í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 er fjöldi lyfjanauðgana metinn 27, eða tæplega 11 prósent af öllum nauðgunum. Þar af voru þrír karlmenn fórnarlömbin.

Þórunn segist í samtali við Vísi vera að reyna að skapa umtal með verkefninu. „Fólk skemmtir sér betur ef það veit að það er gæsla og öryggi og kannski er þetta ágæt viðbót við það. Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár