Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðganir: „Hvers konar samfélag er það?“

Söng­kon­an Þór­unn Ant­on­ía og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti kynntu sér­stakt pappa­lok fyr­ir drykki kvenna til að koma í veg fyr­ir að þeim verði byrl­að nauðg­un­ar­lyfj­um. Hild­ur Lilliendahl spyr hvort skír­lífs­belti gegn nauðg­un­um séu næst og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir seg­ir það ekki mega verða „kon­um að kenna“ ef þær setja ekki pappa­lok á drykk­inn sinn.

Kynna lok á glös kvenna til að hindra nauðganir: „Hvers konar samfélag er það?“
Verndari verkefnisins Guðni Th. Jóhannesson er verndari verkefnisins sem snýst um að útvega pappalok fyrir drykki kvenna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verkefni, sem Guðni Th. Jóhannesson forseti er verndari fyrir, og snýst um að bjóða upp á pappalok fyrir konur sem eru úti að skemmta sér, svo þeim verði ekki byrluð ólyfjan, vekur upp umræður um hvort rétt sé að fólk breyti hegðun sinni til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi.

Söngkonan Þórunn Antonía leiðir verkefnið, en hún er kynningar- og markaðsstjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Verkefnið snýst um að prenta út 10 þúsund miða, sem hægt er að líma ofan á glös, þannig að ekkert utanaðkomandi komist í glösin. „Örugg skemmtun á að vera í fyrirrúmi í skemmtanabransanum og þannig er það svo sannarlega hjá okkur á Secret Solstice,“ segir hún í samtali við fréttavefinn Vísi.

Hildur SverrisdóttirVarar við því að forsendurnar verði þær að konur eigi að passa upp á að vera ekki nauðgað.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist dást að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd sem felst í verkefninu, en varar við því. „Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna“ ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum.“

Þórunn segist sjálf hafa orðið fyrir því að henni var byrluð ólyfjan, á skemmtistað í London. Þá segir hún hugmyndina hafa kviknað út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er henni afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. Einnig segist Þórunn hafa fylgst með máli Birnu Brjánsdóttur og hafa upplifað að henni hefði verið byrluð ólyfjan. „Það sem sló mig var að ég upplifði að henni hefði verið byrlað þegar ég horfði á myndskeið af henni sem kom í fréttamiðlum, kannski var það ímyndun í mér en það minnti mig á tilfinningu sem ég sjálf hafði upplifað þegar ég var yngri og fékk eitthvað út í drykkinn minn á skemmtistað í London. Þá var fyrsta tilfinning mín þyngsli í fótunum, svo algjört minnisleysi. Sem betur fer var mér bjargað. Vinur minn vann sem dyravörður á skemmtistað þegar ókunnur maður var að bera mig út, sagðist vera kærastinn minn. Hann var stöðvaður og mér komið í örugga höfn. Ég var heppin að þarna var einhver með opin augun. En þetta snýst ekki um mig eða mína sögu, heldur allar þessar sögur sem maður heyrir aftur og aftur.“

„Hvers konar samfélag er það?“

Hildur LilliendahlMeð lokum fyrir drykki kvenna er verið að undirgangast veruleika sem samfélagið á ekki að sætta sig við.

Hildur Lilliendahl er ein þeirra sem gagnrýna á Facebook að átakið skuli snúast um ábyrgð kvenna á því að hindra nauðganir.

„Ég fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu? Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““

Feminíska vefritið knuz.is vekur einnig athygli á þeirri hlið hvað slíkar breytingar á hegðun þýði fyrir samfélagið.

„Er þetta vænlegt til árangurs? Hvers konar samfélag er það þegar konur neyðast til að líma yfir glösin sín til að forðast byrlun og nauðgun?“

Þórunn: Við þurfum að læsa húsum

Þórunn og forsetinnMeð lokin sem líma á yfir glös kvenna til að hindra lyfjanauðganir.

Þórunn segir í samtali við Vísi að fólk eigi ekki að þurfa að óttast að því verði byrljuð ólyfjan, en þannig sé það samt. „Við ættum auðvitað ekkert að þurfa að vera að pæla í svona löguðu, það er í raun fáránlegt. En staðreyndin er sú að það er fólk sem er að gera þetta af ásettu ráði sem er enn þá fáránlegra og flestum algjörlega óskiljanlegt. Rétt eins og við ættum ekkert að þurfa að læsa bílum eða heimilum okkar af ótta við að það brjótist einhver inn, en þurfum samt að gera það. Það er til fólk sem stelur og það er til fólk sem byrlar og nauðgar. Það er sorglegt en satt.“

Árið 2015 skapaðist gagnrýnin umræða um svokölluð kvennastæði í bílakjallara Hörpu. Þar höfðu verið málaðar sérstakar merkingar á bílastæði nálægt inngangi tónlistarhússins úr bílakjallaranum á vel upplýstum svæðum og var ætlunin að einungis konur fengju að nota þau. Yfirlýstur tilgangur var að koma í veg fyrir að ráðist yrði á konur í bílakjallaranum, en gagnrýnendur kvennastæðanna töldu að með þessu væri verið að móta umhverfið með þeim hætti að setja konur í hlutverk fórnarlamba.

Árið 2005 var talið að grunur væri um fimm til sjö lyfjanauðganir á ári. Árið 2010 áætluðu Stígamót í árskýrslu sinni að lyfjanauðganir væru 17. 2013 var tilkynnt um 22 lyfjanauðganir. Í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 er fjöldi lyfjanauðgana metinn 27, eða tæplega 11 prósent af öllum nauðgunum. Þar af voru þrír karlmenn fórnarlömbin.

Þórunn segist í samtali við Vísi vera að reyna að skapa umtal með verkefninu. „Fólk skemmtir sér betur ef það veit að það er gæsla og öryggi og kannski er þetta ágæt viðbót við það. Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár