Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti samhljóða á þriðjudaginn að lána fasteignafélaginu 101 Tálknafjörður ehf. 15 milljónir króna. Samkvæmt fundargerð er markmið lánsins að brúa fjármögnun á íbúðabyggingum þar til að lokið hefur verið við langtímafjármögnun. Fasteignafélagið er í 60 prósent eigu útgerðarinnar Þórsbergs samkvæmt gildandi skráningu. Kvóti og skip Þórsbergs voru nýverið seld til Nesfisks í Garði og var öllum starfsmönnum Þórbergs á Tálknafirði sagt upp störfum.
Heimildir Stundarinnar herma að kaupverð hafi verið rúmir þrír milljarðar.
Athugasemdir