Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ætla að selja Þórsberg á milljarða eftir að öllum var sagt upp

Öll­um starfs­mönn­um Þórs­bergs var sagt upp í byrj­un vik­unn­ar. Við­ræð­ur standa yf­ir við Odda um kaup á afla­heim­ild­um Þórs­bergs segja fram­kvæmda­stjór­ar beggja fyr­ir­tækj­anna. Sölu­verð gæti num­ið um þrem­ur millj­örð­um króna.

Ætla að selja Þórsberg á milljarða eftir að öllum var sagt upp
Stærsti vinnuveitandinn Uppsagnir starfsmanna Þórsbergs þýða að 26 einstaklingar á Tálknafirði missa vinnuna. Útgerðin er stærsti atvinnurekandinn þar.

Útgerðarfyrirtækið Oddi hf. á Patreksfirði á nú í viðræðum við eigendur Þórsbergs á Tálknafirði um  að kaupa eignir fyrirtækisins. Þetta staðfesta þeir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs, og Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. í samtali við Stundina.

Öllum 26 starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp störfum í byrjun vikunnar en um er að ræða stærsta atvinnurekandann á Tálknafirði.  Oddi er í 32 sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi með 0,6 prósent kvótans og eða ríflega 2600 þorksígildistonn á meðan Þórsberg er í 47 sæti með 0,3 prósent kvótans eða rúmlega 1200 tonn. Oddi mun því fara upp nærri 4000 tonn af kvóta af viðskiptunum verður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala útgerðarfyrirtækja

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár