Útgerðarfyrirtækið Oddi hf. á Patreksfirði á nú í viðræðum við eigendur Þórsbergs á Tálknafirði um að kaupa eignir fyrirtækisins. Þetta staðfesta þeir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs, og Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. í samtali við Stundina.
Öllum 26 starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp störfum í byrjun vikunnar en um er að ræða stærsta atvinnurekandann á Tálknafirði. Oddi er í 32 sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi með 0,6 prósent kvótans og eða ríflega 2600 þorksígildistonn á meðan Þórsberg er í 47 sæti með 0,3 prósent kvótans eða rúmlega 1200 tonn. Oddi mun því fara upp nærri 4000 tonn af kvóta af viðskiptunum verður.
Athugasemdir