Lækningafyrirtækið Klíníkin Ármúla ehf. auglýsir offituaðgerðir á Facebook, en fyrirtækið býður upp á magahjáveituaðgerðir, magaermisaðgerðir og magaslönguaðgerðir.
„Offita er í flestum tilfellum krónískur sjúkdómur. Hefðbundnar meðferðir eins og breytt mataræði og aukin hreyfing skila sjaldan langtímaárangri og yfirleitt er árangur slíkra meðferða genginn til baka á innan við 5 árum,“ segir í kostaðri Facebook-færslu frá fyrirtækinu.
Þar er vakin athygli á fyrirlestri um aðgerðir vegna offitu „þar sem ólíkar tegundir aðgerða eru kynntar“ og fullyrt að offituaðgerðir hafi „reynst vera sú tegund meðferðar sem gefur bestan langtíma árangur með lægri líkamsþyngd og góðum áhrifum á fylgikvilla offitunnar“.
Klíníkin selur magaslönguþjónustu
Stundin hefur áður fjallað um Klíníkina en fyrirtækið er í eigu 13 lækna, meðal annars Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis auk hjúkrunarfræðingsins og framkvæmdastjórans Sigríðar Snæbjörnsdóttur og félagsins Evu Consortium ehf, sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur stjórnarformanns Klíníkurinnar, Ástu Þórarinsdóttur og fjárfestingafélagsins Kjölfestu, sem er í eigu 14 lífeyrissjóða.
Á meðal þess sem Klíníkin býður upp á er þverfagleg þjónusta fyrir einstaklinga í yfirþyngd. Ein af þremur aðgerðum sem fjallað er um á vef fyrirtækisins er svokölluð magaslönguaðgerð, AspireAssistTM Aspiration. Byggir aðgerðin á því að sjúklingur tæmir hluta máltíðar úr maga sínum með sérstakri magaslöngu sem komið er fyrir á milli maga og kviðveggjar
Athugasemdir