Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kennari fékk aðra áminningu fyrir að rassskella barn

Kenn­ari í Aust­ur­bæj­ar­skóla var til­kynnt­ur til barna­vernd­ar fyr­ir að rass­skella níu ára nem­anda ár­ið 2014. For­eldr­ar drengs­ins segj­ast hugsi yf­ir refs­i­stefnu í grunn­skól­um en son­ur þeirra átti mjög erf­ið­an vet­ur í skól­an­um. Kenn­ar­inn var áminnt­ur fyr­ir brot­ið, en í vor fékk hann aðra áminn­gu fyr­ir sam­bæri­legt at­vik og seg­ist hafa kikn­að und­an álagi.

Kennari fékk aðra áminningu fyrir að rassskella barn

Hvernig á að bregðast við þegar níu ára gamalt barn truflar tíma í skólanum, rífst við bekkjarfélaga sína og sendir þeim fingurinn? Rífa það upp og rassskella, henda því síðan fram á gang?

Líklega ekki, þar sem barnaverndarlög kveða á um að þeir sem koma að uppeldi og umönnun barna skulu sýna þeim virðingu og umhyggju. Óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrar níu ára drengs tilkynntu hins vegar kennara í Austurbæjarskóla til barnaverndaryfirvalda árið 2014 fyrir að gera nákvæmlega þetta. Kennarinn var áminntur en nú í vor, rúmum tveimur árum síðar, fékk hann aðra áminningu fyrir að rassskella barn og henda því úr tíma.

Sló hann á rassinn

Árið 2014 sögðu tveir aðrir drengir að sami kennari hefði líka rassskellt sig. Foreldrar annars þeirra létu skóla- og frístundasvið vita af ástandinu í skólanum með óformlegri tilkynningu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar treystu þeir sér ekki til að fara alla leið með málið þar sem þeir voru ekki viðstaddir þegar drengurinn greindi fyrst frá meintu atviki, langt var um liðið og þeir þorðu ekki að treysta á frásögn hans. Þeir höfðu hins vegar ýmislegt út á framgöngu kennara í skólanum að setja og létu vita af því. Eftir því sem Stundin kemst næst virðist ekki hafa verið brugðist við þessari óformlegu tilkynningu.  Ekkert var aðhafst vegna hins drengsins, meðal annars vegna þess að hann sagði heldur ekki frá fyrr en löngu síðar, auk þess sem hann sagðist hafa verið óþekkur og átt þetta skilið. Móðir hans þekkir kennarann frá gamalli tíð og af góðu einu. Ástandið í bekknum var erfitt og álagið á kennarana allt of mikið að hennar mati.

Kennarinn, Pétur Hafþór Jónsson, viðurkennir þessi tvö atvik sem hann var áminntur fyrir í samtali við Stundina. „Mér urði á þau leiðu mistök að fleygja dreng úr tíma og því miður sló ég hann á rassinn. Það var alls ekki ætlunin og mér dauðbrá.“ Þá segir hann að í fyrra skiptið hafi þetta bara gerst í hugsunarleysi. „Ég hafði aldrei lesið lögin almennilega. Núna var þetta slys.“

Hin atvikin kannast hann ekki við, en minnist þess þó að hafa verið að „fljúgast á“ við drengi úr þessum árgangi þennan vetur. Hann segir að það hafi verið á léttu nótunum til að eyða illindum þeirra á milli. Í stað þess að skammast í þeim hafi hann ákveðið að fá þá til að hlæja. „Ég man ekki eftir öðru.“ Þennan vetur, skólaárið 2013–2014, hafi verið erfitt ástand í þessum bekk, en vegna trúnaðarskyldu sé honum óheimilt að greina nánar frá því.

Börnum fórnað

Foreldrar barna í árganginum taka undir það að þetta hafi verið erfiður vetur, þar sem þeim misbauð framganga kennara og viðbrögð skólayfirvalda sem einkenndust helst af ráðaleysi. Þeir segja að málið varði ekki eitt atvik, einn kennara eða einn nemanda. Jafnvel ekki þennan eina skóla, heldur úrræðaleysið sem blasir við þegar kennarar standa frammi fyrir börnum sem þeir ráða illa við og kerfi sem getur ekki mætt börnum sem passa ekki inn í rammann. Einn faðir orðaði það sem svo að foreldrar yrðu að geta treyst því að börnin væru örugg og gætu notið sín í skólanum. Það væri svo mikilvægt að kveðið væri á um það í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Ég vildi bara að syni mínum væri tekið eins og hann er. En það kom aldrei til greina að endurskoða hvernig skólinn tók á málum, jafnvel þótt fullt af börnum liði illa í þessu kerfi. Sonur minn var ekki einn um það. Það virðist alltaf vera hægt að fórna börnum,“ segir móðirin sem tilkynnti rassskellinguna til barnaverndaryfirvalda.

Mistökin hlóðust upp 

Þau hjónin segjast alvarlega hugsi yfir refsistefnunni sem var viðhöfð í skólanum á þessum tíma og var frekar til þess fallin að brjóta son þeirra niður og herða hann í andstöðu sinni en að styrkja hann og hjálpa honum að vinna gegn óæskilegri hegðun. Sonur þeirra er með röskun sem veldur því að hann ræður illa við mikið áreiti og þarf á sterkum tengslum að halda. Eftir einn vetur í Austurbæjarskóla var búið að henda honum fram á gang þar sem hann var skilinn einn eftir grátandi, rífa í upphandlegg hans svo hann kom marinn heim og draga hann inn af skólalóðinni svo hann gæti setið af sér refsingu fyrir brot sem hann hafði framið daginn áður. Foreldrar hans fengu nánast daglegar tilkynningar um allt sem hafði farið úrskeiðis en aldrei um neitt sem hann gerði vel. Mistökin hlóðust upp og það var þung byrði að bera, sjálfsmyndin skekktist með tilheyrandi niðurbroti.

Móðir hans segir að hann gefi sig ekki við ógnarstjórn heldur herðist í afstöðu sinni. „Þetta hjálpaði honum ekki að gera betur heldur gróf undan honum og braut hann niður. Það er svo mikið valdamisræmi í þessari stöðu. Fullorðið fólk er alltaf að kveinka sér undan erfiðum börnum en börn eru alltaf í vanmætti gagnvart þessari stöðu, bæði ótta við refsingu og valdamisræminu sem birtist í aðstöðu- og aldursmuninum. En við erum alltaf að reyna að fá börn til að hlýða með því að beita afli okkar og valdi. Það er svo mikil almenn niðurlæging í þessu kerfi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár