Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi

„Ég hef séð það með eig­in aug­um hvernig mis­skipt­ing­in er,“ seg­ir Styrm­ir Bark­ar­son, grunn­skóla­kenn­ari í Sví­þjóð. Hann og eig­in­kona hans hafa und­an­far­in ár safn­að fyr­ir þau börn sem minna mega sín um jól­in á Ís­landi.

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi
Styrmir og Marsibil Lillý Kennarahjónin ásamt dóttur sinni Freyju en á myndina vantar son þeirra Fróða. Mynd: Úr einkasafni

„Ég hef verið grunnskólakennari í 12 ár og ég hef séð það með eigin augum hvernig misskiptingin er og hve hún svíður fyrir börn sem fara á mis við svo margt sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt,“ segir Styrmir Barkarson, grunnskólakennari í Svíþjóð. Hann og eiginkona hans, Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir, hafa undanfarin fjögur ár safnað fyrir efnalitlar fjölskyldur með það að markmiði að létta jólin fyrir börn sem minna mega sín.

Hægt er að sjá sýnishorn af þeim gjöfum sem safnast hafa í ár í myndskeiði hér neðst í fréttinni.

„Í skólunum reynum við alltaf að gera það sem við getum til að létta undir með þeim börnum sem eiga minsnt. Hjálpin getur verið svo margvísleg; stundum lánar maður vettlinga úr óskilamunum eða gaukar að börnunum nýjum ritföngum og passar jafnvel upp á að eiga alltaf aukanesti í skrifborðsskúffunni. En svo eru þeir hlutir sem ómögulegt er að eiga við,“ segir Styrmir fór að hugsa hvað hann gæti gert fyrir börn í aðdraganda jólanna þegar hann heyrði nemendur sína ræða saman um skógjafir.

Barnið sem ekkert fékk í skóinn

„Á aðventunni fyrir fjórum árum sat ég sem oftar og hlustaði á krakkana ræða sín á milli um hvað þeir hefðu fengið í skóinn og ég sá hvernig lítil stelpa braut heilann um það hvers vegna, ofan á allt sem hana skorti, jólasveinarnir hefðu enn eina ferðina sleppt því að gefa henni gjöf ólíkt hinum. Ég vissi jafnframt að þessi stúlka var alls ekki sú eina. Svo ég lagði höfuðið í bleyti og setti loks á Facebook litla stöðuuppfærslu þar sem ég bað fólk um að hjálpa mér að versla nokkra smáhluti sem hægt væri að koma rétta boðleið svo að öll börn fengju í skóinn, óháð þeim aðstæðum sem þau byggju við. Það vatt heldur betur upp á sig og þau jólin keypti ég í skóinn fyrir um eitt hundrað börn. Ég gat jafnframt keypt jólagjafir handa þeim og meira að segja sent þau í bíó að sjá jólamyndina sem allir hinir voru að tala um,“ segir Styrmir sem endurtók leikinn árin á eftir.

„Hjarta mitt slær enn fyrir börnin heima“

„Já þá náði ég að kaupa á annað þúsund gjafir, stórar og smáar, í skóinn og undir tréð. Ég gat svo bætt um betur og gefið eitt hundrað börnum páskaegg bæði árin.“

Styrmir er hvergi nærri hættur en í ár stofnaði hann samtök utan um söfnunina en þau heita Lítil hjörtu. Hægt er að lesa um söfnunina og fá allar upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja á Facebook-síðu samtakanna.

Hundrað páskaegg
Hundrað páskaegg Um síðustu páska safnaði Styrmir ásamt fjölskyldu sinni nægu fé til að kaupa um hundrað páskaegg fyrir efnalitlar fjölskyldur. Hér er Freyja dóttir þeirra ásamt fullum bíl af páskaeggjum.

Lítil hjörtu úti um allt

„Sjálfur er ég fluttur til Svíþjóðar en hjarta mitt slær enn fyrir börnin heima svo ég er hvergi nærri hættur og nýt aðstoðar móður minnar sem hefur verið á þönum í aðventunni að sækja og afhenda gjafir meðan ég fæ fólk til að leggja fé af mörkum. Aftur höfum við gefið um eitt hundrað börnum jólagjafir, bíómiða og glaðninga í skóinn. Vinajól Hjálpræðishersins eru handan við hornið og þau munu fá jólagjafir frá okkur fyrir þau börn sem verja aðfangadagskvöldi þar.“

Hann segir almenning hafa tekið vel í framtakið og að söfnuninni hafi til að mynda borist framlög frá vinnustöðum og grunnskólabekkjum.

„Nokkrir bekkir haft samband við mig. Þau slepptu því að gefa hvort öðru jólagjöf á litlu jólunum í skólanum og gáfu þess í stað fé í söfnunina. Þá voru líka nýlega haldnir tónleikar í Keflavíkurkirkju þar sem hluti miðaverðs rann í sjóðinn. Velgengni svona söfnunar hvílir á sýnileikanum og þess vegna vona ég að sem flestir láti sig málið varða og kíki á Facebook-síðu samtakanna.“

Hér er hægt að sjá sýnishorn af þeim jólagjöfum sem safnast hafa á þessu ári:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár