Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi

„Ég hef séð það með eig­in aug­um hvernig mis­skipt­ing­in er,“ seg­ir Styrm­ir Bark­ar­son, grunn­skóla­kenn­ari í Sví­þjóð. Hann og eig­in­kona hans hafa und­an­far­in ár safn­að fyr­ir þau börn sem minna mega sín um jól­in á Ís­landi.

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi
Styrmir og Marsibil Lillý Kennarahjónin ásamt dóttur sinni Freyju en á myndina vantar son þeirra Fróða. Mynd: Úr einkasafni

„Ég hef verið grunnskólakennari í 12 ár og ég hef séð það með eigin augum hvernig misskiptingin er og hve hún svíður fyrir börn sem fara á mis við svo margt sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt,“ segir Styrmir Barkarson, grunnskólakennari í Svíþjóð. Hann og eiginkona hans, Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir, hafa undanfarin fjögur ár safnað fyrir efnalitlar fjölskyldur með það að markmiði að létta jólin fyrir börn sem minna mega sín.

Hægt er að sjá sýnishorn af þeim gjöfum sem safnast hafa í ár í myndskeiði hér neðst í fréttinni.

„Í skólunum reynum við alltaf að gera það sem við getum til að létta undir með þeim börnum sem eiga minsnt. Hjálpin getur verið svo margvísleg; stundum lánar maður vettlinga úr óskilamunum eða gaukar að börnunum nýjum ritföngum og passar jafnvel upp á að eiga alltaf aukanesti í skrifborðsskúffunni. En svo eru þeir hlutir sem ómögulegt er að eiga við,“ segir Styrmir fór að hugsa hvað hann gæti gert fyrir börn í aðdraganda jólanna þegar hann heyrði nemendur sína ræða saman um skógjafir.

Barnið sem ekkert fékk í skóinn

„Á aðventunni fyrir fjórum árum sat ég sem oftar og hlustaði á krakkana ræða sín á milli um hvað þeir hefðu fengið í skóinn og ég sá hvernig lítil stelpa braut heilann um það hvers vegna, ofan á allt sem hana skorti, jólasveinarnir hefðu enn eina ferðina sleppt því að gefa henni gjöf ólíkt hinum. Ég vissi jafnframt að þessi stúlka var alls ekki sú eina. Svo ég lagði höfuðið í bleyti og setti loks á Facebook litla stöðuuppfærslu þar sem ég bað fólk um að hjálpa mér að versla nokkra smáhluti sem hægt væri að koma rétta boðleið svo að öll börn fengju í skóinn, óháð þeim aðstæðum sem þau byggju við. Það vatt heldur betur upp á sig og þau jólin keypti ég í skóinn fyrir um eitt hundrað börn. Ég gat jafnframt keypt jólagjafir handa þeim og meira að segja sent þau í bíó að sjá jólamyndina sem allir hinir voru að tala um,“ segir Styrmir sem endurtók leikinn árin á eftir.

„Hjarta mitt slær enn fyrir börnin heima“

„Já þá náði ég að kaupa á annað þúsund gjafir, stórar og smáar, í skóinn og undir tréð. Ég gat svo bætt um betur og gefið eitt hundrað börnum páskaegg bæði árin.“

Styrmir er hvergi nærri hættur en í ár stofnaði hann samtök utan um söfnunina en þau heita Lítil hjörtu. Hægt er að lesa um söfnunina og fá allar upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja á Facebook-síðu samtakanna.

Hundrað páskaegg
Hundrað páskaegg Um síðustu páska safnaði Styrmir ásamt fjölskyldu sinni nægu fé til að kaupa um hundrað páskaegg fyrir efnalitlar fjölskyldur. Hér er Freyja dóttir þeirra ásamt fullum bíl af páskaeggjum.

Lítil hjörtu úti um allt

„Sjálfur er ég fluttur til Svíþjóðar en hjarta mitt slær enn fyrir börnin heima svo ég er hvergi nærri hættur og nýt aðstoðar móður minnar sem hefur verið á þönum í aðventunni að sækja og afhenda gjafir meðan ég fæ fólk til að leggja fé af mörkum. Aftur höfum við gefið um eitt hundrað börnum jólagjafir, bíómiða og glaðninga í skóinn. Vinajól Hjálpræðishersins eru handan við hornið og þau munu fá jólagjafir frá okkur fyrir þau börn sem verja aðfangadagskvöldi þar.“

Hann segir almenning hafa tekið vel í framtakið og að söfnuninni hafi til að mynda borist framlög frá vinnustöðum og grunnskólabekkjum.

„Nokkrir bekkir haft samband við mig. Þau slepptu því að gefa hvort öðru jólagjöf á litlu jólunum í skólanum og gáfu þess í stað fé í söfnunina. Þá voru líka nýlega haldnir tónleikar í Keflavíkurkirkju þar sem hluti miðaverðs rann í sjóðinn. Velgengni svona söfnunar hvílir á sýnileikanum og þess vegna vona ég að sem flestir láti sig málið varða og kíki á Facebook-síðu samtakanna.“

Hér er hægt að sjá sýnishorn af þeim jólagjöfum sem safnast hafa á þessu ári:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár