Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fékk heilablóðfall og kemst ekki í segulómun vegna verkfalls

Ólaf­ur Árna­son hef­ur þrisvar sinn­um feng­ið heila­blóð­fall frá ár­inu 2007. Kemst ekki í rann­sókn­ir vegna verk­falls. Er með lifr­ar­bólgu C en get­ur ekki tek­ið gömlu lyf­in vegna heila­blóð­fall­anna og fær ekki ný lyf vegna fjár­skorts.

Fékk heilablóðfall og kemst ekki í segulómun vegna verkfalls
Verkfall ógnar heilsu fólks Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra við Landspítala Íslands hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði. Mynd: Kristinn Magnússon

Ólafur Árnason fékk sitt fyrsta heilablóðfall árið 2007. Síðan hefur hann fengið tvö önnur, það síðasta fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Ekki er vitað hvað veldur þessum þrálátu heilablóðföllum og kemst Ólafur ekki í fyrirhugaðar rannsóknir vegna verkfalla á Landspítalanum. Fyrir tæpum þrjátíu árum greindist Ólafur með lifrarbólgu C en nýlega komst hann að því að lyfin sem hann hefur tekið við sjúkdómnum eru hættuleg þeim sem fengið hafa heilablóðfall. Ekki fæst fjármagn fyrir nýjum lyfjum. „Ég bíð bara eftir að veikjast aftur, annað hvort fæ ég heilablóðfall eða veikist af lifrarbólgunni,“ segir Ólafur í samtali við Stundina. 

Kemst ekki í rannsóknir

Bíður eftir að veikjast aftur
Bíður eftir að veikjast aftur Ólafur Árnason fékk heilablóðfall fyrir tveimur mánuðum en hefur ekki ennþá fengið segulómun á skaðanum vegna verkfalls. Hann hefur ekki heldur ráð á lyfjunum sem hann þarf.

Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra við Landspítala Íslands hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði. Ekki er enn farið að sjá til lands í kjaradeilu BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, en sem kunnugt er varð til að mynda ekkert af sáttanefndinni sem boðuð var fyrir helgi. 

„Vegna verkfallanna er ég á biðlista eftir því að komast í segulómun í heila, eftir heilablóðfallið sem ég fékk fyrr á árinu. Mér er sagt að hafa samband aftur eftir verkfallið. Ég er líka á biðlista eftir því að komast í rannsóknir á því hvers vegna ég er alltaf að fá þessi heilablóðföll,“ segir Ólafur. Eftir síðasta heilablóðfall tók við endurhæfingarmeðferð á dagdeild Grensás, en stuttu eftir að verkföll hófust var Ólafur sendur heim. Hann er því í engri endurhæfingu, fær engin lyf og í ofanálag hefur honum verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra – þjónustu sem hann hefur notað í átta ár – og kemst því ekki ferða sinna. „Þetta er bara eins og að setja mig í fangelsi,“ segir hann.

„Ég bíð bara eftir að veikjast aftur, annað hvort fæ ég heilablóðfall eða veikist af lifrarbólgunni.“

Nýju lyfin ekki afgreidd á Íslandi

Að sögn Ólafs er ekki vitað hvernig hann smitaðist af lifrarbólgu C, en hann og þáverandi kona hans greindust með sjúkdóminn á sama tíma, upp úr 1990. Nýlega kom í ljós að ekki væri ráðlagt fyrir hann að taka áfram gömlu lyfin við lifrarbólgunni vegna heilablóðfallanna. Sýnt hefur að gömlu lyfin 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár