Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Katrín: „Ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna virð­ist ekki vera úti­lok­að. Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir þó „ekki tíma­bært“ að end­ur­skoða af­stöðu sína um að vilja ekki stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Bjarni Bene­dikts­son mun ræða við hana.

Katrín: „Ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
Katrín Jakobsdóttir Hefur sagt stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki hafa verið á dagskránni. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er nú í lykilstöðu vegna mögulegrar stjórnarmyndunar, þar sem Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst ekki spenntur fyrir ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum og gefur til kynna að hann vilji fremur stjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Katrín segir í samtali við Stundina að það sé „ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu við ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en vísar á Bjarna Benediktsson. „Maðurinn er að fá umboð og er væntanlega með eitthvað plan.“

Katrín hefur fram að þessu lagt áherslu á ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna; Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. En hún virðist vera ómöguleg. Samfylkingin hefur sagt að hún ætli ekki í ríkisstjórn, og fimmti nauðsynlegi flokkurinn fyrir meirihluta, Viðreisn, leggjst gegn slíku „Píratabandalagi“. 

Katrín lýsti því yfir í samtali við Stöð 2 viku fyrir kosningar að VG vildi síður stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Mín eigin afstaða er bara í takt við þá stefnu sem mín hreyfing hefur tekið og samþykkt meira að segja í ályktun á þessu ári um að við sjáum fyrir okkur, ef stjórnarandstöðuflokkarnir fái til þess umboð, þá eigi þeir að mynda hér ríkisstjórn að loknum kosningum.“

Katrín hefur hins vegar ekki útilokað alfarið samstarf með Sjálfstæðisflokknum. 

Björt framtíð vill Sjálfstæðisflokk og VG

Óttarr tók af skarið í morgun og sagði að hann væri ekki spenntur fyrir hægristjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki.

„Við höfum talað fyrir því að við myndum gjarnan vilja sjá einhvern vísi að samstarfi yfir miðjuna, hvort það væri þetta fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að,“ sagði Óttarr við Stundina í morgun. Þar sem Viðreisn hefur bæði útilokað samstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum báðum í einu, og lagst gegn fimm flokka ríkisstjórn, stendur eftir möguleikinn á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, ásamt þriðja flokki. Þar sem Viðreisn er hægrisinnaðari en Björt framtíð má gera ráð fyrir því að Vinstri grænir vilji fremur fá Bjarta framtíð inn sem þriðja flokkinn heldur en Viðreisn.

Stundin ræddi við Katrínu í morgun. 

Hefur afstaða VG til ríkisstjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokknum breyst? Þið vilduð ekki fara í ríkisstjórn með þeim?

„Nei. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Katrín. 

Bjarni ræðir við alla

Bjarni Benediktsson sagði eftir fund með forseta Íslands á Bessastöðum, þar sem hann fékk stjórnarmyndunarumboð, að hann ætlaði að ræða við alla flokka

Aðspurð um hvort flokkur hennar sé til í að endurskoða afstöðu sína, og þar með andstöðu gegn ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, segir Katrín: „Ekki tímabært að ræða það. Maðurinn er að fá umboð og er væntanlega með eitthvað plan.“

Flokksleiðtogarnir á kosninganóttHelstu sigurvegarar kosninganna eru Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn.

„Spennandi“ samstarf VG og Sjálfstæðisflokks 

Gera má ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson muni ræða við Katrínu Jakobsdóttur um mögulegt stjórnarsamstarf, þar sem hann hyggst ræða við alla. Meðal þeirra sem hafa óbeint lagt til slíkt samstarf eru Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í kosningaþætti RÚV á kosninganótt. Hún sagði slíkan möguleika „ekki óspennandi“. Þar sem Björt framtíð telur hægri stjórn vera „ekki spennandi“ er líklegra að reynt verði á 35 þingmanna ríkisstjórn þvert yfir miðju frá hægri til vinstri, með Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Bjartri framtíð, ef VG bakkar frá yfirlýsingum sínum um að vilja ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Loks er samstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknarflokks tæknilega mögulegt, en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, lofaði fyrir kosningar að ganga ekki í slíkt ríkisstjórnarsamstarf. Í samtali við Stundina rétt í þessu sagðist Benedikt ennþá útiloka Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í sameiginlegri ríkisstjórn, en ekki útiloka neinn einstakan flokk. Hann sagði Bjarna ekki hafa haft samband við Viðreisn núna.

Bjarni sagði á Bessastöðum í morgun að hann vildi ekki útiloka Framsóknarflokkinn. „Það er fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn.“

Viðreisn ekki í sambandi við Bjarna

Benedikt JóhannessonVirðist ekki vera í virkum viðræðum um Viðreisnarstjórn.

Stundin ræddi við Benedikt Jóhannesson um þann möguleika um hálf þrjú í dag.

Hver er staðan Benedikt? Er eitthvað að frétta?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekkert frétt annað en það sem ég hef lesið á vefnum.“

Þannig að Bjarni hefur ekkert haft samband?

„Ekki ennþá.“

Er ríkisstjórnarmyndun með Framókn og Sjálfstæðisflokknum út úr myndinni?

„Ekki þeim saman.“

„Ég hef haldið mig við það“

Er það alveg af og frá eins og staðan er í dag?

„Ég hef haldið mig við það en jafnframt skal það ítrekað að ég hef ekki útilokað neinn einstakan stjórnmálaflokk en hef útilokað að ganga inn í núverandi ríkisstjórn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár