Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Katrín: „Ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna virð­ist ekki vera úti­lok­að. Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir þó „ekki tíma­bært“ að end­ur­skoða af­stöðu sína um að vilja ekki stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Bjarni Bene­dikts­son mun ræða við hana.

Katrín: „Ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
Katrín Jakobsdóttir Hefur sagt stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki hafa verið á dagskránni. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er nú í lykilstöðu vegna mögulegrar stjórnarmyndunar, þar sem Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst ekki spenntur fyrir ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum og gefur til kynna að hann vilji fremur stjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Katrín segir í samtali við Stundina að það sé „ekki tímabært“ að endurskoða andstöðu við ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en vísar á Bjarna Benediktsson. „Maðurinn er að fá umboð og er væntanlega með eitthvað plan.“

Katrín hefur fram að þessu lagt áherslu á ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna; Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. En hún virðist vera ómöguleg. Samfylkingin hefur sagt að hún ætli ekki í ríkisstjórn, og fimmti nauðsynlegi flokkurinn fyrir meirihluta, Viðreisn, leggjst gegn slíku „Píratabandalagi“. 

Katrín lýsti því yfir í samtali við Stöð 2 viku fyrir kosningar að VG vildi síður stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Mín eigin afstaða er bara í takt við þá stefnu sem mín hreyfing hefur tekið og samþykkt meira að segja í ályktun á þessu ári um að við sjáum fyrir okkur, ef stjórnarandstöðuflokkarnir fái til þess umboð, þá eigi þeir að mynda hér ríkisstjórn að loknum kosningum.“

Katrín hefur hins vegar ekki útilokað alfarið samstarf með Sjálfstæðisflokknum. 

Björt framtíð vill Sjálfstæðisflokk og VG

Óttarr tók af skarið í morgun og sagði að hann væri ekki spenntur fyrir hægristjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki.

„Við höfum talað fyrir því að við myndum gjarnan vilja sjá einhvern vísi að samstarfi yfir miðjuna, hvort það væri þetta fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að,“ sagði Óttarr við Stundina í morgun. Þar sem Viðreisn hefur bæði útilokað samstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum báðum í einu, og lagst gegn fimm flokka ríkisstjórn, stendur eftir möguleikinn á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, ásamt þriðja flokki. Þar sem Viðreisn er hægrisinnaðari en Björt framtíð má gera ráð fyrir því að Vinstri grænir vilji fremur fá Bjarta framtíð inn sem þriðja flokkinn heldur en Viðreisn.

Stundin ræddi við Katrínu í morgun. 

Hefur afstaða VG til ríkisstjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokknum breyst? Þið vilduð ekki fara í ríkisstjórn með þeim?

„Nei. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Katrín. 

Bjarni ræðir við alla

Bjarni Benediktsson sagði eftir fund með forseta Íslands á Bessastöðum, þar sem hann fékk stjórnarmyndunarumboð, að hann ætlaði að ræða við alla flokka

Aðspurð um hvort flokkur hennar sé til í að endurskoða afstöðu sína, og þar með andstöðu gegn ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, segir Katrín: „Ekki tímabært að ræða það. Maðurinn er að fá umboð og er væntanlega með eitthvað plan.“

Flokksleiðtogarnir á kosninganóttHelstu sigurvegarar kosninganna eru Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn.

„Spennandi“ samstarf VG og Sjálfstæðisflokks 

Gera má ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson muni ræða við Katrínu Jakobsdóttur um mögulegt stjórnarsamstarf, þar sem hann hyggst ræða við alla. Meðal þeirra sem hafa óbeint lagt til slíkt samstarf eru Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í kosningaþætti RÚV á kosninganótt. Hún sagði slíkan möguleika „ekki óspennandi“. Þar sem Björt framtíð telur hægri stjórn vera „ekki spennandi“ er líklegra að reynt verði á 35 þingmanna ríkisstjórn þvert yfir miðju frá hægri til vinstri, með Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Bjartri framtíð, ef VG bakkar frá yfirlýsingum sínum um að vilja ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Loks er samstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknarflokks tæknilega mögulegt, en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, lofaði fyrir kosningar að ganga ekki í slíkt ríkisstjórnarsamstarf. Í samtali við Stundina rétt í þessu sagðist Benedikt ennþá útiloka Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í sameiginlegri ríkisstjórn, en ekki útiloka neinn einstakan flokk. Hann sagði Bjarna ekki hafa haft samband við Viðreisn núna.

Bjarni sagði á Bessastöðum í morgun að hann vildi ekki útiloka Framsóknarflokkinn. „Það er fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn.“

Viðreisn ekki í sambandi við Bjarna

Benedikt JóhannessonVirðist ekki vera í virkum viðræðum um Viðreisnarstjórn.

Stundin ræddi við Benedikt Jóhannesson um þann möguleika um hálf þrjú í dag.

Hver er staðan Benedikt? Er eitthvað að frétta?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekkert frétt annað en það sem ég hef lesið á vefnum.“

Þannig að Bjarni hefur ekkert haft samband?

„Ekki ennþá.“

Er ríkisstjórnarmyndun með Framókn og Sjálfstæðisflokknum út úr myndinni?

„Ekki þeim saman.“

„Ég hef haldið mig við það“

Er það alveg af og frá eins og staðan er í dag?

„Ég hef haldið mig við það en jafnframt skal það ítrekað að ég hef ekki útilokað neinn einstakan stjórnmálaflokk en hef útilokað að ganga inn í núverandi ríkisstjórn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár