Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jörgen Már dæmdur fyrir heimilisofbeldi en birtir ný myndbönd þar sem hann situr fyrir fórnarlambi

Jörgen Már Guðna­son, sem kall­ar sig Loka Hrafn Guðna­son í dag, hef­ur í tvígang ver­ið dæmd­ur fyr­ir of­beldi gegn sam­býl­is­kon­um. Hann fær þó milda dóma og held­ur áfram að hrella þær.

Jörgen Már dæmdur fyrir heimilisofbeldi en birtir ný myndbönd þar sem hann situr fyrir fórnarlambi

Þrátt fyrir ítrekuð dómsmál og um tíma nálgunarbann heldur Jörgen Már Guðnason áfram að hrella fyrrverandi sambýliskonu sína, Olgu Genova. Jörgen hefur verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn tveimur fyrrverandi sambýliskonum sínum, nú síðast var hann dæmdur í júní vegna heimilisofbeldis gegn Olgu. Hann fékk þó aðeins þriggja mánaða fangelsisdóm.

Á Youtube-síðu hans má sjá myndbönd sem Jörgen hefur tekið af húsi Olgu. Myndböndin sem eru þrjú voru öll sett inn á Youtube fyrir um mánuði síðan. Jörgen var dæmdur í nálgunarbann gegn Olgu en það er ekki lengur virkt. Í viðtali við DV í fyrra lýsti Olga því hvernig Jörgen hefur setið fyrir húsi hennar ítrekað. Eitt skipti flaug múrsteinn í gegnum svefnherbergisglugga hennar. Í samtali við Stundina segir Jörgen að ástæðan fyrir því að hann sé að birta umrædd myndbönd að hann sé að fylgjast með eigninni sinni. 

Stundin ræddi við Olgu sem er hvergi bangin þrátt fyrir áreitið. „Hann er á Akureyri svo akkúrat núna er rólegt. Annars er hann alltaf keyra fram hjá húsinu,“ segir Olga. 

Að sögn lögmanns Olgu hafa fleiri mál gegn Jörgen verið tilkynnt til lögreglu en ekki tímabært að fjalla um þau mál. Rétt er að taka fram að það falla ekki oft dómar í heimilisofbeldismálum en þó hefur Jörgen í tvígang verði dæmdur fyrir slíka glæpi.

Jörgen skipti nýverið um nafn og heitir nú Loki Hrafn Guðnason. Olga höfðaði meiðyrðamál gegn honum vegna fjölda ummæla hans á netinu. Dómur féll í því máli í mars síðastliðinn og fékk Jörgen þungan dóm. Meiðyrðin beindust meðal annars að keimlíkum myndböndum og hann birti fyrir mánuði síðan.

 

Tekin kverkataki

Nýjasti dómur gegn Jörgen féll 12. júní síðastliðinn og er lýst alvarlegu broti í dómsskjalinu, þrátt fyrir að fangelsisdómur hafi verið stuttur. Ákæran var í þremur liðum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár