Þrátt fyrir ítrekuð dómsmál og um tíma nálgunarbann heldur Jörgen Már Guðnason áfram að hrella fyrrverandi sambýliskonu sína, Olgu Genova. Jörgen hefur verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi gegn tveimur fyrrverandi sambýliskonum sínum, nú síðast var hann dæmdur í júní vegna heimilisofbeldis gegn Olgu. Hann fékk þó aðeins þriggja mánaða fangelsisdóm.
Á Youtube-síðu hans má sjá myndbönd sem Jörgen hefur tekið af húsi Olgu. Myndböndin sem eru þrjú voru öll sett inn á Youtube fyrir um mánuði síðan. Jörgen var dæmdur í nálgunarbann gegn Olgu en það er ekki lengur virkt. Í viðtali við DV í fyrra lýsti Olga því hvernig Jörgen hefur setið fyrir húsi hennar ítrekað. Eitt skipti flaug múrsteinn í gegnum svefnherbergisglugga hennar. Í samtali við Stundina segir Jörgen að ástæðan fyrir því að hann sé að birta umrædd myndbönd að hann sé að fylgjast með eigninni sinni.
Stundin ræddi við Olgu sem er hvergi bangin þrátt fyrir áreitið. „Hann er á Akureyri svo akkúrat núna er rólegt. Annars er hann alltaf keyra fram hjá húsinu,“ segir Olga.
Að sögn lögmanns Olgu hafa fleiri mál gegn Jörgen verið tilkynnt til lögreglu en ekki tímabært að fjalla um þau mál. Rétt er að taka fram að það falla ekki oft dómar í heimilisofbeldismálum en þó hefur Jörgen í tvígang verði dæmdur fyrir slíka glæpi.
Jörgen skipti nýverið um nafn og heitir nú Loki Hrafn Guðnason. Olga höfðaði meiðyrðamál gegn honum vegna fjölda ummæla hans á netinu. Dómur féll í því máli í mars síðastliðinn og fékk Jörgen þungan dóm. Meiðyrðin beindust meðal annars að keimlíkum myndböndum og hann birti fyrir mánuði síðan.
Tekin kverkataki
Nýjasti dómur gegn Jörgen féll 12. júní síðastliðinn og er lýst alvarlegu broti í dómsskjalinu, þrátt fyrir að fangelsisdómur hafi verið stuttur. Ákæran var í þremur liðum
Athugasemdir