Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gallup slitnar frá Capacent: Já vill kaupa

Gerðu kauptil­boð í lok síð­asta árs en því var hafn­að. „Við höf­um áhuga,“ seg­ir Sig­ríð­ur Mar­grét. Gallup slít­ur sig frá Capacent.

Gallup slitnar frá Capacent: Já vill kaupa
Já vill kaupa Gallup Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já segir fyrirtækið hafa áhuga á að vaxa með útvíkkun á vöruframboði.

Fyrirtækið Já hefur sýnt áhuga á að kaupa rannsóknarhluta fyrirtækisins Capacent, Gallup. Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já staðfestir í samtali við Stundina að fyrirtækið hafi gert tilboð í rannsóknarhluta Capacent undir lok síðasta árs, en því var hafnað. „Við höfum áhuga, en eins og staðan er núna þá erum við ekki búin að kaupa rannsóknarhluta Gallup.“ Aðspurð hvort viðræður standi enn yfir segir Sigríður Margrét dyr Já standa opnar.

„Já er upplýsingafyrirtæki og við höfum þá skýru sýn að við viljum auðvelda viðskipti og samskipti. Við höfum haft áhuga á því að útvíkka þjónustuframboð okkar og styrkja stöðu félagsins til framtíðar,“ segir Sigríður Margrét. Þrátt fyrir að tilboði Já hafi verið hafnað segir hún Já ennþá hafa áhuga á að útvíkka starfsemina. Þau séu því stöðugt að fylgjast með tækifærum, greina þau og meta. 

„Við höfum haft áhuga á því að útvíkka þjónustuframboð okkar og styrkja stöðu félagsins til framtíðar“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár