Fyrirtækið Já hefur sýnt áhuga á að kaupa rannsóknarhluta fyrirtækisins Capacent, Gallup. Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já staðfestir í samtali við Stundina að fyrirtækið hafi gert tilboð í rannsóknarhluta Capacent undir lok síðasta árs, en því var hafnað. „Við höfum áhuga, en eins og staðan er núna þá erum við ekki búin að kaupa rannsóknarhluta Gallup.“ Aðspurð hvort viðræður standi enn yfir segir Sigríður Margrét dyr Já standa opnar.
„Já er upplýsingafyrirtæki og við höfum þá skýru sýn að við viljum auðvelda viðskipti og samskipti. Við höfum haft áhuga á því að útvíkka þjónustuframboð okkar og styrkja stöðu félagsins til framtíðar,“ segir Sigríður Margrét. Þrátt fyrir að tilboði Já hafi verið hafnað segir hún Já ennþá hafa áhuga á að útvíkka starfsemina. Þau séu því stöðugt að fylgjast með tækifærum, greina þau og meta.
„Við höfum haft áhuga á því að útvíkka þjónustuframboð okkar og styrkja stöðu félagsins til framtíðar“ …
Athugasemdir