Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Björt fram­tíð og fleiri flokk­ar töl­uðu fyr­ir aft­ur­köll­un leyfa til olíu­leit­ar fyr­ir kosn­ing­ar.

Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Kostnaður sem leyfishafar hafa lagt í rannsóknir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu nemur um 4 milljörðum íslenskra króna samkvæmt mati Orkustofnunar. Björt framtíð talaði fyrir afturköllun leyfa fyrir kosningar, en ekki hefur verið lagt mat á bótakröfur vegna afturköllunar leyfa ef til slíks kæmi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen, þingkonu Pírata, um leyfi til olíuleitar. 

Björt Ólafsdóttirumhverfisráðherra

Björt framtíð, Píratar, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin tóku skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu í aðdraganda síðustu kosninga.

Talaði Björt framtíð sérstaklega fyrir því að leyfi til olíuleitar yrðu afturkölluð. Í dag fer flokkurinn með umhverfisráðuneytið í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Eitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis er í gildi í dag en handhafar þess eru útibú kínverska fyrirtækisins CNOOC á Íslandi, Eykon Energy ehf. og Petoro Iceland ehf. 

Leyfið var veitt 22. janúar 2014 og gildir til 22. janúar 2026. Að því er fram kemur í svari ráðherra hefur leyfishafi ekki skuldbundið sig í sérleyfinu til að bora rannsóknarholu, en samkvæmt ákvæðum leyfisins þarf leyfishafi að gera það fyrir 22. janúar 2022. „Slík framkvæmd yrði leyfisskyld og matsskyld samkvæmt íslenskum lögum og ekki er heimilt að bora í jarðlög undir hafsbotni nema að fengnu samþykki Orkustofnunar á búnaði, áætlun um borun og starfsfyrirkomulagi, sbr. 14. gr. kolvetnislaga, nr. 13/2001.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár