Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Björt fram­tíð og fleiri flokk­ar töl­uðu fyr­ir aft­ur­köll­un leyfa til olíu­leit­ar fyr­ir kosn­ing­ar.

Þrjú fyrirtæki hafa varið 4 milljörðum í von um olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Kostnaður sem leyfishafar hafa lagt í rannsóknir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu nemur um 4 milljörðum íslenskra króna samkvæmt mati Orkustofnunar. Björt framtíð talaði fyrir afturköllun leyfa fyrir kosningar, en ekki hefur verið lagt mat á bótakröfur vegna afturköllunar leyfa ef til slíks kæmi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen, þingkonu Pírata, um leyfi til olíuleitar. 

Björt Ólafsdóttirumhverfisráðherra

Björt framtíð, Píratar, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin tóku skýra afstöðu gegn olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu í aðdraganda síðustu kosninga.

Talaði Björt framtíð sérstaklega fyrir því að leyfi til olíuleitar yrðu afturkölluð. Í dag fer flokkurinn með umhverfisráðuneytið í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Eitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis er í gildi í dag en handhafar þess eru útibú kínverska fyrirtækisins CNOOC á Íslandi, Eykon Energy ehf. og Petoro Iceland ehf. 

Leyfið var veitt 22. janúar 2014 og gildir til 22. janúar 2026. Að því er fram kemur í svari ráðherra hefur leyfishafi ekki skuldbundið sig í sérleyfinu til að bora rannsóknarholu, en samkvæmt ákvæðum leyfisins þarf leyfishafi að gera það fyrir 22. janúar 2022. „Slík framkvæmd yrði leyfisskyld og matsskyld samkvæmt íslenskum lögum og ekki er heimilt að bora í jarðlög undir hafsbotni nema að fengnu samþykki Orkustofnunar á búnaði, áætlun um borun og starfsfyrirkomulagi, sbr. 14. gr. kolvetnislaga, nr. 13/2001.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár