„Það er óverjandi að fólk skuli hírast í Evrópuríki árið 2016 án matar, læknisaðstoðar og allra nauðsynja,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, sjálfboðaliði í Grikklandi og formaður hjálparsamtakanna Akkeris. Eftir að gríska óeirðalögreglan ákvað að rýma flóttamannabúðirnar í Idomeni, sem urðu til eftir að Evrópuþjóðir lokuðu landamærum sínum fyrir flóttafólki, fór Akkeri af stað með átakið #Sækjumþau sem miðar að því að setja þrýsting á íslensk stjórnvöld um að bregðast við þeirri neyð sem ríkir í flóttamannabúðum víða í Grikklandi og sækja fleira flóttafólk.
Þórunn segir hugsunina á bakvið átakið í raun tvíþætta. Fyrst og fremst sé brýnt að bjarga fólki úr þeim hræðilegu aðstæðum sem pólitík og kerfislegar hindranir hafi skapað. „Hér ríkir neyðarástand og við því verðum við að bregðast. Flóttafólkið sem kom með þessari bylgju telur 0,003 prósent af íbúafjölda álfunnar og það er mjög lítill hópur í stóra samhenginu. Það er óhugnanlegt að horfa upp á viljaleysið hjá stjórnvöldum. Fullyrðingar um að Evrópa ráði ekki við að taka við þessum fjölda halda ekki vatni.“
Hún segir að Ísland geti sýnt þýðingarmikið fordæmi með því að sækja flóttafólk til Grikklands og samtímis sett þrýsting á önnur lönd
Athugasemdir