Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Íslamska ríkið“ braust inn á Njáluslóðir

Vef­síð­an njala.is hökk­uð af að­ila sem seg­ist vera IS­IS

„Íslamska ríkið“ braust inn á Njáluslóðir

Aðilar sem segjast vera á vegum íslamska ríkisins, ISIS, hafa brotist inn á vefsíðu Sögusetursins á Hvolsvelli, sem er tileinkuð Brennu-Njáls sögu. 

Á vefslóðinni njala.is mátti sjá skilaboð frá hópnum eða aðilanum sem er að baki innbrotinu: „Hakkaður af Íslamska ríkinu. Við erum alls staðar.“

Íslamska ríkið á Njáluslóðum
Íslamska ríkið á Njáluslóðum „Hakkað af Íslamska ríkinu“, segir nú á vefsíðu Sögusetursins á Hvolsvelli.

Hluti af árás á heimsvísu

Á síðunni var auk þess birtur fáni Íslamska ríkisins, með áletruðum skilaboðum á arabísku: „Það er enginn Guð, nema Guð.“ Þegar farið var inn á njala.is hljómaði arabískt lag, svokallað „nasheed“. Nú hafa skemmdirnar á síðunni verið lagfærðar.

Skemmdarverkin á njala.is eru hluti af víðtækri tölvuárás sömu aðila um allan heim um helgina. Fyrirtæki, bruggverksmiðjur, dýragarður, veitingastaðir, hótel og fleira hafa orðið fyrir barðinu á þeim. Í skilaboðunum frá ISIS var vísað á slóð yfir á Facebook-síðu með lista yfir vefsíður um allan heim sem höfðu verið hakkaðar. Þeirri Facebook-síðu hefur nú verið lokað.

Undanfarna mánuði hefur Íslamska ríkið, eða fylgismenn þess, staðið fyrir vef-jihad, eða „heilögu stríði“ á vefnum, sem hefur beinst gegn kirkjum, bandaríska ríkinu og fleiri aðilum.

Boða píslarvætti með myndum af íslenskri náttúru

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af herskáum íslamistum tengist Íslandi. Síðasta haust kom á daginn að ISIS væri með skráð lén á Íslandi, en því var lokað í kjölfarið af ákvörðun ISNIC, sem sér um útleigu íslenskra vefslóða. Var það í fyrsta sinn sem ISNIC lokaði vefsvæði vegna innihalds efnis á síðunni. 

Ekki er líklegt að árásin á Njáluslóðir tengist þeim aðgerðum.

Þá er eitt vinsælasta myndbandið á Youtube, sem hefur skírskotun til heilags stríðs, lagið Hermenn Allah spilað yfir myndskeiðum af íslenskri náttúru. Yfir tvær milljónir manna hafa horft á myndbandið. Þar er heitið á hermenn Allah og fagnað deginum sem píslarvætti verður náð.

Ákall til hermanna Allah
Ákall til hermanna Allah Yfir myndskeiðum af íslenskri náttúru er sungið: „Við sækjum fram sem hermenn, brjótum óvininn undir okkur, með Kóran Drottins sem uppsprettu.“

Reynisdrangar
Reynisdrangar „Fram að orustunni... við svörum kallinu, snúum aftur sem hermenn.“

Neskaupstaður
Neskaupstaður „Og það fyllir okkur nýrri fullvissu um að dagur píslarvættisins sé stórfenglegur sigur.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár