Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Íslamska ríkið“ braust inn á Njáluslóðir

Vef­síð­an njala.is hökk­uð af að­ila sem seg­ist vera IS­IS

„Íslamska ríkið“ braust inn á Njáluslóðir

Aðilar sem segjast vera á vegum íslamska ríkisins, ISIS, hafa brotist inn á vefsíðu Sögusetursins á Hvolsvelli, sem er tileinkuð Brennu-Njáls sögu. 

Á vefslóðinni njala.is mátti sjá skilaboð frá hópnum eða aðilanum sem er að baki innbrotinu: „Hakkaður af Íslamska ríkinu. Við erum alls staðar.“

Íslamska ríkið á Njáluslóðum
Íslamska ríkið á Njáluslóðum „Hakkað af Íslamska ríkinu“, segir nú á vefsíðu Sögusetursins á Hvolsvelli.

Hluti af árás á heimsvísu

Á síðunni var auk þess birtur fáni Íslamska ríkisins, með áletruðum skilaboðum á arabísku: „Það er enginn Guð, nema Guð.“ Þegar farið var inn á njala.is hljómaði arabískt lag, svokallað „nasheed“. Nú hafa skemmdirnar á síðunni verið lagfærðar.

Skemmdarverkin á njala.is eru hluti af víðtækri tölvuárás sömu aðila um allan heim um helgina. Fyrirtæki, bruggverksmiðjur, dýragarður, veitingastaðir, hótel og fleira hafa orðið fyrir barðinu á þeim. Í skilaboðunum frá ISIS var vísað á slóð yfir á Facebook-síðu með lista yfir vefsíður um allan heim sem höfðu verið hakkaðar. Þeirri Facebook-síðu hefur nú verið lokað.

Undanfarna mánuði hefur Íslamska ríkið, eða fylgismenn þess, staðið fyrir vef-jihad, eða „heilögu stríði“ á vefnum, sem hefur beinst gegn kirkjum, bandaríska ríkinu og fleiri aðilum.

Boða píslarvætti með myndum af íslenskri náttúru

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir af herskáum íslamistum tengist Íslandi. Síðasta haust kom á daginn að ISIS væri með skráð lén á Íslandi, en því var lokað í kjölfarið af ákvörðun ISNIC, sem sér um útleigu íslenskra vefslóða. Var það í fyrsta sinn sem ISNIC lokaði vefsvæði vegna innihalds efnis á síðunni. 

Ekki er líklegt að árásin á Njáluslóðir tengist þeim aðgerðum.

Þá er eitt vinsælasta myndbandið á Youtube, sem hefur skírskotun til heilags stríðs, lagið Hermenn Allah spilað yfir myndskeiðum af íslenskri náttúru. Yfir tvær milljónir manna hafa horft á myndbandið. Þar er heitið á hermenn Allah og fagnað deginum sem píslarvætti verður náð.

Ákall til hermanna Allah
Ákall til hermanna Allah Yfir myndskeiðum af íslenskri náttúru er sungið: „Við sækjum fram sem hermenn, brjótum óvininn undir okkur, með Kóran Drottins sem uppsprettu.“

Reynisdrangar
Reynisdrangar „Fram að orustunni... við svörum kallinu, snúum aftur sem hermenn.“

Neskaupstaður
Neskaupstaður „Og það fyllir okkur nýrri fullvissu um að dagur píslarvættisins sé stórfenglegur sigur.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár