Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Innanríkisráðuneytið styrkti lögbrot

Þá­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir styrkti Hjör­dísi Svan Að­al­heið­ar­dótt­ur um að minnsta kosti eina millj­ón króna úr ráð­stöf­un­ar­fé ráð­herra. Það fé var með­al ann­ars not­að til borga fyr­ir einka­flug­vél sem not­uð var í ólög­legt brott­nám barna Hjör­dís­ar.

Innanríkisráðuneytið styrkti lögbrot
Fyrrverandi innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir styrkti Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur um að minnsta kosti eina milljón króna úr ráðstöfunarfé ráðherra. Mynd: Innanríkisráðuneytið

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, styrkti Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur um að minnsta kosti eina milljón króna úr ráðstöfunarfé ráðherra. Þetta kemur fram á Vísi en samkvæmt þeirri umfjöllun var um að ræða tvær greiðslur sem báðar voru að upphæð 500 þúsund krónur; annars vegar vegna lögfræðikostnaðar í forræðisdeilu Hjördísar og hins vegar vegna „baráttu Hjördísar Svan fyrir börnum sínum“. Hanna Birna Kristjánsdóttir er þó ekki eini innanríkisráðherrann sem styrkti Hjördísi Svan. Í tíð Ögmundar Jónasson var hún styrkt um tæplega eina milljón króna.

DV greindi hins vegar frá því árið 2014 að styrkur Hönnu Birnu sem átti að fara í lögfræðikostnað fór í allt annað, styrkurinn fór í greiða hluta kostnaðar við leigu á flugvél sem flutti Hjördísi Svan og dætur hennar þrjár til Íslands haustið 2013. Hjördís var dæmd í Danmörku í eins og hálfs árs fangelsi fyrir þann gjörning sem taldist ólöglegt brottnám. Því er hægt að segja að íslenska ríkið hafi styrkt lögbrot þegar það styrkti Hjördísi Svan. Þó skal tekið fram að það var ekki gert með vitneskju innanríkisráðuneytisins. Peningurinn var millifærður úr ráðuneytinu og yfir á föður Hjördísar Svan sem millifærði féð yfir á Jón Kristinn Snæhólm fjölmiðlamann sem greidd að lokum fyrir flugvélina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár