Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra seg­ist í við­tali við Rík­is­út­varp­ið ætla að svara ít­rek­uð­um fyr­ir­spurn­um Stund­ar­inn­ar í við­tali við Frétta­blað­ið sem birt­ist á morg­un. Stund­in hef­ur sent hon­um 15 fyr­ir­spurn­ir vegna hags­muna­tengsla hans við Orku Energy án þess að fá svar.

Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist svara fyrirspurnum Stundarinnar í viðtali sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun. Þetta segir hann í samtali við fréttamann RÚV í dag.

Stundin hefur sent Illuga og aðstoðarmanni hans, Sigríði Hallgrímsdóttur, fimmtán tölvupósta með spurningum um málið frá því í apríl, án þess að fá svar. 

Föstudagsviðtal Fréttablaðsins
Föstudagsviðtal Fréttablaðsins Illugi Gunnarsson hefur boðað að hann svari spurningum í viðtali við Fréttablaðið.

Fréttamaður RÚV spurði Illuga hvort það væri ekki óeðlilegt að hann hagi því sjálfur við hvaða fjölmiðla hann ræðir og hvenær. „Nei, það er ekkert óeðlilegt við það,“ svarar Illugi. „Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni og voru birtar. Ég fer yfir þær í því viðtali.“

Hafði sjálfur samband og bað um viðtal við RÚV

Illugi ákvað að tjá sig um viðskipti sín og Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, í viðtali við fréttastofu RÚV þann 26. apríl síðastliðinn eftir að Stundin hafði beint til hans spurningum um félagið OG Capital. Ragnhildur Thorlacius, fréttamaður á RÚV, sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið að Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, hafi sjálf haft samband við Fréttastofu RÚV og óskað eftir viðtali við ráðherrann. Í viðtalinu við RÚV greindi Illugi frá því að hann hefði selt íbúð sína á Ránargötu til Hauks eftir að hafa lent í fjárhagserfiðleikum.

„Þetta er stórt og mikið viðtal þar sem er meðal annars farið yfir þessar spurningar sem komu fram í Stundinni.“

Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að Illugi hafi farið í opinbera ferð til Kína þar sem hann fundaði meðal annars með fulltrúum frá Orku Energy og kínverku samstarfsfyrirtæki þess á sviði orkumála, Sinopec. Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Illugi vann einnig hjá Orku Energy sem ráðgjafi eftir að hann fór í leyfi frá þingstörfum árin 2010 og 2011. Stundin greindi svo frá því að ráðherrann hefði einnig selt Hauki eignarhaldsfélagið OG Capital og að íbúðin væri nú skráð á það fyrirtæki og að Illugi leigði íbúðina af fyrirtækinu.

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar fyrr í vikunni hafa fimm ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi í fimm mánuði reynt að fá Illuga til að svara spurningum um Orku Energy málið, en án árangurs. 

Hefur ekki íhugað afsögn

Illugi segist í samtali við RÚV ekki hafa íhugað stöðu sína vegna málsins. „Ég hef nú bent á að í þessu máli hef ég ekki gert annað fyrir þetta fyrirtæki en til dæmis aðrir ráðherrar í til dæmis síðustu ríkisstjórn hafa gert. Það þyrfti þá að vera hægt að segja að ég hafi með einhverjum hætti veitt þessu fyrirtæki óeðlilega fyrirgreiðslu. Það hefur ekki verið með nokkrum hætti sýnt fram á það eða bent á,“ segir Illugi meðal annars. 

Þá bendir hann á að rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskólans hafi einnig verið með í för í umræddri Kínaferð, auk forstöðumanni Rannís. „Við áttum fund í Kína með ráðherrum þeirra sviða sem heyra undir mitt ráðuneyti. Tilurð ferðarinnar er sú að það var boð frá Kínverjum og beiðni um það að þessi vinnuferð yrði farin. Við funduðum með vísindastofnunum og menningarstofnunum og svo framvegis og svo framvegis. Þannig að að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt,“ segir Illugi meðal annars.

Illugi bendir á að Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson hafi á síðasta kjörtímabili sömuleiðis greitt götu Orku Energy með einhverjum hætti. Ef menn ætli að fara fram á afsögn hans þurfi þeir að benda á að hann hafi gert eitthvað annað en ráðherrar fyrri ríkisstjórnar. Þegar Fréttamaður RÚV bendir honum á að munurinn sé sá að Illugi er fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy vísar Illugi aftur á viðtalið í Fréttablaðinu. Þar sé farið yfir málið. 

„Að láta að því liggja að þessi ferð hafi með einhverjum hætti verið farin vegna einhvers eins fyrirtækis er auðvitað fráleitt.“ 

Að lokum var Illugi spurður út í þriggja milljóna krónu lán sem hann fékk frá Orku Energy og Stundin fjallaði um í síðustu viku. „Allar þessar spurningar hafa komið fram af hálfu Stundarinnar og verða ræddar af minni hálfu þarna. Ég hef síðan sett þá reglu í þessu máli, rétt eins og ég setti varðandi húsaleiguna, að ég ætla mér að gefa upp allar mínar fjárhagsskuldbindingar með sama hætti og er gerð krafa til gagnvart öðrum þingmönnum og öðrum ráðherrum. Það hljóta auðvitað að gilda um mig sömu reglur og alla aðra hvað það varðar.“

Vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var rætt við forsvarsmann sænskrar stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á mútum, Institutet mot mutor. Forsvarsmaður stofnunarinnar, Helena Sundén, sagði að samkvæmt lýsingum á máli Illuga bæri að skoða málið nánar. „Lýsingin á málinu vekur upp spurningar sem þarf að rannsaka nánar. Það er mikilvægt að fulltrúar almennings séu opnir og að gagnsæi ríki með þau persónulegu tengsl sem þeir kunna að hafa og það er að sjálfsögðu mikilvægt að þeir stuðli ekki að því að spilla fyrir heilbrigðri og frjálsri samkeppni á markaðnum. Einungis grunur um að þjóðkjörinn fulltrúi gæti hagsmuna annarra en almennings er slæmur í sjálfum sér þar sem hann skaðar trúverðugleika hans. Stjórnmálamenn okkar skulu ekki koma sér í neina stöðu sem kastað getur rýrð á það traust sem almenningur ber í þeirra garð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu