„Sjö umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til okkar í dag,“ segir Höskuldur Erlingsson lögregluþjónn á Blönduósi í samtali við Stundina. Þrír bílar hafi farið út af veginum sunnan við Víðihlíð en þar hafi verið mikil hálka. Þrír farþegar eins bílsins voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er vitað um meiðsl þeirra en að sögn Höskuldar eru þau ekki talin alvarleg. Á svipuðum slóðum hafi einnig orðið mjög harður árekstur, aftanákeyrsla þar sem tveir bílar skemmdust mjög mikið. Farþegar bílanna sluppu þó ómeiddir. Þá varð einnig bílvelta á Holtavörðuheiði og harður árekstur á Blönduósi.
Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að fjöldi umferðaróhappa hafi orðið vegna hálku á Norðurlandi í dag. Höskuldur segir að óhöppin megi að hluta til rekja til mikillar hálku á svæðinu en ökumenn megi líka spyrja sig hvort þeir hafi verið að aka eftir aðstæðum. Þá segir hann marga bíla illa búna fyrir ferðalög …
Athugasemdir