Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Illa búnir bílar á ferð um fjallvegi

Sjö um­ferðaró­höpp til­kynnt til lög­regl­unn­ar á Blönduósi í dag. Lög­reglu­þjónn seg­ir bíla ekki nógu vel búna.

Illa búnir bílar á ferð um fjallvegi

„Sjö umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til okkar í dag,“ segir Höskuldur Erlingsson lögregluþjónn á Blönduósi í samtali við Stundina. Þrír bílar hafi farið út af veginum sunnan við Víðihlíð en þar hafi verið mikil hálka. Þrír farþegar eins bílsins voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er vitað um meiðsl þeirra en að sögn Höskuldar eru þau ekki talin alvarleg. Á svipuðum slóðum hafi einnig orðið mjög harður árekstur, aftanákeyrsla þar sem tveir bílar skemmdust mjög mikið. Farþegar bílanna sluppu þó ómeiddir. Þá varð einnig bílvelta á Holtavörðuheiði og harður árekstur á Blönduósi. 

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að fjöldi umferðaróhappa hafi orðið vegna hálku á Norðurlandi í dag. Höskuldur segir að óhöppin megi að hluta til rekja til mikillar hálku á svæðinu en ökumenn megi líka spyrja sig hvort þeir hafi verið að aka eftir aðstæðum. Þá segir hann marga bíla illa búna fyrir ferðalög …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár