Íbúðalánasjóður hefur á undanförnum árum lánað fjárfestum mörg þúsund milljónir til þess að kaupa eignir af sjóðnum. Þetta hafa stjórnendur Íbúðalánasjóðs gert þrátt fyrir að sjóðnum sé aðeins heimilt samkvæmt lögum að lána félögum „... sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis, lán til byggingar eða kaupa leiguíbúða“.
Um er að ræða mörg hundruð íbúðir sem lántakendur hafa misst til sjóðsins í gegnum nauðungaruppboð frá hruni. Ekki verður annað séð en að þau félög sem keyptu af Íbúðalánasjóði séu rekin með það að markmiði að hagnast sem mest. Stundin skoðaði lánveitinguna og hvernig Íbúðalánasjóður og umræddir fjárfestar tryggðu sér mörg hundruð milljóna króna lán þrátt fyrir lög og reglugerðir sem áttu að koma í veg fyrir það.
Athugasemdir