Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, hef­ur blás­ið til íbúa­fund­ar vegna „ófyr­ir­séðr­ar meng­un­ar“ frá kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon. Rúm­lega 3.400 manns hafa skrif­að und­ir áskor­un til bæj­ar­yf­ir­valda þar sem kraf­ist er þess að frek­ari stór­iðju­fram­kvæmd­ir í Helgu­vík verði sett­ar á ís.

Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“
United Silicon Talsmenn fyrirtækisins mæta á íbúafund í næstu viku. Mynd: AMG

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mætti á fund bæjarráðs í gær til þess að gera grein fyrir stöðu mála er varða kísilmálmverksmiðju United Silicon. Líkt og Stundin hefur ítarlega greint frá er stór hluti bæjarbúa ósáttur við mengun sem hefur borist frá verksmiðjunni undanfarnar vikur og hafa þeir meðal annars lýst þessum áhyggjum sínum í viðtali við fjölmiðla.

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar Kjartan Már Kjartansson hefur blásið til íbúafundar vegna mengunar frá United Silicon.

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs var samþykkt að halda íbúafund í Hljómahöllinni þann 14. desember klukkan 20:00.

Á fundinum mun íbúum í fyrsta skipti gefast tækifæri til þess að ræða beint við talsmenn United Silicon sem hafa fram að þessu látið sér nægja að senda út yfirlýsingar öðru hvoru. En talsmenn United Silicon verða ekki þeir einu sem koma til með að sitja fundinn því samkvæmt viðburðarauglýsingu á Facebook munu fulltrúar frá Orkurannsóknum Keilis, Umhverfisstofnun og bæjarstórn Reykjanesbæjar sitja fundinn.

„Pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal. Ekki er hægt að tilgreina nákvæmlega um fundarlok vegna umræðna,“ segir í auglýsingunni.

Undirskriftum fjölgar

Búist er við því að íbúar vilji svör um matsskýrslu United Silicon, þar sem meðal annars var lagt fram loftdreifilíkan sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Sama loftdreifilíkan er lagt til grundvallar staðsetningum á loftgæðismælum í kring um verksmiðjuna. Þá má einnig búast við því að spurt verði um útlit og stærð verksmiðjunnar en töluverð frávik eru í matsskýrslunni og því sem fyrir augum ber í Helguvík.

3.436 hafa skrifað undir áskorun sem beint er að bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnun. Þar er skorað á bæjaryfirvöld að rifta samningum við Thorsil vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilmálmverksmiðju í Helguvík: „Forsendur til þess eru fyrir hendi þar sem Thorsil hefur ekki staðið skil á þeim gjöldum sem fyrirtækið átti að greiða fyrir tveimur árum.“

Hættuleg mengun
Hættuleg mengun Mikla mengun hefur lagt frá verksmiðju United Silicon í Helguvík og yfir íbúabyggð í Reykjanesbæ. Íbúar eru áhyggjufullir um að í menguninni og lyktinni leynist hættuleg efni.

Mikil mengun, vinnuslys og bágar aðstæður

Þá segir einnig að bæjarbúar hafi upplifað það á eigin skinni undanfarið hvernig það er að búa í nálægð við stóriðju, eftir að kísilmálmverksmiðja United Silicon tók til starfa.

„Margir íbúar Reykjanesbæjar eru ekki sáttir við það hlutskipti og kvíða framhaldinu vegna áforma um fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju í Helguvík. Heilsa og velferð bæjarbúa verður að vera í fyrirrúmi.“

Stundin greindi frá því á miðvikudaginn að starfsmenn United Silicon hafi kvartað undan bágum vinnuaðstæðum en einn þeirra fékk rafstuð í verksmiðjunni á þriðjudaginn og þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahús. Þá var einnig birt myndskeið sem Stundinni barst frá starfsmanni United Silicon en það þótti sýna mistök og mikla mengun sem berst frá verksmiðjunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár