Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Í stað þess að horfast í augu við vandann var tilvalið að kenna öðrum um hann“

Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir Árna Pál Árna­son og tel­ur ómak­legt að rekja vanda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til for­manns­fram­boðs síns á lands­fundi 2015.

„Í stað þess að horfast í augu við vandann var tilvalið að kenna öðrum um hann“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að „digurmæli og samsæriskenningar“ helstu stuðningsmanna Árna Páls Árnasonar, fráfarandi formanns Samfylkingarinnar, í kjölfar óvænts formannsframboðs hennar á landsfundi flokksins í fyrra verði lengi í minnum höfð.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér vegna ummæla sem Árni Páll lét falla í viðtali við DV í vikunni. Sagði Árni Páll að engin umræða hefði farið fram innan þingflokks Samfylkingarinnar um óánægju með hann og hans formennsku fyrir landsfundinn 2015. Fylgi Samfylkingarinnar hefði aukist á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils en eftir landsfundinn 2015 hafi fylgiðið súnkað og flokknum allar götur síðan reynst erfitt að „finna taktinn á nýjan leik“. Sigríður gagnrýnir þessa söguskýringu.

„Í DV viðtali nú í vikunni fer fráfarandi formaður Samfylkingarinnar yfir farinn veg. Þar heldur hann því fram enn eina ferðina að fylgi Samfylkingarinnar hafi verið í góðu lagi við upphaf landsfundar 20. mars 2015 og að engin óánægja með hans störf hafi komið fram. Ég neyðist til að leiðrétta þetta,“ skrifar hún og bætir við: „Samfylkingin hafði vissulega náð að rétta sig aðeins við eftir ósigurinn 2013 þegar við fengum 12,9% atkvæða. Í desember 2014 vorum við komin í 20,3% fylgi samkvæmt Gallup en svo fór að síga á ógæfuhliðina. Í janúarlok 2015 fórum við niður í 18,5% og 17,1% í febrúar. Mikill órói var í flokknum og óánægja með frammistöðu okkar, ekki síst formannsins. Þegar MMR könnun þann 18. mars sýndi 15,5% fylgi tók steininn úr. Nokkrum vikum fyrir landsfundinn sagði fyrrverandi forystumaður jafnaðarmanna ljóst að flokkurinn hefði týnt erindisbréfinu. Þessi ummæli lýsa vel tilfinningu margra í flokknum í aðdraganda landsfundarins 2015.“

Segir Ingibjörg að Árna Páli hljóti að hafa verið óánægjan ljós þó hann tali nú eins og óánægjan á landsfundinum hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Þá lýsir hún því hvernig það atvikaðist að hún bauð sig fram til formanns: „Vikurnar fyrir landsfund hafði fjöldi fólks haft samband við mig og lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu flokksins og margir hvöttu mig til að fara fram. Ég taldi það ekki ráðlegt. Eftir því sem nær dró landsfundi varð ljóst að þátttaka yrði í algjöru lágmarki og vitað að margir myndu lýsa óánægju sinni með formanninn með því að skila auðu í formannskjöri á fundinum. Óánægjan og doðinn í flokknum var skelfilegur. Ég tók því þá ákvörðun síðdegis á fimmtudegi fyrir landsfund, þann 19. mars, að gefa kost á mér til formennsku.“ 

„Óánægjan og doðinn í
flokknum var skelfilegur“

Hún segir viðbrögðin hafa verið miklu sterkari og jákvæðari en hún hafði búist við, ekki bara frá Samfylkingarfólki heldur ýmsu fólki á vinstri vængnum. „Á landsfundi kom í ljós hversu djúpstæð óánægjan var, enda sigraði sitjandi formaður kjörið með aðeins einu atkvæði. Digurmæli og samsæriskenningar helstu stuðningsmanna formannsins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vandann, var tilvalið að kenna öðrum um hann,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Þar vísar hún væntanlega til ummæla á borð við þau sem Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og stuðningskona Árna Páls, viðhafði með því að kalla framboð Sigríðar „banatilræði úr launsátri“ og „fyrirlitlegan ódrengskap“. 

Sigríður bendir á að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sumarið 2010 bauð Pétur Blöndal þáverandi þingmaður sig fram á móti sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni, á landsfundinum sjálfum. „Pétur fékk tæpan þriðjung atkvæða og leiddi þannig í ljós óánægju flokksmanna með forystuna. Framboð eins og okkar Péturs Blöndal eru viðvörunarskot til sitjandi formanna og til þess fallin að neyða þá til að horfast í augu við vandann en gefur þeim líka tækifæri til að takast á við hann í kjölfarið. Veldur hver á heldur,“ skrifar Sigríður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár