Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Í stað þess að horfast í augu við vandann var tilvalið að kenna öðrum um hann“

Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir Árna Pál Árna­son og tel­ur ómak­legt að rekja vanda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til for­manns­fram­boðs síns á lands­fundi 2015.

„Í stað þess að horfast í augu við vandann var tilvalið að kenna öðrum um hann“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að „digurmæli og samsæriskenningar“ helstu stuðningsmanna Árna Páls Árnasonar, fráfarandi formanns Samfylkingarinnar, í kjölfar óvænts formannsframboðs hennar á landsfundi flokksins í fyrra verði lengi í minnum höfð.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér vegna ummæla sem Árni Páll lét falla í viðtali við DV í vikunni. Sagði Árni Páll að engin umræða hefði farið fram innan þingflokks Samfylkingarinnar um óánægju með hann og hans formennsku fyrir landsfundinn 2015. Fylgi Samfylkingarinnar hefði aukist á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils en eftir landsfundinn 2015 hafi fylgiðið súnkað og flokknum allar götur síðan reynst erfitt að „finna taktinn á nýjan leik“. Sigríður gagnrýnir þessa söguskýringu.

„Í DV viðtali nú í vikunni fer fráfarandi formaður Samfylkingarinnar yfir farinn veg. Þar heldur hann því fram enn eina ferðina að fylgi Samfylkingarinnar hafi verið í góðu lagi við upphaf landsfundar 20. mars 2015 og að engin óánægja með hans störf hafi komið fram. Ég neyðist til að leiðrétta þetta,“ skrifar hún og bætir við: „Samfylkingin hafði vissulega náð að rétta sig aðeins við eftir ósigurinn 2013 þegar við fengum 12,9% atkvæða. Í desember 2014 vorum við komin í 20,3% fylgi samkvæmt Gallup en svo fór að síga á ógæfuhliðina. Í janúarlok 2015 fórum við niður í 18,5% og 17,1% í febrúar. Mikill órói var í flokknum og óánægja með frammistöðu okkar, ekki síst formannsins. Þegar MMR könnun þann 18. mars sýndi 15,5% fylgi tók steininn úr. Nokkrum vikum fyrir landsfundinn sagði fyrrverandi forystumaður jafnaðarmanna ljóst að flokkurinn hefði týnt erindisbréfinu. Þessi ummæli lýsa vel tilfinningu margra í flokknum í aðdraganda landsfundarins 2015.“

Segir Ingibjörg að Árna Páli hljóti að hafa verið óánægjan ljós þó hann tali nú eins og óánægjan á landsfundinum hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Þá lýsir hún því hvernig það atvikaðist að hún bauð sig fram til formanns: „Vikurnar fyrir landsfund hafði fjöldi fólks haft samband við mig og lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu flokksins og margir hvöttu mig til að fara fram. Ég taldi það ekki ráðlegt. Eftir því sem nær dró landsfundi varð ljóst að þátttaka yrði í algjöru lágmarki og vitað að margir myndu lýsa óánægju sinni með formanninn með því að skila auðu í formannskjöri á fundinum. Óánægjan og doðinn í flokknum var skelfilegur. Ég tók því þá ákvörðun síðdegis á fimmtudegi fyrir landsfund, þann 19. mars, að gefa kost á mér til formennsku.“ 

„Óánægjan og doðinn í
flokknum var skelfilegur“

Hún segir viðbrögðin hafa verið miklu sterkari og jákvæðari en hún hafði búist við, ekki bara frá Samfylkingarfólki heldur ýmsu fólki á vinstri vængnum. „Á landsfundi kom í ljós hversu djúpstæð óánægjan var, enda sigraði sitjandi formaður kjörið með aðeins einu atkvæði. Digurmæli og samsæriskenningar helstu stuðningsmanna formannsins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vandann, var tilvalið að kenna öðrum um hann,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Þar vísar hún væntanlega til ummæla á borð við þau sem Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og stuðningskona Árna Páls, viðhafði með því að kalla framboð Sigríðar „banatilræði úr launsátri“ og „fyrirlitlegan ódrengskap“. 

Sigríður bendir á að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sumarið 2010 bauð Pétur Blöndal þáverandi þingmaður sig fram á móti sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni, á landsfundinum sjálfum. „Pétur fékk tæpan þriðjung atkvæða og leiddi þannig í ljós óánægju flokksmanna með forystuna. Framboð eins og okkar Péturs Blöndal eru viðvörunarskot til sitjandi formanna og til þess fallin að neyða þá til að horfast í augu við vandann en gefur þeim líka tækifæri til að takast á við hann í kjölfarið. Veldur hver á heldur,“ skrifar Sigríður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár