Björg Sveinbjörnsdóttir hélt til Ísafjarðar fyrir tveimur árum til að kynna bók sína, Hljóðin úr eldhúsinu, og í þeirri ferð ákvað hún að flytja vestur. Nú hefur hún, ásamt vinkonu sinni, Vaida Bražiūnaitė, opnað Skóbúðina, hversdagssafn og verslun sem selur list og hönnun fólks sem ýmist býr á Ísafirði eða tengist svæðinu. Hver er hugmyndin að baki þessu framtaki?
„Skóbúðin er bæði safn og verslun, safnið köllum við hversdagssafnið, museum mundane, eins og það heitir á ensku, og við vinnum með sögur úr hversdeginum. Við hittum sem sagt fólk af svæðinu og flettum í gegnum fjölskyldualbúm með því og fáum að heyra alls konar sögur og minningar. Svo fáum við lánaðar ljósmyndirnar, skönnum inn og setjum upp með sögunni eða minningunni. Sýningin sem við erum með uppi núna eru sögur og ljósmyndir inni í gömlum bókum sem bókasafnið var að losa sig við.“
Athugasemdir