Þegar úrslit kosninganna 2014 til Evrópuþings lágu fyrir grétu byltingarsinnar sigurtárum á Spánartorgum. Fjögurra mánaða gamall stjórnmálaflokkur, Við getum (Podemos), náði átta prósenta fylgi og breytti þar með landslagi spánskra stjórnmála. Lýðum var ljóst að mun stærri sigur væri í vændum í sjálfum þingkosningunum. Einokun Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins (Partido Popular) var liðin undir lok. Spánskt pólitískt vor lá í loftinu. Spænska „búsáhaldabyltingin,“ oft kennd við 11. maí, virtist hafa borið ávöxt.
Þetta er upphafið að sögu fólksins í Við getum-flokknum sem svo mjög fagnaði í sínum fyrstu kosningum en kom hnípið og vonsvikið úr þeim síðustu. Af hverju? Er það virkilega svo að pólitísk ævintýri geta ekki endað vel?
Hvaðan koma þau?
Það er engin tilviljun að margir af helstu framámönnum og -konum Við getum-flokksins séu fyrrverandi háskólaprófessorar. Flokkurinn varð nefnilega til við samruma hugvitsins í háskólum landsins og slagkraftsins frá reiðum almúganum sem safnaðist saman á torgum helstu borga Spánar og
Athugasemdir