Hundrað og tveir hjólreiðamenn hittu Eirík Einarsson á Seltjarnarnesi í gærkvöldi til að sýna honum vináttuvott og sáttarhug.
Eiríkur hafði verið gangandi á göngustíg á Seltjarnarnesi fyrir skemmstu þegar hann lenti í stympingum við hluta meðlima sama hjólreiðahóp. Hann lýsti atvikinu í samtali við Stundina: „Ég skil ekki almennilega hvað gerðist. Það var allt í einu eins og hefði verið ráðist á mig. Ég heyrði köll og allt í einu var ég farinn hálfpartinn að stympast við menn sem dynja á mér. Ég tók nokkur högg. Þeir skullu á öxlinni á mér,“ lýsti hann. Eiríkur viðurkenndi í samtali við Stundina að hann hefði misst stjórn á sér og sæi eftir því, en hjólreiðamennirnir kvörtuðu undan því að hann hefði baðað út höndunum og staðið á miðjum göngustígnum.
Athugasemdir