Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hlín rýfur þögnina: Krefst þess að Pressan skili tölvupóstum

Lög­mað­ur Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur krefst tölvu­pósta vegna varn­ar í fjár­kúg­un­ar­máli en ekk­ert ger­ist.

Hlín rýfur þögnina: Krefst þess að Pressan skili tölvupóstum
Hlín Einarsdóttir Á ýmsu hefur gengið í lífi ritstjórans fyrrverandi undanfarnar vikur. Hún hefur verið kærð fyrir fjárkúgun og kærði sjálf nauðgun. Mynd: Kristinn Magnússon

Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Bleikt.is, sem var handtekin fyrir að senda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra fjárkúgunarbréf, hyggst nota tölvupósta sína frá Vefpressunni í þeim málaferlum sem framundan eru vegna fjárkúgunarmálsins og einnig nauðgunarkæru hennar á hendur fyrrverandi samstarfsmanni. Henni er hins vegar meinað um aðgang að póstunum af eigendum og stjórnendum fyrirtækisins sem er að stærstum hluta í eigu fyrrverandi sambýlismanns hennar til þriggja ára, Björns Inga Hrafnssonar.

Hlín hefur ekki tjáð sig um málið frá því það kom upp fyrr en nú.

Segir dularfullt að hún fái ekki tölvupóstana

Eftir að fjárkúgunin, sem gekk út á óeðlileg tengsl forsætisráðherra og Björns Inga, komst í hámæli, lokuðu stjórnendur Pressunnar á netfang Hlínar. Hún segist hafa haft þetta netfang, hlin@bleikt.is, allar götur síðan hún var ritstjóri Bleikt.is, sem er einn af miðlum Vefpressunnar. Hlín sagði í samtali við Stundina í kvöld að hún teldi sig eiga fullan rétt á þessum gögnum sem að stórum hluta eru persónuleg.

„Það er mjög dularfullt að þeir skuli neita að afhenda mér gögnin“

„Ég krefst þess að fá aðgang að tölvupósti mínum en stjórnendur Vefpressunnar eru að draga lappirnar. Það er mjög dularfullt að þeir skuli neita að afhenda mér gögnin,” segir Hlín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárkúgun

Malín Brand, þú ert handtekin
ViðtalFjárkúgun

Malín Brand, þú ert hand­tek­in

Fjöl­miðla­kon­an Malín Brand, 34 ára, hef­ur á ör­fá­um mán­uð­um misst vinn­una, heim­ili sitt og mann­orð­ið. Allt frá því að upp komst um fjár­kúg­un­ar­mál syst­ur henn­ar, Hlín­ar Ein­ars­dótt­ur, á hend­ur for­sæt­is­ráð­herra og að­ild Malín­ar hef­ur líf henn­ar far­ið al­gjör­lega á hvolf. Við þetta bætt­ist að sam­starfs­mað­ur, sem sak­að­ur er um nauðg­un og greiddi miska­bæt­ur, kærði syst­urn­ar fyr­ir að hafa beitt sig fjár­kúg­un. Það mál er til rann­sókn­ar líkt og fjár­kúg­un­in á hend­ur Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni. Malín er í dag at­vinnu­laus og út­hróp­uð. Hún seg­ir hér sögu sína.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár