Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hinir dánu koma: Grafa grafir í almenningsgörðum

Hóp­ur sem berst fyr­ir „póli­tískri feg­urð“ gróf graf­ir flótta­manna í al­menn­ings­garði við þýska þing­hús­ið.

Hinir dánu koma:  Grafa grafir í  almenningsgörðum

Þúsundir flóttamanna drukkna nú ár hvert í Miðjarðarhafi, því þeim er ekki leyft að ferðast til Evrópu með löglegum og öruggum leiðum. Fjöldagrafir þeirra hafa fundist sunnarlega í álfunni, til dæmis í Grikklandi, og á dögunum tilkynnti þýsk listamiðstöð að nokkur þeirra yrðu grafin upp og flutt til Berlínar. „Þýski innanríkisráðherrann vill að hinir dauðu komi okkur ekki fyrir sjónir,“ segir Stefan Pelzer, einn aðstandenda verkefnisins. Nú yrðu þau jarðsett í samráði við ættingja – í grasvöllinn fyrir utan þýska kansellíið.

Listahópurinn kallast „Miðstöð um pólitíska fegurð“. Áður hefur hann hnuplað minnisvörðum um þá sem létust þegar þeir reyndu að komast yfir Berlínarmúrinn. Var farið með þá að girðingunum sem nú liggja um Evrópu. Ádeilan vakti mikið umtal, en gjörningurinn nú í lok júní var heldur umdeildari.

Lík grafin í almenningsgarði

Hápunktur hans var skipulagning stórrar göngu sunnudaginn 21. júní. Skurðgrafa átti að fara í broddi fylkingar að kansellíinu við Torg Lýðveldisins, Austurvöll Þýskalands. Líkkistur með dánum flóttamönnum yrðu svo grafnar í túnið fyrir framan það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár