Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hinir dánu koma: Grafa grafir í almenningsgörðum

Hóp­ur sem berst fyr­ir „póli­tískri feg­urð“ gróf graf­ir flótta­manna í al­menn­ings­garði við þýska þing­hús­ið.

Hinir dánu koma:  Grafa grafir í  almenningsgörðum

Þúsundir flóttamanna drukkna nú ár hvert í Miðjarðarhafi, því þeim er ekki leyft að ferðast til Evrópu með löglegum og öruggum leiðum. Fjöldagrafir þeirra hafa fundist sunnarlega í álfunni, til dæmis í Grikklandi, og á dögunum tilkynnti þýsk listamiðstöð að nokkur þeirra yrðu grafin upp og flutt til Berlínar. „Þýski innanríkisráðherrann vill að hinir dauðu komi okkur ekki fyrir sjónir,“ segir Stefan Pelzer, einn aðstandenda verkefnisins. Nú yrðu þau jarðsett í samráði við ættingja – í grasvöllinn fyrir utan þýska kansellíið.

Listahópurinn kallast „Miðstöð um pólitíska fegurð“. Áður hefur hann hnuplað minnisvörðum um þá sem létust þegar þeir reyndu að komast yfir Berlínarmúrinn. Var farið með þá að girðingunum sem nú liggja um Evrópu. Ádeilan vakti mikið umtal, en gjörningurinn nú í lok júní var heldur umdeildari.

Lík grafin í almenningsgarði

Hápunktur hans var skipulagning stórrar göngu sunnudaginn 21. júní. Skurðgrafa átti að fara í broddi fylkingar að kansellíinu við Torg Lýðveldisins, Austurvöll Þýskalands. Líkkistur með dánum flóttamönnum yrðu svo grafnar í túnið fyrir framan það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár