Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hinir dánu koma: Grafa grafir í almenningsgörðum

Hóp­ur sem berst fyr­ir „póli­tískri feg­urð“ gróf graf­ir flótta­manna í al­menn­ings­garði við þýska þing­hús­ið.

Hinir dánu koma:  Grafa grafir í  almenningsgörðum

Þúsundir flóttamanna drukkna nú ár hvert í Miðjarðarhafi, því þeim er ekki leyft að ferðast til Evrópu með löglegum og öruggum leiðum. Fjöldagrafir þeirra hafa fundist sunnarlega í álfunni, til dæmis í Grikklandi, og á dögunum tilkynnti þýsk listamiðstöð að nokkur þeirra yrðu grafin upp og flutt til Berlínar. „Þýski innanríkisráðherrann vill að hinir dauðu komi okkur ekki fyrir sjónir,“ segir Stefan Pelzer, einn aðstandenda verkefnisins. Nú yrðu þau jarðsett í samráði við ættingja – í grasvöllinn fyrir utan þýska kansellíið.

Listahópurinn kallast „Miðstöð um pólitíska fegurð“. Áður hefur hann hnuplað minnisvörðum um þá sem létust þegar þeir reyndu að komast yfir Berlínarmúrinn. Var farið með þá að girðingunum sem nú liggja um Evrópu. Ádeilan vakti mikið umtal, en gjörningurinn nú í lok júní var heldur umdeildari.

Lík grafin í almenningsgarði

Hápunktur hans var skipulagning stórrar göngu sunnudaginn 21. júní. Skurðgrafa átti að fara í broddi fylkingar að kansellíinu við Torg Lýðveldisins, Austurvöll Þýskalands. Líkkistur með dánum flóttamönnum yrðu svo grafnar í túnið fyrir framan það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár