Hinir dánu koma: Grafa grafir í almenningsgörðum

Hóp­ur sem berst fyr­ir „póli­tískri feg­urð“ gróf graf­ir flótta­manna í al­menn­ings­garði við þýska þing­hús­ið.

Hinir dánu koma:  Grafa grafir í  almenningsgörðum

Þúsundir flóttamanna drukkna nú ár hvert í Miðjarðarhafi, því þeim er ekki leyft að ferðast til Evrópu með löglegum og öruggum leiðum. Fjöldagrafir þeirra hafa fundist sunnarlega í álfunni, til dæmis í Grikklandi, og á dögunum tilkynnti þýsk listamiðstöð að nokkur þeirra yrðu grafin upp og flutt til Berlínar. „Þýski innanríkisráðherrann vill að hinir dauðu komi okkur ekki fyrir sjónir,“ segir Stefan Pelzer, einn aðstandenda verkefnisins. Nú yrðu þau jarðsett í samráði við ættingja – í grasvöllinn fyrir utan þýska kansellíið.

Listahópurinn kallast „Miðstöð um pólitíska fegurð“. Áður hefur hann hnuplað minnisvörðum um þá sem létust þegar þeir reyndu að komast yfir Berlínarmúrinn. Var farið með þá að girðingunum sem nú liggja um Evrópu. Ádeilan vakti mikið umtal, en gjörningurinn nú í lok júní var heldur umdeildari.

Lík grafin í almenningsgarði

Hápunktur hans var skipulagning stórrar göngu sunnudaginn 21. júní. Skurðgrafa átti að fara í broddi fylkingar að kansellíinu við Torg Lýðveldisins, Austurvöll Þýskalands. Líkkistur með dánum flóttamönnum yrðu svo grafnar í túnið fyrir framan það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár