Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hildur Lilliendahl ofsótt af einkaþjálfara: „Ég mun rústa þínu einkalífi“

Einka­þjálf­ar­inn Kristján Jök­ull Að­al­steins­son, sem hef­ur ver­ið fasta­gest­ur á X-977, hót­ar Hildi Lilliendahl. „Það vant­ar einn svona harð­an til að ut­rýma þess­um öfga­fem­in­ista,“ sagði hann.

Hildur Lilliendahl ofsótt af einkaþjálfara: „Ég mun rústa þínu einkalífi“
Kristján Jökull Finnst hótanir sínar vera saklausar.

Hildur Lilliendahl hefur fengið ógnandi skilaboð og hótanir frá manni sem segist vera ósáttur við að kona hans sótti í Kvennaathvarfið. „Ég mun rústa þínu einkalífi,“ segir maðurinn.

Þá sakar hann hana um að hafa reynt að kæra Egil Gillzenegger einkaþjálfara. „Reyndir að kæra Gills. Nú er það ég.“

Maðurinn, Kristján Jökull Aðalsteinsson, hefur verið fastagestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977, þar sem hann hefur vakið athygli fyrir skrautleg og oft sláandi ummæli um sig og konu sem fór frá honum. Hann hefur áður sent Hildi ógnandi skilaboð. Þá sagði hann :„Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“

Hildur vildi ekki tjá sig um málið við Stundina en benti einfaldlega á umræðuna undir Twitter deilingunni sinni.

Í samtali við Stundina segist Kristján ekki sjá hvað væri að skilaboðunum, og leit ekki á þau sem hótun. Þegar blaðamaður bar undir hann ummælin „Það vantar einn harðann til að útrýma þessum öfgafemínista,“ sagði Kristján að hann meinti að hún væri öfgafeministi „og hún er með hatur út í karlmenn.“

Blaðamaður: En hvað áttu við með þegar þú segir að það þurfi einn harðann til að útrýma henni?

Kristján: Ég veit það ekki. Ég er með lesblindu.

Blaðamaður: Já, þetta kemur lesblindu kannski ekki beint við.

Kristján: Nei, ég skal segja þér það, eða ég ætla ekkert að segja þér það. En ég meina get ég, get ég, ég bara tek þetta til baka sem ég sagði og bið hana afsökunar á því.

Blaðamaður: Já, þú ert þarna ítrekað að senda henni skilaboð. Hún biður þig að hætta að senda sér skilaboð og þú heldur áfram og segir að þurfi einn harðan til að útrýma þessum öfgafeminista.

Kristján: Þá er ég að meina að breyta til, það er ekki feminista, ég sagði breyta þessum feminista og útrýma þessum öfgafeminista. Ég er að meina það, ég er ekkert að meina annað. En mér finnst þetta voðalega, bara voðalega sko, ég finnst þetta voðalega sko saklaust verð ég að segja. Mér finnst ekki þetta hótun.

Kristján hefur meðal annars sagt á útvarpsstöðinni X-inu að hann þyrfti aldrei að borga fyrir vændi vegna þess að hann væri svo myndarlegur. Hann viðurkenndi í öðru samtali við þáttinn að hann hefði slegið konuna sína á skemmtistað, eftir að hún hafði slegið hann.  

Kristján
Kristján Jökull

Í viðtali við DV árið 2014 talaði Kristján opinskátt um fjögur ár sem hann var nemandi í Öskjuhlíðarskóla. Í skólanum eru nemendur með þroskaskerðingu, bæði líkamlega og andlega, en sjálfur segist Kristján aðeins hafa verið með athyglisbrest og ofvirkni. „Þetta hefur haft slæmar afleiðingar og ég hef verið reiður vegna þess í 27 ár,“ sagði Kristján í viðtalinu. Að lokum var tekin ákvörðun um að flytja hann í annan skóla vegna ítrekaðra beiðna hans þar um, og var hann þá fluttur í sérdeild í Fellaskóla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár