Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum

Á sama tíma og ófram­kom­ið frum­varp um jafn­launa­vott­un vakti heims­at­hygli voru í gangi þreif­ing­ar sem mið­uðu að því að gera frum­varp­ið „óþarft“. Út­færsla Þor­steins Víg­lunds­son­ar geng­ur skem­ur en Við­reisn lagði upp með í kosn­inga­bar­áttu sinni, en ólík­legt er að mál­ið fá­ist sam­þykkt á yf­ir­stand­andi þingi.

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum
Umdeild jafnlaunavottun Áform Þorsteins Víglundssonar um lögfestingu jafnlaunavottunar hafa vakið heimsathygli en útfærslan sætir harðri gagnrýni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á sama tíma og yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu jafnlaunavottunar rötuðu í erlenda fjölmiðla og vöktu heimsathygli ríkti óvissa um það í velferðarráðuneytinu og meðal aðila vinnumarkaðarins hvort frumvarpið yrði yfir höfuð lagt fram á Alþingi. Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn og kynnt almenningi í byrjun apríl reyndist það mjög frábrugðið frumvarpinu sem Viðreisn hafði boðað í kosningabaráttu sinni.

Ólíklegt er að samstaða náist um frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, fyrir þinglok. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur tekið undir þá hugmynd að afgreiðslu þess verði frestað. Um er að ræða eitt af fáum einkennismálum Viðreisnar sem flokkurinn fékk samþykkt inn í stjórnarsáttmála þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð í byrjun ársins.

Hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga

Þann 15. mars síðastliðinn hélt Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, erindi á ráðstefnu Íslands, Sviss og Suður-Afríku á fundi kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í New York og boðaði að síðar þann mánuðinn myndi ríkisstjórn Íslands kynna það sem hann kallaði „groundbreaking legislation“: frumvarp um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nokkrum dögum síðar kom Þorsteinn fram í viðtali við norska dagblaðið Dagsavisen og hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga og lögfesta jafnlaunavottun fyrirtækja. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar áttu sér stað þreifingar á þessum tíma sem miðuðu að því að komast hjá lögfestingu jafnlaunavottunar, að minnsta kosti í þeirri mynd sem áður hafði verið lagt upp með, og koma jafnlaunavottun þess í stað inn í kjarasamninga. Fréttablaðið greindi frá því þann 17. mars að frumvarpið um jafnlaunavottun teldist „óþarft“ ef samkomulag næðist í viðræðum milli fulltrúa vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar. Eftirfarandi ummæli voru höfð eftir Þorsteini Víglundssyni: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann hafði boðað „groundbreaking legislation“ á jafnréttisráðstefnunni í New York.

Þannig voru áform um lögfestingu jafnlaunavottunar kynnt með allt öðrum hætti erlendis heldur en á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar bundu fulltrúar atvinnurekenda vonir við að samið yrði um að koma jafnlaunavottun inn í kjarasamninga í stað þess að lögbinda hana. Þá voru uppi raddir meðal stjórnarliða um að með þessu mætti leysa þann hnút sem málið var komið í vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og bent er á í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga náðist ekki að „innleiða jafnlaunavottunina með kjarasamningi“ og lagði Þorsteinn fram frumvarp sitt í byrjun apríl. 

Frumvarpið gengur skemur en Viðreisn boðaði

Í frumvarpi Þorsteins er lagt til að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skuli öðlast jafnlaunavottun, en í þessu felst að faggiltur vottunaraðili staðfestir að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess uppfylli kröfur sérstaks jafnlaunastaðals sem gefinn var út af Staðlaráði Íslands árið 2012. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár