Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum

Á sama tíma og ófram­kom­ið frum­varp um jafn­launa­vott­un vakti heims­at­hygli voru í gangi þreif­ing­ar sem mið­uðu að því að gera frum­varp­ið „óþarft“. Út­færsla Þor­steins Víg­lunds­son­ar geng­ur skem­ur en Við­reisn lagði upp með í kosn­inga­bar­áttu sinni, en ólík­legt er að mál­ið fá­ist sam­þykkt á yf­ir­stand­andi þingi.

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum
Umdeild jafnlaunavottun Áform Þorsteins Víglundssonar um lögfestingu jafnlaunavottunar hafa vakið heimsathygli en útfærslan sætir harðri gagnrýni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á sama tíma og yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu jafnlaunavottunar rötuðu í erlenda fjölmiðla og vöktu heimsathygli ríkti óvissa um það í velferðarráðuneytinu og meðal aðila vinnumarkaðarins hvort frumvarpið yrði yfir höfuð lagt fram á Alþingi. Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn og kynnt almenningi í byrjun apríl reyndist það mjög frábrugðið frumvarpinu sem Viðreisn hafði boðað í kosningabaráttu sinni.

Ólíklegt er að samstaða náist um frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, fyrir þinglok. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur tekið undir þá hugmynd að afgreiðslu þess verði frestað. Um er að ræða eitt af fáum einkennismálum Viðreisnar sem flokkurinn fékk samþykkt inn í stjórnarsáttmála þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð í byrjun ársins.

Hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga

Þann 15. mars síðastliðinn hélt Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, erindi á ráðstefnu Íslands, Sviss og Suður-Afríku á fundi kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í New York og boðaði að síðar þann mánuðinn myndi ríkisstjórn Íslands kynna það sem hann kallaði „groundbreaking legislation“: frumvarp um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nokkrum dögum síðar kom Þorsteinn fram í viðtali við norska dagblaðið Dagsavisen og hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga og lögfesta jafnlaunavottun fyrirtækja. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar áttu sér stað þreifingar á þessum tíma sem miðuðu að því að komast hjá lögfestingu jafnlaunavottunar, að minnsta kosti í þeirri mynd sem áður hafði verið lagt upp með, og koma jafnlaunavottun þess í stað inn í kjarasamninga. Fréttablaðið greindi frá því þann 17. mars að frumvarpið um jafnlaunavottun teldist „óþarft“ ef samkomulag næðist í viðræðum milli fulltrúa vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar. Eftirfarandi ummæli voru höfð eftir Þorsteini Víglundssyni: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann hafði boðað „groundbreaking legislation“ á jafnréttisráðstefnunni í New York.

Þannig voru áform um lögfestingu jafnlaunavottunar kynnt með allt öðrum hætti erlendis heldur en á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar bundu fulltrúar atvinnurekenda vonir við að samið yrði um að koma jafnlaunavottun inn í kjarasamninga í stað þess að lögbinda hana. Þá voru uppi raddir meðal stjórnarliða um að með þessu mætti leysa þann hnút sem málið var komið í vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og bent er á í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga náðist ekki að „innleiða jafnlaunavottunina með kjarasamningi“ og lagði Þorsteinn fram frumvarp sitt í byrjun apríl. 

Frumvarpið gengur skemur en Viðreisn boðaði

Í frumvarpi Þorsteins er lagt til að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skuli öðlast jafnlaunavottun, en í þessu felst að faggiltur vottunaraðili staðfestir að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess uppfylli kröfur sérstaks jafnlaunastaðals sem gefinn var út af Staðlaráði Íslands árið 2012. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár