Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum

Á sama tíma og ófram­kom­ið frum­varp um jafn­launa­vott­un vakti heims­at­hygli voru í gangi þreif­ing­ar sem mið­uðu að því að gera frum­varp­ið „óþarft“. Út­færsla Þor­steins Víg­lunds­son­ar geng­ur skem­ur en Við­reisn lagði upp með í kosn­inga­bar­áttu sinni, en ólík­legt er að mál­ið fá­ist sam­þykkt á yf­ir­stand­andi þingi.

Heimsfrægt frumvarp á hrakhólum
Umdeild jafnlaunavottun Áform Þorsteins Víglundssonar um lögfestingu jafnlaunavottunar hafa vakið heimsathygli en útfærslan sætir harðri gagnrýni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á sama tíma og yfirlýst áform ríkisstjórnarinnar um lögfestingu jafnlaunavottunar rötuðu í erlenda fjölmiðla og vöktu heimsathygli ríkti óvissa um það í velferðarráðuneytinu og meðal aðila vinnumarkaðarins hvort frumvarpið yrði yfir höfuð lagt fram á Alþingi. Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn og kynnt almenningi í byrjun apríl reyndist það mjög frábrugðið frumvarpinu sem Viðreisn hafði boðað í kosningabaráttu sinni.

Ólíklegt er að samstaða náist um frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, fyrir þinglok. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið og Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur tekið undir þá hugmynd að afgreiðslu þess verði frestað. Um er að ræða eitt af fáum einkennismálum Viðreisnar sem flokkurinn fékk samþykkt inn í stjórnarsáttmála þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð í byrjun ársins.

Hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga

Þann 15. mars síðastliðinn hélt Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, erindi á ráðstefnu Íslands, Sviss og Suður-Afríku á fundi kvenna­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í New York og boðaði að síðar þann mánuðinn myndi ríkisstjórn Íslands kynna það sem hann kallaði „groundbreaking legislation“: frumvarp um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nokkrum dögum síðar kom Þorsteinn fram í viðtali við norska dagblaðið Dagsavisen og hvatti Norðmenn til að feta í fótspor Íslendinga og lögfesta jafnlaunavottun fyrirtækja. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar áttu sér stað þreifingar á þessum tíma sem miðuðu að því að komast hjá lögfestingu jafnlaunavottunar, að minnsta kosti í þeirri mynd sem áður hafði verið lagt upp með, og koma jafnlaunavottun þess í stað inn í kjarasamninga. Fréttablaðið greindi frá því þann 17. mars að frumvarpið um jafnlaunavottun teldist „óþarft“ ef samkomulag næðist í viðræðum milli fulltrúa vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar. Eftirfarandi ummæli voru höfð eftir Þorsteini Víglundssyni: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann hafði boðað „groundbreaking legislation“ á jafnréttisráðstefnunni í New York.

Þannig voru áform um lögfestingu jafnlaunavottunar kynnt með allt öðrum hætti erlendis heldur en á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar bundu fulltrúar atvinnurekenda vonir við að samið yrði um að koma jafnlaunavottun inn í kjarasamninga í stað þess að lögbinda hana. Þá voru uppi raddir meðal stjórnarliða um að með þessu mætti leysa þann hnút sem málið var komið í vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Eins og bent er á í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga náðist ekki að „innleiða jafnlaunavottunina með kjarasamningi“ og lagði Þorsteinn fram frumvarp sitt í byrjun apríl. 

Frumvarpið gengur skemur en Viðreisn boðaði

Í frumvarpi Þorsteins er lagt til að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skuli öðlast jafnlaunavottun, en í þessu felst að faggiltur vottunaraðili staðfestir að jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar og framkvæmd þess uppfylli kröfur sérstaks jafnlaunastaðals sem gefinn var út af Staðlaráði Íslands árið 2012. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár