„Það var rosalegt sjokk að lenda allt í einu í köldum sjónum. Ég fór á bólakaf en náði að komast upp á yfirborðið. Þá voru félagar mínir búnir að kasta til mín björgunarhring og ég náði að skríða upp á hann,“ sagði Sigurbjörn Þórmundsson, háseti á togaranum Snorra Sturlusyni, í viðtali við DV um miðjan september árið 1996.
Tilefni viðtalsins var að hann lenti í lífsháska þegar hann féll fyrir borð í Smugunni milli Íslands og Noregs.
Óhappið varð um tíuleytið að kvöldi fimmtudagsins 5. september
Athugasemdir