Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Harmleikir í spænsku höllinni

Spænska kon­ung­dæm­ið hef­ur ver­ið um­deilt. Jó­hann Karl Spán­ar­kon­ung­ur leiddi Spán til lýð­ræð­is, en hjá­kon­ur, fíla­veið­ar og ógagn­sæ fjár­mál skyggja á fer­il­inn og vekja spurn­ing­ar um fram­hald kon­ung­dæm­is­ins. Fil­ipp­us, son­ur hans, hef­ur hins veg­ar reynst far­sæll fyrstu ár­in.

Harmleikir í spænsku höllinni
Filippus Tók við löskuðu konungdæmi. Hér ásamt Letiziu, eiginkonu sinni, fyrrverandi fréttakonu. Mynd:

Jóhann Karl Spánarkonungur var lengst af farsæll. En þegar hann afsalaði sér völdum, fyrir þremur árum, var konungsfjölskyldan vart svipur hjá sjón. Umfram allt voru það stórfelldir fjárglæpir tengdasonarins sem laskaði konungsliðið en hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í síðasta mánuði. Dóttirin, Kristín, fyrrverandi hertogaynja af Palma, slapp hins vegar við fangelsisvist eftir flókin málaferli sem kostuðu hana konungstignina. En framhjáhald gamla konungsins sjálfs, í eitt sinn með alltof áberandi ástkonu, og forkastanlegar fílaveiðar hans í Botswana voru heldur ekki til að bæta ástandið. Þar á ofan eru efnahagsmál fjölskyldunnar undir huliðshjálmi svo ógjörlegt er fyrir almenning að vita um eyðslu hennar og auðæfi þótt látið sé að því liggja að hún búi við sama gagnsæi og aðrir. Þrátt fyrir þetta hefur nýja konunginum, Filippusi sjötta, tekist að stíga ölduna.

Kóngur fær hinn fullkomna tengdason

Iñaki Urdangarín var einn af frægari handboltahetjum þjóðarinnar. Hann var með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár