Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Harmleikir í spænsku höllinni

Spænska kon­ung­dæm­ið hef­ur ver­ið um­deilt. Jó­hann Karl Spán­ar­kon­ung­ur leiddi Spán til lýð­ræð­is, en hjá­kon­ur, fíla­veið­ar og ógagn­sæ fjár­mál skyggja á fer­il­inn og vekja spurn­ing­ar um fram­hald kon­ung­dæm­is­ins. Fil­ipp­us, son­ur hans, hef­ur hins veg­ar reynst far­sæll fyrstu ár­in.

Harmleikir í spænsku höllinni
Filippus Tók við löskuðu konungdæmi. Hér ásamt Letiziu, eiginkonu sinni, fyrrverandi fréttakonu. Mynd:

Jóhann Karl Spánarkonungur var lengst af farsæll. En þegar hann afsalaði sér völdum, fyrir þremur árum, var konungsfjölskyldan vart svipur hjá sjón. Umfram allt voru það stórfelldir fjárglæpir tengdasonarins sem laskaði konungsliðið en hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í síðasta mánuði. Dóttirin, Kristín, fyrrverandi hertogaynja af Palma, slapp hins vegar við fangelsisvist eftir flókin málaferli sem kostuðu hana konungstignina. En framhjáhald gamla konungsins sjálfs, í eitt sinn með alltof áberandi ástkonu, og forkastanlegar fílaveiðar hans í Botswana voru heldur ekki til að bæta ástandið. Þar á ofan eru efnahagsmál fjölskyldunnar undir huliðshjálmi svo ógjörlegt er fyrir almenning að vita um eyðslu hennar og auðæfi þótt látið sé að því liggja að hún búi við sama gagnsæi og aðrir. Þrátt fyrir þetta hefur nýja konunginum, Filippusi sjötta, tekist að stíga ölduna.

Kóngur fær hinn fullkomna tengdason

Iñaki Urdangarín var einn af frægari handboltahetjum þjóðarinnar. Hann var með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár