Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Halldór Ásgrímsson þungt haldinn á Landspítalanum

Fyrr­um for­sæt­is­ráð­herra er sagð­ur hafa feng­ið hjarta­áfall í sum­ar­bú­stað sín­um.

Halldór Ásgrímsson þungt haldinn á Landspítalanum

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er nú haldið sofandi á Landspítalann. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans,  segir í samtali við Stundina að Halldór hafi verið færður á Landspítalan á laugardag.

Að hennar sögn var hann þungt haldinn við komu á spítalann. Samkvæmt frétt á dv.is fékk hann hjartaáfall síðastliðinn föstudag og var hann þá staddur í sumarbústað sínum við Álftavatn. Samkvæmt sömu frétt var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Að sögn Önnu fékk Halldór hjartaáfall aðfaranótt laugardags. 

„Það sem við getum sagt á þessum tímapunkti er að Halldór Ásgrímsson liggur þungt haldinn á gjörgæslunni við Hringbraut,“ segir Anna Sigrún. 

Halldór er 67 ára gamall og starfaði hann sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2013.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár