Ætla má að 50 prósenta hækkun á veiðigjöldum þeirra útgerða sem hafa yfir meira en 4 þúsund þorskígildistonnum að ráða gæti skilað ríkissjóði um tveimur milljörðum til viðbótar við þær tekjur sem nú er aflað miðað við fiskveiðiárið 2016/2017.
Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingkonu Samfylkingarinnar.
Oddný spurði hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef sett yrði stærðarálag á veiðigjald eins og það er samkvæmt gildandi lögum og það hækkað um 50% frá og með 4.000 tonnum þorskígildis. Í svari ráðuneytisins kemur fram að veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári sé áætlað um 6,1 milljarður en 5,1 að frádregnum frítekjuafslætti og skuldaafslætti. Álagningin sem Oddný nefnir myndi leggjast á um 22 fyrirtæki af þeim rúmlega 1000 sem nú greiða veiðigjald.
„Áætlað álagt veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári er eins og áður sagði um 6.100 millj. kr. brúttó. Ef 75% af því gjaldi mundi hækka …
Athugasemdir