Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hæðist að prófkjörum Pírata: „Auðvitað mismunur á því hvernig stjórnmálaflokkar skilgreina lýðræðisást sína“

Jón Gunn­ars­son, formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar Al­þing­is, ber próf­kjör Pírata og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­an – Kemst að þeirri nið­ur­stöðu að „sum­ir sann­ar­lega hrópa meira en gera minna“.

Hæðist að prófkjörum Pírata: „Auðvitað mismunur á því hvernig stjórnmálaflokkar skilgreina lýðræðisást sína“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hæðist að Pírötum í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Þar gerir hann grín að því hve margir bjóða sig fram í prófkjörum flokksins á höfuðborgarsvæðinu.

„Prófkjör Pírata á höfðuborgarsvæðinu vekur athygli. Það má með sanni segja að í því prófkjöri sé framboð meira en eftirspurn miðað við það sem áður er þekkt í prófkjörum. Hjá hinu mikla "lýðræðisafli" eru yfir 100 frambjóðendur og u.þ.b 2,000 mega kjósa, eða að jafnaði 20 manns að baki hvers frambjóðanda,“ skrifar Jón og bætir við: „Ef við berum þetta saman við prófkjör Sjálfstæðismanna á sama svæði fyrir síðustu kosningar til Alþingis þá voru frambjóðendur 35 og 14,912 tóku þátt eða 426 að baki hverjum kjósanda. Við vorum tilltölulega sátt við þessa niðurstöðu þó vissulega hefðu einhverjir viljað sjá fleiri kjósendur mæta til þátttöku. En það er auðvitað mismunur á því hvernig stjórnmálaflokkar skilgreina lýðræðisást sína. Sumir sannarlega hrópa meira en gera minna.“ 

Sameiginlegt prófkjör Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis hófst í kosningakerfi Pírata í gær og stendur fram á föstudaginn 12. ágúst. Eru 108 manns í framboði á höfuðborgarsvæðinu 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár